Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 ✝ Kristín Jónsdóttirfæddist í Hólmsbæ á Eyrarbakka þann 9. október 1921. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skjóli við Kleppsveg þann 12. júní 2010. Kristín var dóttir hjónanna Guðríðar Guðjónsdóttir f. 7.7. 1895, d. 22.5. 1972 og Jóns Þórarins Tóm- assonar f. 20.3. 1890, d. 14.11. 1963. Systir Kristínar er Ragna Jónsdóttir, f. 19.7. 1930, maki Jó- hann Jóhannsson f. 6.11. 1927. Eiginmaður Kristínar var Hjalti Bjarnason f. 3.6. 1922, d. 23.5. 1970. Börn þeirra: Jón Þór Hjaltason f. 16.5. 1950, maki Anna Gunn- arsdóttir f. 11.3. 1952. Barn þeirra er Kristín Þóra Jóns- dóttir f. 12.5. 1975, sonur hennar er Nat- an Þór Elvarsson 7.4.1998. Kristín Björk Hjaltadóttir f. 12.11 1954, maki Bjarni Gunnarsson f. 30.8. 1954. Börn þeirra: Hjalti Már Bjarnason f. 26.4. 1978, maki Margrét Lilja Tryggvadóttir f. 22.6. 1977, börn þeirra Kristin Björk Hjaltadóttir f. 15.2. 2005 og Rakel Lilja Hjaltadóttir f. 22.9. 2006 og Unnur Íris Bjarna- dóttir f. 17.4. 1983, maki Jóhann Helgi Óskarsson f. 12.5. 1981. Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 18. júní 2010, og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku, elsku, amma mín og lang- amma, nú er stríðinu loksins lokið, þú ert nú komin á bjartari stað, þar sem þér líður örugglega betur. Ég kveð þig með söknuði, amma mín, amma Kidda, sem í 88 ár varst alltaf hörkutól, ekkja til 40 ára, mamma, amma og langamma. Hugur minn er fullur af góðum bernskuminningum úr Grímsnesinu þar sem við eyddum ófáum stundum saman fjölskyldan, við krakkarnir úti að sprella í skemmtilegum leikjum og þú amma mín athafnasöm eins og alltaf eitt- hvað að nostra við blómin og hlúa að garðinum. Nú er þín stund runnin upp, þinn tími kominn til að fá hvíld- ina, barátta þín var löng og ströng, en alltaf var stutt í brosið og létta lund. Elsku amma mín, á laugardaginn kvaddi ég þig með kossi er þú fórst inn í ljósið, kvaddi þig með tárum er þú lagðist til þinnar hinstu hvíldar. Guð geymi þig, elsku amma Kidda, ég veit þú brosir til okkar í sólinni. Kristín Þóra og Natan Þór. Amma Kidda var yndisleg kona í alla staði. Hún hugsaði alltaf fyrst og fremst um aðra en sjálfa sig. Í æsku minni leitar hugurinn mikið til Espi- gerðis 4 þar sem amma bjó í risa- blokkinni á 4. hæð, íbúð 4E. Teppa- lagðir gangarnir með brúnu lyftunni og rauðu svölunum voru leikstaðir mínir bernskuárin. Í Espigerði leiddist manni aldrei og maður mátti leika sér með allt allsstaðar. Svang- ur varð maður ekki, pönnukökur með rjóma og sykri auk malts í flösku, konfekt og suðusúkkulaði var alltaf til. Amma hugsaði vel um gesti sína og var jafnan síðust til að setj- ast niður. Íbúðin hennar ömmu var alltaf til fyrirmyndar, hvergi ryk að sjá enda var hún alltaf að þurrka af eða dunda sér í heimilisverkunum. Þegar maður hugsar til baka þá man maður eftir mörgu sem amma átti, hið klassíska bláa fótanudds- tæki, æfingarhjólið í svefnherberg- inu, nóg af lesefni og þá sérstaklega Séð og heyrt og hnífurinn hans afa Hjalta var alltaf á sínum stað í hvítu kommóðunni. Á háskólaárum mínum heimsótti ég ömmu reglulega með eiginkonu minni og hringdum við alltaf á undan og spurðum hvort amma vildi ekki eitthvað að borða; án undantekninga þá vildi hún alltaf pizzu. Amma Kidda var alltaf dugleg að keyra og þvælast um bæinn og eða austur fyrir fjall. Sem krakki þá man ég eftir því að maður þvældist með ömmu í allskyns útréttingar, í hár- greiðslu til Markúsínu, ísrúnt í Laugardalinn eða niður á höfn þar sem amma Kidda sýndi mér bátana. Oft var keyrt uppí sumarbústað í Grímsnesinu og þar dvaldist maður hálfa æskuna. Á leiðinni var stoppað í Hvergerði og keyptur ís í Eden og svo sagðar tröllskessusögur þegar leið lá framhjá Ingólfsfjalli ásamt því að rifja upp staðarnöfnin á helstu bæj- um og kennileitum – Tannastaðir, Alviðra, Sogið er ofarlega í huga. Vinnusemi hennar var aldrei langt undan, gilti einu hvort það var að mála bústaðinn, pallinn, slá grasið eða skafa mosann milli steinhelln- anna í göngustígnum og salta á eftir. Amma spilaði alltaf við mann, hún átti það til að svindla stundum en það var alveg leyfilegt í sveitinni. Hún var mjög mikið heima hjá okk- ur í æsku og fram eftir menntaskóla- árunum og alltaf til staðar, hún var allt, barnapía, amma, mamma og pabbi ef á þurfti að halda. Ef amma átti að elda heima þá bað ég yfirleitt um steiktan fisk í raspi eða grjóna- graut með lifrarpyslu. Amma Kidda laumaði oft pening að manni og sagði að maður ætti að setja í baukinn eða kaupa sér eitt- hvað skemmtilegt. Þegar maður var krakki þá setti maður hluta í bauk- inn og svo var skroppið í sjoppuna og verslað ýmislegt góðgæti eða körfu- boltapjöld til að bítta við félagana. Þegar ég hugsa til baka um minn- ingar mínar um ömmu Kiddu þá kemur örlæti alltaf upp í hugann. Amma Kidda sem var alltaf í pels- inum með slæðuna klára ef það skyldi rigna og þrátt fyrir að vera með gigt þá kveinkaði sú gamla sér aldrei enda mjög sterk kona alveg fram til dauðadags. Elsku amma mín, ég er mjög þakklátur fyrir allar okkar samveru- stundir og mun ég ávallt minnast þín um aldur og ævi. Hjalti Már Bjarnason. Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni, og sorgartárin falla mér á kinn, en hlýjan mild af heitri ástúð þinni, hún mýkir harm og sefar söknuðinn. Í mínum huga mynd þín skærast ljóm- ar, og minningin í sálu fegurst ómar. Þú móðir kær þér aldrei skal ég gleyma, þinn andi fylgi mér á lífsins strönd. Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma og halda fast í Drottins styrku hönd. Með huga klökkum kveð ég góða móður. Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti sjóður. (Árni Gunnlaugsson) Þakka þér allar stundirnar sem við áttum saman. Megi Guð geyma þig og hvíl í friði. Þín dóttir, Kristín Björk. Hún amma Kidda, eins og við barnabörnin kölluðum hana, var ein- staklega hlý og góð kona sem vildi allt fyrir alla gera. Sú minning sem kemur fyrst upp í hugann af ömmu er að hún tók alltaf svo vel á móti manni þegar maður kom heim úr skólanum með afþurrk- unarklútinn í hendinni og búin að elda grjónagrautinn handa okkur systkinunum. Við vorum svo heppin að eiga ömmu sem alltaf var til staðar. Ég minnist þess hversu góðar vinkonur við vorum, mér fannst alltaf svo gott að tala við hana því hún skildi mann svo vel, einnig var hún áhugasöm um hvað við vorum að gera í skólanum eða í íþróttunum og spurði mann mikið út í það. Mér fannst svo gaman að fara í pössun til ömmu þar sem hún bjó í íbúðinni sinni í Espigerðinu, því þá var ég dekruð í bak og fyrir. Pönnu- kökur, vöfflur og suðusúkkulaði var eitthvað sem alltaf var á boðstólum, einnig var maturinn góður sem hún eldaði. Það blundaði í henni svolítill fullkomnunarsinni því þegar hún eldaði kjötbollur urðu þær allar að vera jafnstórar. Heima í íbúðinni hennar mátti ég gramsa, skoða og leika mér að öllum hlutum sem hún átti, allt var leyfilegt ef ég bara pass- aði mig á að ganga frá eftir mig. Ég var farin að þekkja svo vel hvar allt hennar dót var að hún hringdi stund- um í mig til að spyrja hvar hún hefði nú sett þennan og hinn hlutinn! Hún var dugleg að keyra um bæinn með mann á silfur-Corollunni sinni sem hún kallaði alltaf vininn góða. Stund- um keyrðum við í Grasagarðinn ef veðrið var gott og tókum með nesti, kíktum í Perluna eða Blómaval og enduðum svo oftar en ekki á Bæj- arins bestu og fengum okkur pulsu. Afi Hjalti smíðaði sumarbústað í Grímsnesinu sem við kölluðum ömmusveit og þar eyddi maður heilu sumrunum með henni. Á leiðinni austur sungum við hástöfum alla leiðina og kenndi hún mér flestar þær vísur sem ég kann í dag. Svo sagði hún okkur tröllasögur um tröllin sem bjuggu uppi á Ingólfs- fjalli og fór í gegnum helstu stað- arheiti á leiðinni austur og ekki má gleyma þeirri hefð að stoppa alltaf í Eden í Hveragerði og kaupa ís. Í bú- staðnum var hún dugleg að taka til hendinni við ýmis verk eins og að slá grasið fyrir framan bústaðinn með litlu rafmagnsgarðklippunum, salta í stéttina og mála. Hún var algjör dugnaðarforkur og hafði alltaf nóg fyrir stafni. Uppi í bústað sagði hún mér oft sögur frá því hún var lítil og bjó á Eyrarbakka, þá gekk hún ekki í buxum heldur alltaf í kjól og háum sokkum með sokkabandi, það fannst mér alltaf mjög skrítið því það hlyti að vera ægilega kalt á veturna. Hún sagði mér líka frá því hvernig hún og afi kynntust og hvernig lífið var í gamladaga, þetta fannst mér alltaf mjög gaman að hlusta á. Þegar ég var á mínum framhalds- skólaárum fannst mér voða gott að kíkja til hennar eftir skóla til að eiga smástund með henni. Það var alltaf svo þægilegt andrúmsloft í kringum hana og manni leið svo vel með henni. Elsku amma, ég er svo þakklát fyrir allar okkar stundir sem við höf- um átt saman, þín er sárt saknað og mun ég alla tíð minnast þín. Þín Unnur Íris. Kristín Jónsdóttir ✝ Kaj Anders Wint-her Jörgensen, fyrrum kaupmaður, fæddist í Reykjavík 8.3. 1928. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 8.6. 2010. Foreldrar hans voru Sigurfljóð Jak- obsdóttir Jörgensen, húsfrú, f. 31.10. 1896, d. 15.9. 1964, og Car- sten A.W. Jörgensen, vélstjóri, f. 11.3. 1893, d. 2.11. 1971. Systkini Kajs voru Ólöf W. Jörgensen Devaney, f. 1926, d. 1990, maki John Devaney, látinn; Guðrún I. Jörgensen, f. 1929, d. 2006, maki Snorri Jónasson, f. 4. júlí 1905, látinn; Jón Valgard W. Jörgensen, f. 1931, d. 2006, maki Lýdia B. Schneider Jörg- ensen, f. 29. desember 1936. Kaj kvæntist: 1) Málfríður Jóns- dóttir, f. 26.2. 1930. Sonur þeirra er Róbert Winther Jörgensen, kvæntur Erlu Dagmar Lárusdóttur. Börn þeirra eru: a) Guðmundur Haukur, kvæntur Rögnu Hlín Þorleifsdóttur. Börn þeirra eru: Erla Hlín og Þorleif- ur Darri. b) Elín Elísabet, gift Stein- ari Björnssyni. Börn þeirra eru: Guð- björg Erla og Björn Ísak. c) Róbert Árni, unnusta hans er Fríða Hrund Kristinsdóttir. Sonur þeirra er Ró- bert Maron. d) Málfríður Eva, unnusti hennar er Roberto Biraghi. Dóttir þeirra er: Elín Adriana. – 2) Margrét fjölskyldufyrirtækið sem samanstóð af rekstri Sauðárkróksbakarís og veisluþjónustu, og má segja að þar hafi hann fengið að vinna við eitt af sínum uppáhaldsáhugamálum. Á þessum tíma kom Kaj fram með margar nýjungar í veisluþjónustu. Eftir það fluttu þau hjónin aftur til Reykjavíkur og tók hann þá við af mági sínum, Sigurgeiri Snæbjarn- arsyni, sem verslunarstjóri í Rit- fangaverslun Ísafoldar árið 1966. Árið 1968 tók Kaj við rekstri Bók- hlöðunnar í Reykjavík og rak þá verslun til ársins 1974 þegar þau hjónin opnuðu matvöruverslunina Snæbjörgu sem þau ráku til ársins 1983, síðar ráku þau matvöruversl- unina Skerjaver frá 1983–1985. Ár- ið 1986 hóf Kaj störf fyrir Pálma Jónsson í Hagkaupum, en hann fékk Kaj til að setja upp kjötborð í versl- unum Hagkaupa, þar sem Kaj var þekktur fyrir glæsileg og girnileg kjötborð úr sínum rekstri. Eftir að Kaj náði 70 ára aldri og hafði látið af störfum hjá Hagkaupum, kallaði Sigfús R. Sigfússon í Heklu hann til starfa sem næturvörð. Þar starfaði hann þar til veikindin fóru að segja til sín eða fram að vormánuðum 2002. Síðustu 5 æviárin var Kaj á Hjúkrunarheimilinu Eir vegna veik- inda sinna. Kaj var mikill veiðimað- ur og veiddi bara stórlaxa. Alla tíð var Kaj haldinn mikilli bíladellu og það var vel þekkt hvað hann hugs- aði vel um bílana sína. Sælureitur þeirra hjóna er sumarhúsið í Eyr- arskógi í Svínadal þar sem þau undu sér best við gróðurrækt og nutu út- sýnis yfir í Vatnaskóg.Útför Kaj A.W. Jörgensen fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 18. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Lára Þórðardóttir, f. 20.8. 1924, d. 2001. Sonur þeirra er Ragn- ar Þór Jörgensen, kvæntur Ólöfu Gunn- arsdóttur. Börn þeirra eru: Helga Þóra, Jón Gunnar og Ragnheiður. – 3) Snæ- björg Snæbjarn- ardóttir, f. 30.9. 1932. Börn þeirra eru: a) Snæbjörn Óli, kvænt- ur Önnu Maríu Elías- dóttur. Börn þeirra eru: Snæbjörg, Harpa María og Kaj Arnar. b) Guðrún Birna, gift Halldóri Þorsteini Ás- mundssyni. Dóttir þeirra er Hildur Ása; dóttir Snæbjargar af fyrra hjónabandi er Ólöf Sigríður Páls- dóttir, stjúpdóttir Kajs. Kaj ólst upp í Reykjavík og gekk í barnaskóla þar. Hann var mikill KFUM-maður og Valsari og eyddi miklum tíma hjá sr. Friðriki í Vatnaskógi sem barn. Hann nam vélvirkjun í Iðnskólanum í Reykja- vík og var á samning í Landssmiðj- unni og lauk meistaraprófi í vél- virkjun 22.2. 1954. Árið 1949 vann Kaj við uppsetningu sviðsbúnaðar í Þjóðleikhúsinu og starfaði þar síðan sem leikmuna- og sviðsstjóri til árs- ins 1962. Á árunum 1963–1964 bjó hann ásamt Snæbjörgu eiginkonu sinni á Sauðárkróki hjá tengdafor- eldrum sínum. Þar starfaði hann við Elsku pabbi minn. Það var skrýtið þriðjudagskvöldið 8. júní, þegar þú kvaddir okkur svo snöggt. Þetta kvöld fann ég svo sterkt fyrir þér og þú varst svo greinilega með mér. Svo kom kallið og ég náði ekki að kveðja þig áður en þú fórst. Þetta hafa verið erfiðir dagar en ég veit að þér líður mikið betur, kominn í faðm fjölskyldu og vina og besta vin- arins hennar ömmu Ólínu, sem þér þótti svo einstaklega vænt um. Það er margs að minnast en fyrst og fremst varstu besti pabbinn. Þú kenndir mér hvernig á að njóta og hvað ber að forð- ast, því þú varst mjög varkár maður. Öskjuhlíðin var mikið í uppáhaldi hjá þér og iðulega varstu þar og bónaðir bílana þína. Það var þar sem þú kenndir mér allt um bíla og hvernig ætti að bóna og að bíll væri ekki bíll nema þýskur væri. Alltaf fékk ég að koma með þér í Heklu þegar til stóð að endurnýja bílinn. Það var svo gaman að fara með þér þangað og þú þekktir alla „kallana“. Mér fannst þetta svo stórkostlegt að ég sagði eitt sinn við þig er við stóðum í anddyri gamla Hekluhússins: „Hér ætla ég að vinna þegar ég verð stór“. Ég man hvað þú varst stoltur þegar ég sagði þér að ég hefði fengið vinnu hjá Heklu og þá eins og oft áður lagðir þú mikla áherslu á að ég stæði mig vel og væri heiðarleg í öllu sem ég gerði. Þessi orð hef ég ávallt að leiðarljósi í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur. Eldamennska og veisluhöld voru þitt uppáhald og það var svo gaman að vera með þegar stór- ar veislur voru framundan. Ég lærði mikið af þér í eldamennsku og hef ég notið góðs af því. Jólin voru þinn uppá- haldstími. Það var blik í augum þínum þegar við drógum fram kassana með jólaskrautinu og þú varðst að litlu barni innan um glingur og jólasveina. Við tvö skreyttum saman í Fellsó og stundum aðeins of mikið að annarra áliti. Þú hélst fast í jólahefðir og var þetta mikil hátíð hjá þér. Ég hef haldið í þessa sterku jólahefð, pabbi minn, og er sama jólabarnið og þú. Í Svínadalnum leið þér alltaf best og var bústaðurinn sælureitur ykkar mömmu. Þú lagðir mikla natni í bygg- ingu hans og þið nutuð þess að vera þar saman við að rækta lóðina. Þú varst dyntóttur á marga hluti og oft fannst manni þú vera með smá-vesen. Ég man vel þegar ég kom með Dóra minn fyrst og kynnti hann fyrir ykkur mömmu. Þú varst varkár, eins og allt- af, og vildir vita allt um kauðann sem litla stelpan þín kom með heim. En mjög fljótt tókst með ykkur Dóra vin- skapur. Þú varst tíður gestur hjá okk- ur eftir að afaskottan hún Hildur Ása fæddist. Þegar veikindin dundu yfir þig og Alzheimer tók völdin voru erf- iðir tímar. Það var erfitt fyrir okkur öll að horfa á hvernig sjúkdómurinn tók völdin af þér, og þú þurftir að flytja á hjúkrunarheimilið Eir. Það var þó mikil huggun í því hversu góða að- hlynningu þú fékkst þar og allt starfs- fólkið var svo yndislegt við alla. Fyrir pabbastelpu var erfitt að horfa upp á þetta. Elsku pabbi minn, ég kveð þig með söknuði og bið góðan Guð að varðveita þig og blessa minningu þína. Við hitt- umst síðar. Elsku mamma, þinn missir er mestur. Megi góður Guð styrkja þig og fjölskylduna alla. Þín dóttir, Guðrún Birna Jörgensen (Ditta). Meira: mbl.is/minningar Elsku tengdapabbi, hér er ljóð handa þér, Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glat- að, og ljóðin, er þutu um þitt blóð frá draumi til draums, hvar urðu þau veðrinu að bráð, ó barn, er þig hugðir borið með undursamleikans eigin þrotlausan brunn þér í brjósti, vinur? Við svofelld annarleg orð, sem einhver rödd lætur falla á vorn veg? eða að því er virðist vindurinn blæs gegnum strætin, dettur oss, svefngöngum vanans, oft drykklanga stund dofinn úr stirðnuðum limum. Og spunahljóð tómleikans lætur í eyr- um vor lægra. Og leiðindin virðast í úrvinda hug vor- um sefast. Og eitthvað, er svefnrofum líkist, á augnlok vor andar, vér áttum oss snöggvast til hálfs, og skilningi lostin hrópar í allsgáðri vitund vor sál: Hvar! Ó hvar? Er glatað ei glatað? Kaj Anders Winther Jörgensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.