Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 Líst ekki á lúðurinn Ferfætlingar sem og Reykvíkingar nutu þess að spássera um miðbæinn í veðurblíðunni í gær. Eins og svo oft á þjóðhátíðardaginn voru margir af yngri kynslóðinni með fána eða blöðrur en sumir spígsporuðu hinsvegar um með lúðra sem þeir blésu í við mismikla ánægju nærstaddra. Minnti það óneitanlega á lúðrana umdeildu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Eggert Hvers vegna eru tugþúsundir Íslendinga með gengistryggð lán áhvílandi á bílum og húsnæði? Almenningur var löngu orðinn fullsaddur á verðtryggðum lán- um, með sífellt hækkandi eft- irstöðvar þrátt fyrir áratuga mánaðarlegar greiðslur. Hvaða vit er í að hafa ótakmarkaða verðtyggingu á lánum ein- staklinga, sem ekki hafa neina beina stýringu á verðbólgu og þróun vísitölunnar og hvorki verðtryggingu á tekjum né eignum sínum? Þegar gengistryggð lán buðust virtist loks- ins komið skjól frá verðtryggingunni. Fólk taldi sig ekki taka verulega áhættu – án verðtryggingar og með lægri vöxtum réði það við nokkrar sveiflur á gengi. Og fólk var þá í góðri trú um að þetta væri allt lög- legt. Almennt traust ríkti gagnvart lána- stofnunum og eftirlitskerfi, fólk taldi rétt staðið að málum og lögmæti, leyfi og eftirlit væru til staðar. Svo lækkaði gengi krónunnar ítrekað 2008, almenningur vissi ekki ástæðuna. Lækkunin hélt áfram í hrun í október 2008 og áfram. Síðan hefur ekki linnt fréttum um aðgerða-, upplýsinga-, hlustunar- og eft- irlitsleysi, einnig vanrækslu, blekkingar og þaðan af verra. Greiðslubyrðin þyngdist umtalsvert og varð óbærileg við bankahrunið. Um leið voru uppreiknaðar eftirstöðvar geng- istryggðu lánanna orðnar mun meira en tvöfaldar, samkvæmt greiðsluseðlum lánafyrirtækjanna. Allar bankainnistæður á Ís- landi voru strax tryggðar að fullu, en enn er beðið al- mennra leiðréttinga stökk- breytts höfuðstóls lána. Ábyrgð og ólögmæti Sagt er að stærstu bank- arnir hafi leikið sér að gengi íslensku krónunnar og eig- endur bankanna hafi leikið þá ótrúlega illa, með ofurútlánum til tengdra aðila allt til enda. Sömu bankar og fjármálafyr- irtæki höfðu gert lánasamn- inga við viðskiptavini sína, sem nú heita allt í einu skuldarar. Samn- inga þar sem lántakar voru, andstætt bönk- unum, ofurseldir aðstæðum sem þeir höfðu enga stýringu á. Svo fór í gang umræða sérfræðinga um svindl; gengistrygging lán- anna væri ólögleg. Við vandlega skoðun virðist þetta vera augljós staðreynd, lög um vexti og verðtryggingu og greinargerð þeirra lýsa þessu ítarlega. Óheimilt er að láta lán í íslenskum krónum fylgja dags- gengi erlendra gjaldmiðla, flóknara er það ekki. Eru lánin erlend eða íslensk? Þetta er grundvallarspurning varðandi lög- eða ólög- mæti gengistryggingar þessara lána. Svarið er að lánin eru íslensk. Bara að það þurfi að segja að þau séu gengistryggð undirstrikar að þau eru íslensk, því ef lán væri til dæmis í svissneskum frönkum, hvers vegna þyrfti þá að taka fram að svissnesku frankarnir fylgdu gengi svissnesks franka? Þetta segir sig sjálft fyrir hvern þokkalega læsan mann með heilbrigða hugsun, það þarf ekki fjár- mála- eða lagasérfræðing til. Þetta allt hefðu sérfræðingar fjár- málastofnana átt að vita, og þeirra er því tjónið. Almenningur var í góðri trú, hann á að geta treyst á að fjármálaafurðir sem auglýstar eru opinberlega og haldið að fólki séu löglegar. Eftirlitsaðilar hafa síðan ríkar skyldur, en losa fjármálafyrirtækin ekki undan ábyrgð. Sem hafa svo, með og án stuðnings ríkisins, viljað lokka fólk til skil- málabreytinga, með „lækkun“ eftirstöðva og mun hærri vöxtum og halda því sínu. Af- sláttur af lögbroti? Forsendubrestur Jafnvel þótt ólögmæti gengis- tryggingarinnar væri sleppt, hefur orðið al- ger forsendubrestur varðandi lánin. Sam- kvæmt túlkun og útreikningum fjármálafyrirtækjanna hafa greiðslubyrði og eftirstöðvar tekið stökkbreytingum. Ef ekki hefði komið til ýmissa frystinga og frestana væri allt komið enn frekar á hliðina hjá tug- þúsundum lántaka. En bráðabirgðaástandið hefur staðið yfir hátt í tvö ár og fólk sættir sig ekki við eignaupptökuna. Trúverðugleiki Tvö dómsmál um gengistryggð bílalán og eitt úrskurðarmál hafa fengið mismunandi niðurstöðu í héraðsdómi. Það fyrsta féll bílalánafyrirtæki í vil, með mjög takmörk- uðum rökstuðningi, hin tvö féllu lántökum í hag, með mun víðtækari og þéttari rök- stuðningi. 2. júní 2010 voru bílalánin tvö flutt og dómtekin í Hæstarétti, skipuðum fimm dómurum og von er á niðurstöðum nú í júní. Þúsundir landsmanna fylgjast með Hæstarétti og niðurstöðum hans. Og ef Al- þingi eða ríkisstjórn hyggst í framhaldi af dómunum setja lög um afslátt af lögbrotum mun meginhluti landsmanna fylgjast vand- lega með. Mjög reynir á trúverðugleika þessara stofnana og aðila, ekki síst eftir umræðu síðustu ára um skipunaraðferðir dómara í Hæstarétt og enn frekar styrkja- mál alþingismanna. Núverandi lög eru skýr og það er bara að fylgja þeim, gefum Hæstarétti svigrúm á sviðinu um stund. Viðskiptaráðherra hefur lýst yfir, undir spurningapressu á Iðnóf- undi, að ef gengistryggingin yrði dæmd ógild og dauð þá ráði bankarnir við það af afskriftareikningum sínum. Fjármálafyr- irtæki hafa sagt – „við verðum líka að lifa“. En það þurfa einstaklingar og heimili ekki síður að gera, ein grunnstoða þjóðfélagsins. Og hér skal spyrja: Hvort skiptir íslenskt þjóðfélag meira máli, óbreytt framhaldslíf einstakra fjármálafyrirtækja, eða fram- haldslíf, fjárræði og sjálfsvirðing tugþús- unda einstaklinga og fjölskyldna á Íslandi? Eftir Arinbjörn Sigurgeirsson » Almenningur var í góðritrú, hann á að geta treyst á að fjármálaafurðir sem aug- lýstar eru opinberlega og hald- ið að fólki séu löglegar. Eft- irlitsaðilar hafa síðan ríkar skyldur, en losa fjármálafyrir- tækin ekki undan ábyrgð. Arinbjörn Sigurgeirsson Höfundur er gæðastjóri, ritari Hagsmunasamtaka heimilanna. Gengistrygging lána og afsláttur af lögbrotum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.