Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samhug og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, TÓMASAR P. ÓSKARSSONAR, Sóltúni 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11 E á Land- spítalanum. Einnig þökkum við Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu fyrir veittan stuðning og aðhlynningu. Karitas Jensen, Steinunn Margrét Tómasdóttir, Aðalsteinn Karlsson, Þórunn Elín Tómasdóttir, Kjartan Jónsson, Bryndís María Tómasdóttir, Thomas Möller, Lára Anna Tómasdóttir, Hörður Jón Gærdbo, Óskar Már Tómasson, Auður Pálmadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Páll Pálssonfæddist á Ísafirði 9. desember 1943. Hann lést í Brisbane í Ástralíu 29. maí 2010. Foreldrar hans voru Herdís Jóns- dóttir, f. 23.9. 1913 og Paul V. Logan. For- eldrar hans eru bæði látin. Páll hlaut við skírn nafnið Jack Paul Logan, en breytti því síðar í Páll Pálsson. Móðurfor- eldrar hans voru Jón Einarsson söðlasmiður og bóndi á Tannstaðabakka og Jóhanna Þórdís Jónsdóttir. Eiginmaður Herdísar var Hjörtur Brynjólfsson. Systkini Páls eru: Pauline, f. 1944, búsett í Bandaríkjunum, Jóhanna, f. 1948, félagsliði í Reykjavík, Atli, f. 1950, húsasmiður í Garðabæ, Einar, f. 1952, húsasmíðameistari í Garða- bæ, Hjördís, f. 1952, félagsmála- stjóri í Borgarbyggð, Hörður, f. 1954, bílstjóri í Reykjavík. Fyrir hjónaband eignaðist Páll með Bergljótu Aðalsteinsdóttur, soninn Pál, f. 13.5. 1963. Páll er verkamaður í Reykjavík og á 3 börn: Eystein f. 15.11. 1998, Stein- synina Kristmund Ágúst f. 13.6. 1991 og Jökul Ágúst f. 27.1. 1999. Aníka Rós, athafnakona og nemi í Reykjavík, f. 30.5. 1974. Seinni eig- inkona Páls er Ruth Lynette Steph- enson, f. 28.7. 1951. Foreldrar henn- ar: Lawrence og Elizabeth Stephenson. Börn Páls og Ruth: Karl Jóhann, tölvuverkfræðingur í Reykjavík f. 7.7. 1979, unnusta hans er Katrín Brynja Valdimarsdóttir. Helen Þura, læknaritari í Ástralíu, f. 11.9. 1985, Matthew Simon, há- skólanemi í Ástralíu, f. 20.3. 1987. Páll ólst upp fyrstu árin hjá móð- ur sinni á Tannstaðabakka og síðar á Hraunsnefi í Norðurárdal. Hann dvaldi þó oft hjá afa sínum og ömmu á Tannstaðabakka. Skólagöngu sína hóf hann í barnaskóla Norð- dælinga en síðan var hann í skóla á Varmalandi og lauk landsprófi frá Reykholtsskóla. Hann lauk námi við Samvinnuskólann á Bifröst og réðst eftir það sem skrifstofustjóri hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga á Þingeyri. Á Þingeyri starfaði hann þar til hann flutti til Ástralíu ásamt seinni eiginkonu sinni árið 1980. Í Ástralíu lauk hann námi í endurskoðun og starfaði sem slíkur hjá skatt- yfirvöldum í Brisbane þar til hann fór á eftirlaun. Útför Páls fór fram í Ástralíu, en minningarathöfn fer fram í Foss- vogskapellu þann 18. júní kl. 13. unni f. 30.4. 2002 og Ásgeir f. 14.7. 2007. Fyrri eiginkona Páls var Rósamunda Þórð- ardóttir, f. 11.2. 1945, þau skildu. Foreldrar hennar voru Þórður Guðni Njálsson og Daðína Jónasdóttir á Auðkúlu í Arnarfirði. Börn Páls og Rósu: Þórður Guðni, flug- umferðastjóri, Reykjavík, f. 2.3. 1965. Maki 1: Ragna S. Ragnarsdóttir, þau skildu. Maki 2: Anna Guðrún Stef- ánsdóttir. Börn þeirra: Silja Björk f. 23.7. 1997 og Birta Ösp f. 22.3. 2000. Börn Önnu: Anna Rún f. 8.12. 1984 og Stefán Daði f. 15.8. 1989, Ólafs- börn. Hafþór Ingi, nemi í Reykjavík, f. 22.3. 1968. Maki: Sigríður Bjarna- dóttir. Börn þeirra: Daníel Smári, f. 19.7. 2003 og Patrekur Freyr, f. 14.2. 2007. Hafþór átti áður dótt- urina Sóleyju Maríu Nótt, f. 14.9. 1995. Óskírður Pálsson f. 28.11. 1969, d. 30.11. 1969. Herdís Pála, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 21.9. 1971. Maki: Jón Ágúst Sig- urðsson. Herdís á soninn Jóhannes Geir Ólafsson f.12.10. 1992 og Jón á Aðfaranótt 29. maí kom tilkynning frá systur minni í Ástralíu um að pabbi okkar væri dáinn. Þrátt fyrir að ég ætti ekki von á þessu núna kom þetta mér kannski ekki mikið á óvart. Pabbi hafði ekki farið vel með sig í gegn um tíðina. Það munaði samt svo litlu að hann næði því að komast í há- tíðahöldin í miðbæ Reykjavíkur á 17. júní. Búinn að hlakka mikið til enda ekki tekið þátt í slíku í yfir 40 ár. Nú átti það að takast um leið og hann ásamt eiginkonu sinni heimsæktu gamla landið á ný. En svona er lífið, aldrei hægt að vita hvernig því vindur fram og allt í einu er ævin öll. Mikil tilhlökkun var búin að vera hjá minni fjölskyldu, ekki síst dætrum mínum, að afi væri að koma til Íslands. Ætt- armót framundan en svona er þetta bara. Það var ánægjulegt að stjúpa mín ákvað strax að halda ferðaáætl- uninni og koma jafnframt með duft- kerið með öskunni af pabba til greftr- unar á Íslandi. Að vísu bara helminginn, hinn helmingurinn hvílir í Ástralíu. Það á vel við en pabbi bjó í Ástralíu í 30 ár, rétt tæplega hálfa ævina. Það einkenndi pabba mikið að hann hafði mikla þörf fyrir að starfa að fé- lagsmálum af ýmsu tagi, ekki síst tengt íþróttum, bæði hérlendis og í Ástralíu. Kom hann sér þá gjarnan í áhrifastöður og virtist hafa þörf fyrir að hafa áhrif á gang mála. Hins vegar var hann oft eins og lokuð bók ef um var að ræða náin persónuleg tengsl eða samskipti innan fjölskyldunnar og það var erfitt að ná honum á spjall á persónulegum nótum. Ég held að Ruth hafi tekist á við þessa hlið fjöl- skyldunnar alla tíð eftir að þau hófu sinn búskap en pabbi gripið í bók á svölunum. Já, hann las mikið alla tíð og þannig mun ég helst minnast hans. Instant Nescafe í krús og lesandi reyfara af miklum móð á svölunum heima hjá sér í Brisbane. Pabbi eignaðist 9 börn um ævina; einn son fyrir hjónaband og svo 5 með fyrri eiginkonu (þar af dó eitt þeirra aðeins 2 daga gamalt) og 3 með seinni eiginkonu sinni í Ástralíu. Elsti son- urinn ólst upp hjá mömmu sinni og tengslin milli feðganna urðu aldrei mikil, því miður. Eftir skilnaðinn við mömmu mína fluttust yngri systur mínar á brott með mömmu. Tengsl pabba við þær urðu aldrei mikil þegar frá leið. Þó bendir margt til þess að hann hafi fylgst nokkuð vel með því hvernig lífi barna sinna vatt fram þó svo hann hafi lítið haft sig í frammi með samskipti lengst af. Daglega fylgdist hann með fréttum frá Íslandi og var áhugamaður um minningar- greinarnar. Hvað sjálfan mig varðar tel ég pabba hafa haft á mig góð áhrif í æsku og innprentað mér ýmis gildi sem ég hef reynt að hafa að leiðarljósi í lífinu. Þegar ég lít til baka sé ég mest eftir þeim tíma sem fór forgörð- um milli pabba og barna sinna á Ís- landi þau 30 ár sem hann bjó í Ástr- alíu. En þar leið honum vel og vonandi líður honum vel á nýjum slóðum. Far vel, faðir. Takk fyrir mig. Þórður G. Pálsson. Til pabba. Mikið var ég farinn að hlakka til að hitta þig á ættarmótinu í sumar, litlu munaði að þú kæmist. Ég hugsa að þú hefðir nú ekki haft neitt móti því að ævi þinni hefði lokið hérna „heima“ þrátt fyrir að þú hafir nú búið erlend- is í þrjátíu ár. Þó svo að þú hafir tekið miklu ástfósti við hana Ástralíu þá sló nú íslenska hjartað samt alltaf. Mínar minningar af þér verða ávallt tengdar hinu yfirgengilega magni af bókum sem þú last í gegnum tíðina, hvort sem um var að ræða fræðsluefni eða þessa ástríðu þína fyrir vestrum. Sér í lagi hélst þú upp á vestra eftir höfundinn Lois L’amo- ur. Þú fórst létt með að lesa nokkrar bækur á viku. Mér er ennþá hulin ráðgáta hvernig nokkuð af þessu fest- ist í hausnum á þér, þvílíkur var lestr- arhraðinn. En það festist vissulega, enda varst þú nánast ótæmandi brunnur um hinar ýmsu staðreyndir, bæði gagnlegar sem ekki. Þegar ég var á barnaskólaaldri varst þú duglegur við að ýta undir íþróttaiðkun mína, bæði með hvatn- ingu og þjálfun. Seinna meir mat ég stuðning þinn mikils þegar ég var að æfa og spila tónlist á unglingsárum. Þér þótti gaman að taka mig með þér í stangveiði. Af þeim ferðum verð ég því miður að viðurkenna að þú hlýtur að hafa verið ákaflega „óheppinn“ veiðimaður því ég get alls ekki munað eftir að þú hafir landað einum einasta fiski. Enda var ég afar hissa seinna meir þegar ég kynntist því að það er vel hægt að ná fiski á þennan hátt og jafnvel fleiri en einum. Ég mun ávallt muna þitt góða hjartalag og þann eiginleika að búast við því góða í náunganum. Hvíldu í friði. Hafþór Ingi Pálsson. Ég og pabbi minn vorum nú ekki náin nema kannski nokkur fyrstu ár ævi minnar, kannski þekkti ég hann bara þá og lítið eftir það. Einhver þráður var þó til staðar og hafði ég ætlað mér að reyna að styrkja hann nú í sumar þegar pabbi ætlaði að koma í heimsókn. Ég átta mig þó á því núna að það hefði sennilega aldrei orðið annað en tilraunin ein, pabbi hleypti fólki ekki mikið að sér, hafði meira gaman af að segja frá sjálfum sér, sínum aðstæðum og afrekum. Við náðum þó aðeins saman núna í seinni tíð í gegnum Facebook og Flickr en bæði höfum við verið að dunda okkur við að taka ljósmyndir og setja inn á Flickr-vefsíðuna og vor- um stundum að senda hvort öðru at- hugasemdir á myndirnar. Að kvöldi 28. maí var ég að horfa á Ríkissjónvarpið, á þátt tengdan kosn- ingunum daginn eftir og var að hugsa til pabba, hvort hann væri kannski að fylgjast með í gegnum netið, en ég vissi að hann var mjög duglegur nú í seinni tíð að fylgjast með fréttum frá Íslandi. Nokkrum klukkustundum síðar var pabbi dáinn. Nokkrar góðar æskuminningar á ég um pabba. Í húsinu okkar Ásbyrgi við Fjarð- argötuna á Þingeyri man ég fyrst eft- ir að hafa verið látin tannbursta mig reglulega, pabbi lagði mikla áherslu á tannhirðu, og alltaf var tannkremið af gerðinni Signal, ég man ennþá hvað mér fannst það flott tannkrem. Hjá pabba man ég líka eftir huggu- legum stundum fyrir framan sjón- varpið. Ég man lítið hvað við horfðum á en ég man eftir ýmsu góðgæti sem borðað var á þeim stundum, til dæmis vanilluís í skál sem pabbi hellti kóka- kóla úr glerflösku yfir, ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, fengið jafn gott Coke-Float og hjá pabba. Fyrir vestan hjá pabba man ég vel eftir slides-myndakvöldum, það voru skemmtileg kvöld. Ég man líka vel eftir skrifstofunni hans pabba sem hann var með heima, þar var allt fullt af pappírum og allt leit út fyrir að vera mjög merkilegt, svo var svo flott hvernig pabbi svar- aði í símann, 8123, en það var síma- númerið okkar, mér fannst þetta mjög fínt. Eftir að pabbi fór að búa með Ruth, seinni konu sinni, man ég eftir nokkr- um styttri ferðalögum um Vestfirðina á Volgunni þar sem farið var með nesti, mér fannst það mjög gaman. Ruth leyfði okkur krökkunum líka að kveikja eld út í garði og steikja okkur kartöflur með gömlum VW-hjól- koppi. Eins var gott að borða harð- fiskinn úr hjallinum í garðinum og sækja egg í hæsnakofann sem líka var í garðinum. Hjá pabba var allt frekar frjálslegt. Ég var sú sem gerði pabba að afa. Ég frétti í gegnum ömmu að pabbi væri svo voða spenntur yfir afa-hlut- verkinu en hann sinnti því nú svo sem ekkert betur en föðurhlutverkinu, en það var bara pabbi. Nú síðustu árin skiptumst við pabbi á örfáum tölvupóstum á ári. Póstarnir frá pabba voru aldrei lang- ir, ein, í mesta lagi tvær línur. Fyrir örfáum árum fór hann að kalla mig Gaselluna sína í þessum tölvupóstum, ekki veit ég hvað það þýddi og mun aldrei fá að vita úr þessu. Kær kveðja, pabbi, bið að heilsa ömmu. Herdís Pála. Stóri bróðirinn minn sem hlakkaði til að koma og sjá 17. júní í Reykjavík í fyrsta sinn eftir 45 ára hlé. Forlögin tóku í taumana – hann kvaddur til annarrar samkomu og aðeins aska hans verður hér á 17. júní. Stóri bróð- ir minn sem var alltaf svo fjarlægur – fyrst í heimavistarskólum á vetrum og í vinnu á sumrin, flutti síðan vestur á Þingeyri og þaðan til Ástralíu. Alla tíð strjálir fundir. Þó minnisstæður myndarlegi ungi maðurinn með fal- legu brúnu augun sem kom stundum, gantaðist mikið við yngri systkini sín, bar á háhesti, – alltaf með góða nær- veru. Sílesandi frá barnæsku, seinna einkum enskar vasabrotsbækur, sem voru kallaðar „reyfarar“ en kom svo í ljós að voru bækur af öllu tagi, – bara ekki innbundnar. Hvarf inn í heim bókanna, – ekki til viðtals, – lauk síð- ustu síðu og stökk þá upp og var til í allt. Skólasystkini hans hafa ítrekað rifjað upp við mig kunnáttu hans í Ís- lendingasögum, – Palli alltaf beðinn að segja frá þegar mikið lá við. Stóri bróðirinn sem kom heim með verð- laun af íþróttamótum, stóri bróðirinn sem þá var svo stór að alla yngri bræðurna dreymdi um að ná sömu hæð. Stóri bróðirinn sem hefur komið reglulega til Íslands undanfarin 15 ár og eftir að hann fór á eftirlaun og tölvurnar gerðu samskipti auðveld- ari, hefur fylgst með öllu sem gerist á Íslandi og sent stuttar og hnitmiðað- ar spurningar ef hann áttaði sig ekki á málavöxtum. Já og ávítur þegar honum fannst það eiga við. Stóri bróðirinn sem í heimsóknum sínum ljómaði yfir öllu sem var gamalt og ís- lenskt. Stóri bróðirinn sem flíkaði ekki tilfinningum sínum en var svo stoltur af börnunum sínum og barna- börnunum. Stóri bróðirinn sem við hlökkuðum öll til að hitta. Veri hann kært kvaddur. Hjördís. Palli stóri bróðir minn er allur. Ég tel það yrði of langt mál að rekja hér ævi- og starfsferil Palla og telja til alla hans kosti og galla. Við áttum sömu móður en sá var munur á okkur að ég átti föður meðan pabbi hans var aðeins óljós hugmynd um mann í henni stóru Ameríku. Útþráin var ætíð til staðar hjá Palla og rættist er hann flutti til Ástralíu, þar varð hans annað ættland. Sjö árum eldri bróðir hlaut að verða mér fyrirmynd, það sannaðist áþreifanlega er við kvænt- umst systrum. Palli hafði ávallt mikla ábyrgðartilfinningu gagnvart mér og hann vildi sjá þennan krakkagemling verða að manni. Á sextánda ári dvaldi ég um nokkurra mánaða skeið á heimili þeirra hjóna. Þar var húsrúm í hófi en hjartarúm nóg. Það væri Palla varla að skapi að ég skrifaði hér ein- hvern langhund svo ég læt þetta duga. Takk, bróðir, fyrir samfylgd og tilsögn. Við Halla sendum Ruth, börnum og allri fjölskyldunni hugheilar sam- úðarkveðjur. Atli Hjartarson. Útskriftardagur í Bifröst 1. maí 1964. Glaður hópur 36 ungmenna hélt út í vorið, og Norðurárdalurinn skart- aði sínu fegursta með Grábrók, Hraunsnefsöxl og Baulu í myndrænu öndvegi. Framundan hjá okkur öllum veraldarvafstrið í öllum sínum marg- breytileika. Nú skyldi látið að sér kveða. Heimferðin mislöng eins og geng- ur, engin þó eins stutt og hjá Páli Pálssyni, aðeins að Hraunsnefi að fara. Eftir á að hyggja dálítil þver- staða í því, þar sem þegar tímar liðu varð starfsvettvangur Palla Páls lengst af eins langt frá Bifröst og hugsast getur, í Ástralíu. Þar aflaði hann sér aukinnar menntunar á sviði endurskoðunar og vann m.a. hjá þarlendum skattayfir- völdum, einkum á sviði fyrirtækja- skoðunar. Hann kunni vel við sig í þessari fjarlægu heimsálfu og átti fjölskylduláni að fagna. Allir þekkja þau sterku vináttu- bönd sem til verða á námsárunum, og við bekkjarfélagarnir frá Bifröst höf- um átt því láni að fagna að halda hóp- inn einstaklega vel. Fjórir úr bekkn- um hafa hins vegar búið á fjarlægum slóðum og þar af leiðandi ekki verið reglulegir þátttakendur í árlegum vorfagnaði okkar hinna. Palli var í þessum hópi. Flest okkar höfum ekki hitt hann áratugum sam- an, og þegar hann var hérna síðast á ferðinni fyrir 5 árum stóð til að hitta kappann, en fyrir einhvern misskiln- ing varð, illu heilli, ekkert af sam- fundum þá. Í sumar skyldi úr þessu bætt. Að- eins tveimur dögum fyrir óvænt and- lát hans, fékk ég eftirfarandi tölvu- póst frá honum: „Því miður kem ég ekki til landsins fyrr en 15. júní. Ég verð fram að 7. júlí, aðallega í Reykja- vík, nema helgina 2.– 4. júlí þegar ég verð á ættarmóti á Reykjaskóla í Hrútafirði. Það væri gaman að sjá einhver ykkar meðan ég er á landinu, ég er tilbúinn að kaupa kaffi fyrir okkur hvaða dag sem er. Það verður hægt að senda mér skilaboð í síma … Palli Páls“. Þessi hinstu skilaboð Palla fóru til bekkjarfélaganna, en við sendum Palla víst engin skilaboð framar. En kaffiboðið stendur, þökk sé aðstandendum hans. Það verður þó með allt öðrum og sorglegri hætti en til stóð, erfidrykkja í stað gleði- fundar. Skilaboðin sem við hins vegar sendum hvert öðru varða minningu skemmtilegs og sérstaklega eftir- minnilegs skólafélaga. Á málfundum naut hann sín í ræðustóli, í rökræðum var hann vígfimur, í samræðum vel heima í hinum ólíklegustu málum, og það gustaði af honum hvar sem hann fór. Bekkurinn okkar góði hefur misst sinn fyrsta mann, og við minn- umst fallins glaðværs félaga með eft- irsjá. Fráfall hans minnir okkur óþyrmilega á fallvaltleika lífsins. 35 skólafélagar minnast Palla með þakk- læti fyrir samveruna í Bifröst og ég veit að ég mæli fyrir munn okkar allra þegar ég sendi eiginkonu hans, börnum og fjölskyldunni allri, ein- lægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Óli H. Þórðarson. Páll Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.