Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 Forsætisráðherrar flytja ræðu 17.júní. Það er góð og gömul venja.     Oftast nefna þeir Jón Sigurðssontil sögunnar.     Þennan sem stóð í fylking-arbrjósti þjóðfrelsisbarátt- unnar.     En 17. júní vorubúrókratar í Brussel að ræða um fullveld- isafsal Íslend- inga að beiðni Samfylking- arinnar. Jóhanna kunni því ekki við að ræða um þann gamla Jón frá Hrafnseyri við Arnarfjörð. Það hefði getað sært þá þarna í Brussel.     Hún ræddi því um einhvern Jónfrá Hrafnseyri við Dýrafjörð.     Talið er að hún hafi átt við Jón íLaugarnesi, en það nes er nú kallað Hrafnseyri eftir athafna- semi samnefnds kvikmyndagerð- armanns. Dýrafjörðurinn er Reykjavíkurpollurinn sem gamlir menn kölluðu Faxaflóa en Jón Gnarr hefur nefnt Húsdýrafjörð, sem Jóhanna í sparnaðarskyni kallar bara Dýrafjörð á niður- skurðartímum.     Þessum kenningum mótmælirStjórnarráðið sem segir að þeir aðstoðarmenn Jóhönnu sem skrifuðu ræðuna og lásu hana yfir hafi verið ráðnir án auglýsingar, án heimildar og án lágmarksþekk- ingar og þannig uppfyllt öll þau skilyrði sem velferðarstjórnin set- ur um mannaráðningar.     Þess vegna hafi þetta tekist jafnvel og annað hjá Jóhönnu. Jóhanna Sigurðardóttir Út um víðan Austurvöll Veður víða um heim 17.6., kl. 18.00 Reykjavík 12 alskýjað Bolungarvík 14 skýjað Akureyri 11 léttskýjað Egilsstaðir 13 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 19 skýjað Nuuk 10 skýjað Þórshöfn 13 léttskýjað Ósló 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 19 heiðskírt Helsinki 18 skýjað Lúxemborg 14 skýjað Brussel 22 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 23 heiðskírt London 21 heiðskírt París 16 skýjað Amsterdam 20 heiðskírt Hamborg 23 heiðskírt Berlín 24 heiðskírt Vín 19 alskýjað Moskva 14 heiðskírt Algarve 25 léttskýjað Madríd 24 léttskýjað Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 24 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 19 skúrir Montreal 19 skýjað New York 21 alskýjað Chicago 25 léttskýjað Orlando 32 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 18. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:55 24:03 ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34 SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17 DJÚPIVOGUR 2:10 23:48 ísnum. Grunnvatnsmarflær eiga mjög erfitt með að dreifa sér og þetta eru einlendar tegundir, sem finnast bara á Íslandi þá, og til við- bótar er þetta einlend ætt og ætt- kvísl, sem rennir stoðum undir að marflærnar hafi aðskilist frá öðrum ættkvíslum fyrir fjórum milljónum Nýlega birtist grein í hinu virta tímariti Molecular Ecology um rannsóknir á grunnvatnsmarflóm sem fundust fyrst 1998 á Íslandi. „Það trúði mér enginn fyrst,“ segir Bjarni Kristjánsson, dósent við Há- skólann á Hólum, en hann fann fyrstu marflóna í Þingvallavatni. „Það eru engar marflær í ís- lensku ferskvatni svo menn héldu að þetta hlyti að vera beita. Svo fann ég annað eintak árið 2000 og þá var mér trúað.“ Þessi tegund kallast nú Cry- mostygius thingvallensis en sama ár fann Bjarni aðra tegund, Crangonyx islandicus, sem mest er fjallað um í greininni. Sú tegund finnst í lindum mjög víða um Ísland og hefur Bjarni rannsakað erfða- fjölbreytileika þeirrar tegundar innan Íslands, ásamt Snæbirni Pálssyni prófessor og Jörundi Svavarssyni, doktorsnema við HÍ. Hafa lifað af hluta ísaldanna „Tilgáta okkar er sú að þessar marflær hljóti að hafa lifað af ein- hvern hluta ísaldanna undir jökul- ára. Og það þýðir að aðskilnaður- inn hafi átt sér stað fyrir ísöld, sem hófst einungis fyrir 1,5 milljónum ára,“ segir hann. Greinin, sem er skrifuð í sam- starfi við Etienne Kornobis, dokt- orsnema í fiskifræði við HÍ, bendir til þess að tilgátan sé rétt. Bjarni segir að lítið sé vitað um lífríki grunnvatnsins enn sem komið er og því spennandi að skoða það frekar. Þeir félagar hafa sótt um styrk til að skoða grunnvatn á Ís- landi betur og ef af því verði þá megi búast við að fleiri tegundir finnist. Eingöngu kvendýr fundist „Þetta er mjög spennandi, svipað og að fara til Afríku árið 1800,“ segir Bjarni og hlær. Íslensku mar- flærnar er hægt að sjá með berum augum, tegundin sem lifir í Þing- vallavatni er um 2 sentímetra löng en hin er hálfur sentímetri að lengd. Grunnvatnsmarflær eru mjallahvítar, augun nánast horfin og líkaminn dálítið ormlaga en út- limirnir dálítið langir. Þetta er að- löðun þess að lifa í straumnum niðri í myrkrinu í straumvatninu. Þær lifa mjög hægt, í 2-6 gráða heitu vatni og lifa á því að skrapa bakteríuhimnu af steinum. „Það sem er sérstakt við þessa Islandicus-tegund er að allir ein- staklingarnir sem við höfum fundið eru kvendýr. Það gæti þýtt að karl- dýrin lifi lengra inni í grunnvatninu eða að það séu engin karldýr til, við vitum það ekki svo það verður spennandi að veiða fleiri marflær og sjá hvort við finnum einhver karldýr.“ „Það trúði mér enginn fyrst“ Fann marflær sem hafa þróast í fjór- ar milljónir ára Ljósmynd/Þorkell Heiðarsson Marfló Bjarni telur marflærnar hafa lifað af hluta ísaldanna undir jökulís. Menntaskólanum á Akureyri (MA) var slitið í 130. sinn í gær. Fjöldi ný- stúdenta hefur vaxið með árunum og í gær voru 183 stúdentar brauð- skráðir, sem er stærsti hópur ný- stúdenta frá skólanum frá upphafi. Í útskriftarræðu sinni sagðist Jón Már Héðinsson skólameistari telja að sl. 10-15 ár hafi íslenskir fram- haldsskólar verið værukærir sem leiddi til þess að ekki hafi verið lögð næg áhersla á gagnrýna hugs- un. Langstærsti útskriftar- hópur MA Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Allir segja sís! Að lokinni útskriftarathöfninni komu nýstúdentarnir saman í myndatöku við Stefánslund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.