Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 Alþjóðlega orgelsumarið í Hall- grímskirkju hefst um helgina og á morgun leiða saman krafta sína Hörður Áskelsson org- elleikari og Guðrún Birgisdóttir flautuleikari. Tónleikarnir eru jafnframt útgáfutónleikar þeirra Harðar og Guðrúnar en þau sendu nýverið frá sér hljómplötuna Minning. Leikin verður tónlist eftir meistara eins og Johann Sebastian Bach og Gabriel Fauré ásamt nýrri tónlist eftir íslensk tónskáld eins og Þorkel Sigurbjörnsson og Áskel Másson. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 12 á hádegi og kostar 1.000 kr. inn, en frítt er fyrir með- limi Listvinafélags Hallgrímskirkju. Tónlist Orgelsumarið hefst í Hallgrímskirkju Hörður Áskelsson Í næstu viku verður einkasýn- ing listamannsins Heimis Björgúlfssonar, No End To It, opnuð í galleríinu Rebecca Ibel í borginni Colombus í Ohio í Bandaríkjunum. Á sýningunni verða bæði málverk og teikningar eftir Heimi og segir í fréttatilkynn- ingu frá galleríinu að verk hans séu visst svar við menningar- og félagslegum andstæðum sem listamaðurinn hefur búið og unnið í á und- anförnum árum. Heimir kláraði MFA-nám við Sandberg Insti- tute-skólann árið 2003 og býr og vinnur í Los Angeles í Kaliforníu. Myndlist Sýningin No End To It opnuð í Ohio Heimir Björgúlfsson Út er komið smásagnasafnið, Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venju- legu fólki eftir Ævar Þór Bene- diktsson. Um er að ræða fyrstu bók Ævars, en hann er nýút- skrifaður leikari frá leiklist- ardeild Listaháskóla Íslands. Bókin inniheldur hnyttnar og fremur absúrdar sögur um hversdagsleikann, venjulegt fólk og sameinast vangaveltum um örlög, hlutskipti og mannleg samskipti. Les- endur hitta fyrir marga kynlega kvisti og utan- garðsmenn, sem ýmist lifa furðulega venjulegu lífi eða eru í þann mund að taka skringilegar ákvarð- anir, segir í fréttatilkynningu. Bækur Stórkostlegt líf herra Rósar Ævar Þór Benediktsson Fjallað var um norrænar glæpasög- ur í bókahluta New York Times sl. miðvikudag og lagt út af gríðar- legum vinsældum Millenium-þríleiks sænska rithöfundarins Stiegs Lars- son, en síðasta bókin í þríleiknum kom út á ensku vestanhafs í síðasta mánuði. Í greininni er fjallað um sér- kenni skandinavískra glæpasagna sem sagðar eru gerast í kuldalegu umhverfi og státa af útjöskuðum lögreglumönnum sem drekki of mik- ið kaffi, séu þjakaðir af of mikilli vinnu og sífellt að úða í sig ruslfæði. Vinsældir Stiegs Larsson hafa orðið til þess að brátt kemur út á ensku bók eftir sænska höfundinn Camillu Läckberg og annar Svíi, Henning Mankell, komst á met- sölulista New York Times í fyrsta sinn í vor. Þess er getið að í hinni kunnu bókaverslun Powell’s í Port- land í Oregon hafi starfsmenn sett upp stand með skandinavískum glæpahöfundum, þeim Karin Foss- um, Jo Nesbo, Kjell Eriksson og Yrsu Sigurðardóttur. Í greininni kemur einnig fram að bók Arnaldar Indriðasonar, Harðskafi, sem heitir Hypothermia á ensku, komi út í haust á vegum Macmillan vestanhafs og verði sérstaklega markaðssett með tilliti til aðdáenda Larsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Arnaldur Harðskafi kemur út vestanhafs í haust. Norrænar glæpasög- ur í sókn Vinsældir Millenium- þríleiksins hjálpa til Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Bjarni Thor Kristinsson óperu- söngvari stendur fyrir harla óvenju- legu verkefni þessa dagana en um er að ræða tónleika fyrir ferðamenn sem haldnir verða á hverju einasta kvöldi vikunnar. Bjarni Thor segir að sér hafi þótt nóg komið af framtaksleysi við að kynna ferðamönnum sígilda íslenska tónlist. „Ég fékk þessa hugmynd í vor því að ferðamenn sem hingað koma þyrstir í að kynnast íslenskri menningu en það er oft af litlu að taka, sérstaklega í sígildri íslenskri tónlist. Ég fór því í að skipuleggja tónleika stílaða á þennan tiltekna hóp. Ég ákvað að fá í lið með mér unga söngvara sem eru að koma sér á framfæri því oft er erfitt að fóta sig í þessum geira hér heima. Úr varð skemmtilegt og fjölbreytilegt pró- gram sem tónlistarfólkið sjálft mun kynna fyrir ferðamönnunum.“ Síðastliðinn þriðjudag var dag- skrá sumarsins kynnt á einskonar kynningartónleikum verkefnisins. „Við bjóðum upp á þrjú mismunandi prógröm. Í fyrsta lagi ætlum við að flytja sígild íslensk einsöngslög, svo mun Voces Masculus syngja radd- sett þjóðlög án undirleiks, og síðan syngur Sólveig Samúelsdóttir óp- erusöngkona ættjarðarsöngva við undirleik Arnar Arnarsonar. Tón- leikar verða á hverju kvöldi og hvað verður í boði fer svolítið eftir við- tökum og eftirspurn en vonandi er þetta bara komið til að vera“. Dagskrá tónleikanna er að finna á heimasíðu ClassicConcertCompany Reykjavik eða www.cccr.is, sem Bjarni Thor rekur en tónleikarnir hefjast alltaf kl 20:30 í sal Söngskóla Sigurðar Dementz á Grandagarði 11. Morgunblaðið/Jakob Fannar Söngtónleikar Boðið verður upp á þrjú mismunandi tónleikaprógröm sérstaklega fyrir ferðamenn. Ferðamenn þyrstir í menn- ingu okkar Íslendinga  Klassískir söng- tónleikar á hverju kvöldi Undirbúningur fyrir Djúpið er hafinn og endurgerð Reykjavík Rotter- dam í sjónmáli32 » Ýsa með kryddi getur verið góð. En ýsa með mjög miklu kryddi er ekkert endilega betri. Þvert á móti! Hljómsveitin Hjaltalín koma fram með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands á miðvikudagskvöldið. Maður spurði sjálfan sig af hverju. Ég las einhvers staðar á netinu eftirfarandi um Hjaltalín: „Laga- smíðarnar á Sleepdrunk Seasons eru flóknari en gengur og gerist í dægurtónlist en jafnframt meló- dískar og grípandi. Útsetningarnar eru óvenjulegt sambland af poppi og klassík og söngur og annar flutningur er til fyrirmyndar.“ Þetta er alveg rétt. Lög Hjaltalín eru ekki klisjukennd, þau fara oft og iðulega á allt annan áfangastað en maður býst við í upphafi. Kammerkennd umgjörðin, ekki þetta venjulega trommur-gítar- bassi dæmi, gefur lögunum ákveð- inn hámenningarblæ, en samt eru lagasmíðarnar notalega afslapp- aðar. Útkoman er skemmtilega framandi, og oft spennandi. Maður hefði því haldið að þegar svo metnaðarfullt tónlistarfólk kæmi fram með heilli sinfón- íuhljómsveit, myndi það fara með tónlist sína eitthvað miklu lengra en annars væri mögulegt. Og ekki bara lengra, heldur í alveg nýjar áttir. Myndi gera eitthvað sem væri bara hægt með sinfón- íuhljómsveit. Því miður var ekki svo. Útsetn- ingarnar fyrir Sinfóníuna voru oft- ar en ekki undarlega klisjukenndar. Það var aldrei reynt að skapa eitt- hvað nýtt, koma með ferskan vinkil á tónlistina. Þvert á móti var út- koman óttalegur rembingur, eins og fyrst og fremst væri verið að reyna að magna það sem fyrir var, margfalda áhrifin, gera músíkina ennþá meira spennandi. Hella sem mestum pipar á ýsuna, og ennþá meira af salti. En bragðið varð ekkert betra. Ýsan var bara vond. Um sjálfan flutninginn þarf ekki að hafa mörg orð. Tæknilega hliðin var sæmileg, samspilið í lagi og hljóðblöndunin ágæt. Söngurinn var flottur – og eins og áður segir voru lögin skemmtileg. En maður vissi það allt fyrirfram. Hér hefði verið hægt að gera svo miklu, miklu meira. Bragðvond Hjaltalín Háskólabíó Sinfóníutónleikarbbnnn Hjaltalín flutti eigin lög með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Daníel Bjarnason stjórnaði. Útsetningar eftir Högna Eg- ilsson, Viktor Orra Árnason og Hrafnkel Orra Egilsson. Miðvikudagur 16. júní. JÓNAS SEN TÓNLIST Morgunblaðið/Jakob Fannar Sinfóníutónleikar Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Háskólabíó á miðvikudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.