Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 40
FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 169. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Var unnustu Casillas um að kenna? 2. Sleppa ekki frá skuldunum 3. Higuaín með þrennu fyrir … 4. Íslendingur vann 98,7 milljónir … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Íslensku leiklistarverðlaunin, Grím- an, voru veitt í áttunda sinn í fyrra- kvöld við hátíðlega athöfn í Þjóðleik- húsinu og var mikið um dýrðir eins og sjá má á myndum ljósmyndara Morgunblaðsins. »33 Morgunblaðið/Eggert Líf og fjör við afhend- ingu Grímunnar í ár  Bjarni Thor Kristinsson óp- erusöngvari stendur fyrir harla óvenjulegu verkefni þessa dagana, en um er að ræða tónleika fyrir ferðamenn sem haldnir verða á hverju kvöldi vikunnar. Dagskrá tónleikanna er að finna á heimasíðu ClassicConcertCompany Reykjavik. »31 Heldur tónleika fyrir ferðamenn  Sýningu Jóhönnu Helgu Þorkels- dóttur í Listasal Garðabæjar, Á heið- inni, lýkur á sunnudaginn kemur. Sýningin fjallar um vélvædda náttúru Hellisheiðarinnar og hugmyndir um fagurfræði náttúr- unnar og mann- virkja. Opið er dag- lega fram að sýning- arlokum á milli 13 og 18. Sýningu lýkur í Lista- sal Garðabæjar Á laugardag SV 5-10 og rigning með köflum V-til á landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast A- lands. Á sunnudag og mánudag Suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað og dálítil væta af og til. Hiti á bilinu 8 til 18 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 3-8 m/s og skýjað en úrkomulítið. Áfram bjartviðri NA- lands. Hiti víða 10 til 20 stig, hlýjast á SA-landi, en víða um eða yfir 20 stig á N-landi. VEÐUR Frakkar eiga litla möguleika á að komast í 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu eftir óvæntan ósigur fyrir Mexíkó í gær- kvöld, 0:2. Frökkum hefur ekki tekist að skora í fyrstu tveimur leikjum sínum. Mexíkó og Úrúgvæ standa mjög vel að vígi í A-riðlinum en Frakkland og Suður- Afríka eiga þó bæði mögu- leika á að ná öðru sætinu þrátt fyrir slæma stöðu. »3 Frakkar í erfiðri stöðu eftir tap Þjálfarar karlaliðanna í fótboltanum hér á landi gegna ýmsum störfum samhliða þjálfuninni. Fjórir þeirra eru í fullu starfi hjá sínum félögum en hinir átta sinna ýmsum störfum. Einn er tannlæknir og annar bílstjóri. Ljóst er að kennarastarfið er draumastarf knattspyrnuþjálfarans. Morgunblaðið skyggndist á bakvið tjöldin hjá þjálf- urunum. »4 Einn er tannlæknir og annar er bílstjóri Ísland tekur á móti Norður-Írlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta á Laugardalsvellinum á morgun. „Við verðum að mæta klárar í slaginn. Það er alltaf fjör á Laugardalsvell- inum hjá okkur. Við ætlum að spila mjög góðan leik og gera hvað við get- um til að ná í þrjú stig,“ sagði Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði við Morg- unblaðið. »1 Búa sig undir HM-leik gegn Norður-Írum ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Ómar Stefán Stendur að Þrístrendingi sem er á dagskránni um helgina. Til stendur að þvera Ísland tvisvar sinnum, hvar landið er mjóst, í víða- vangshlaupinu Þrístrendingi á morgun. Þeir Stefán Gíslason og Dofri Hermannsson standa að þess- um viðburði þar sem lagt verður upp frá Kleifum í Gilsfirði og þaðan hlaupið yfir Steinadalsheiði og niður botn Kollafjarðar á Ströndum. Það- an verður gamla þjóðleiðin yfir Bitruháls þrædd og svo farið til baka í Gilsfjörð um Krossárdal. „Úr Gilsfjarðarbotni og í Kolla- fjörð eru um það bil 18 km en alls er leiðin sem til stendur að hlaupa um fjörutíu km. Fyrirkomulag Þrí- strendings verður annars óform- legt. Það er nóg fyrir fólk að koma með strigaskóna og hlaupabux- urnar,“ segir Stefán Gíslason. Hann segir leggina sem hlaupnir verða spanna þrjár sýslur; Dala- sýslu, Strandasýslu og á Steina- dalsheiði sé farið yfir sneið úr Austur-Barðastrandarsýslu. Stefán Gíslason er reyndur hlaupari. Hann hefur meðal annars lagt sig eftir því að hlaupa gamlar þjóðleiðir og fjallvegi og þegar hann varð fimmtugur setti hann sér það markmið að fara fimmtíu slíkar leiðir á tíu árum. „Ég er bú- inn að hlaupa fimmtán gamla fjall- vegi á sl. þremur árum og stend því á pari við þau markmið sem ég sett mér,“ segir Stefán sem ekki hefur hlaupið yfir Steinadalsheiði og Bitruháls en er búinn með Krossárdal. sbs@mbl.is Ætla að þvera Ísland tvisvar á einum laugardegi Leikkonan Kristbjörg Kjeld var í gær útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur 2010. Í úrskurði menn- ingar- og ferðamálaráðs segir m.a. að Kristbjörg sé einn ástsælasti leik- ari þjóðarinnar og hafi verið burð- arstólpi í íslensku og reykvísku leik- húslífi um margra áratuga skeið. Hún eigi að baki afar farsælan lista- mannsferil og hafi unnið hug og hjörtu Reykvíkinga sem og allra Ís- lendinga með framúrskarandi list- sköpun sinni. Kristbjörg segir útnefninguna mikinn heiður sem hafi komið sér mjög á óvart. „Þetta breytir ekki starfsháttum mínum en útnefningin er alveg án kvaða. Hinsvegar langar mig auðvitað að leika og verða minni borg til sóma.“ Kristbjörg hefur verið leikkona við Þjóðleikhúsið í rúma hálfa öld auk þess að taka þátt í sýningum annarra leikhúsa og sjálfstæðra leik- hópa. Hún er margverðlaunuð og fékk t.a.m. Grímuverðlaunin á mið- vikudaginn fyrir besta leik í auka- hlutverki í Hænuungunum. Vill verða borginni til sóma Kristbjörg Kjeld borgarlistamaður Reykjavíkur 2010 Morgunblaðið/Eggert Í Höfða Jón Gnarr borgarstjóri afhenti Kristbjörgu heiðursskjal, ágrafinn stein og viðurkenningarfé við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Kristbjörg segir útnefninguna mikinn heiður og viðurkennir að hún hafi komið sér á óvart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.