Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ræða Stein-gríms J.Sigfússon- ar á fundi Samtaka atvinnulífsins var íhugunarverð af ýmsum ástæðum. Hann taldi að hugmyndir þeirra atvinnulífsmanna um frelsi og hóf í skattpíningu væru fullmikið í anda ársins 2007, en margir nota þá við- miðun núna. Steingrímur J. hefur lengi þótt vera dálítið fastur í 1930 eða þar um bil, en það hefur ekki verið haft gegn honum. En í félagsskap kaup- manna, heildsala og útgerð- arauðvalds, eins og hann nefndi það jafnan forðum tíð, birti svo óvænt yfir honum að hann sagði að í raun væri ekk- ert að í efnahagsmálum lengur nema Eyjafjallajökull og hestapest. Ef þetta er rétt þá hlýtur Steingrímur þegar að vera búinn að semja um Ice- save og borga nokkrar afborg- anir. Því hann hefur reglu- bundið í heilt ár sagt landsmönnum að verði ekki gengið frá Icesave-málinu inn- an fárra daga, verði efnahags- lega óvært í landinu. Forseti Íslands var í ýtarlegu viðtali við Morgunblaðið á þjóðhátíð- ardaginn. Hann fagnar því þar að allar þær miklu hrakspár, eins og hann orðar það, sem settar voru fram í aðdraganda synjunar hans á ríkisábyrgð- arlögum vegna Icesave, hafi ekki staðist. Aðspurður hvort hann eigi þar við minnisblað sem hann fékk þá frá ríkis- stjórninni svarar hann: „Ekki bara það, heldur eins ummæli fjölmargra, ekki bara ráða- manna heldur einnig álitsgjafa og jafnvel sér- fræðinga í fræða- samfélaginu, pró- fessora og kennara við há- skólana, það kom mikil sveit fram með hrakspár. Engin af þess- um hrakspám hefur ræst sem betur fer.“ Og nokkru síðar segir forsetinn: „Meðal annars var fullyrt að með synjun stað- festingar á lögunum myndi ég bera ábyrgð á gífurlegu tjóni þjóðarinnar, ég myndi bera ábyrgð á því að öll tengsl okk- ar við alþjóðafjármálaheiminn lokuðust, ég myndi bera ábyrgð á því að Ísland yrði út- skúfað og þar fram eftir göt- unum.“ Í þessum orðum for- setans er ekkert ofsagt. Og allar þessar hrakspár sem hann nefnir og lítt dulbúnar hótanir sem þeim fylgdu komu einnig fram í einni eða annarri mynd gagnvart þinginu og öll- um almenningi í landinu. Nú hefur Sigurður Kári Krist- jánsson alþingismaður og fleiri lagt fram tillögu þess efnis að framganga ráða- manna í Icesave-málinu verði rannsökuð þegar í stað. Með Rannsóknarskýrslu Alþingis var farið ágætlega ofan í tilurð málsins á meðan það var á for- ræði bankanna og Fjármála- eftirlitsins. Hún er því góður grunnur til að fara rækilega ofan í það sem síðar gerðist. Ríkisstjórn, sem þreytist aldr- ei á að hóta rannsóknum á hverju og einu, getur varla lagst gegn tillögu um rann- sókn á máli sem enn er vel að- gengilegt og þar sem jafn- miklir hagsmunir eru í húfi og í þessu máli. Forsetinn gerði hrakspár um áhrif lagasynjunar hans að umtalsefni} Hestapestin ein eftir Mikil og vax-andi and- staða er með þjóð- inni við aðildarbröltið að ESB. Það sýnir mikið dóm- greindarleysi hjá Ríkisstjórn Íslands að þrýsta á um það að mál Íslands skuli tekið til sér- stakrar umfjöllunnar og ákvörðunar í Brussel á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Enginn vafi er á að veigamikið afsal fullveldis felst í aðild að Evr- ópusambandinu, ekki síst fyrir fámenna þjóð. Um það atriði er í rauninni ekki deilt. En þeir sem ákafastir berjast fyrir því að Ísland segi sig á sveit Evr- ópusambandsins færa fram þau rök að með afsali hluta fullveldis til ESB sé í raun ver- ið að tryggja það. Öðrum þykja slík rök æði langsótt. Þjóðhá- tíðardagurinn er dagur fagnaðar fullveldis og frels- is og hefur djúpa þýðingu fyrir flesta Íslendinga. Það bendir ekki til að leitað sé samstöðu um mál, sem í eðli sínu er um- deilanlegt, að gera þjóðhátíð- ardaginn að bautasteini upp- gjafar á hluta þess sem frelsisbaráttan skilaði. Í ít- arlegu viðtali við Forseta Ís- lands á þjóðhátíðardaginn hér í blaðinu segir hann: „Í því umróti, sem er á alþjóðavett- vangi og hefur verið í okkar eigin málum er sjálfsákvörð- unarréttur, sem er kjarni sjálfstæðisins, svo dýrmætur að hann er í raun það mik- ilvægasta sem við höfum í okkar eigin höndum.“ Undir þau orð skal tekið. Sumir verja þjóð- hátíðardeginum illa}Dómgreindarleysi Nútíminn er stöðugt spennandi enframtíðin enn frekar. Ég fórspenntur að sofa í fyrrakvöld oggladdist þegar ég vaknaði í gær-morgun, en hvort það end- urtekur sig nú, á föstudegi, hef ég ekki hug- mynd um. Það eigum við reyndar sameiginlegt, jarðarbúar allir. En ég bíð spenntur því það er gaman að vera til. Ég á líka svo margt ógert. Lífið er spennandi; fjölskyldan, fótboltinn, vinnan; samfélagið allt. Nútíminn í íslenskum stjórnmálum er ekki síst spennandi, þótt þar mætti margt betur fara, en framtíðin þó enn frekar. Í mínum fagra heimabæ var málað nýtt landslag í síðustu sveitarstjórnarkosningum. „Venjulegt fólk“ var kosið til valda; Listi fólks- ins fékk hreinan meirihluta, hið fyrsta nokkurs stjórnmálaafls í höfuðstað Norðurlands, og spennandi verður að sjá hverju það breytir, ef einhverju. Forráðamenn L-listans hafa talað um að það muni koma bænum til góða að framboðið tengist engum flokk- anna á landsvísu. Stjórnmálamaður sem ég hitti á förnum degi nýverið spáði því aftur á móti að sú ekki-tenging ætti eftir að verða Akureyri erfið. Skyldi verða flóknara fyrir bæjarfélagið að eiga við rík- isvaldið, kerfið, vegna þessa? Vonandi ekki en það er ekki sjálfgefið. Mér virðist margir sitja fastir í sama farinu en tími breytinga er augljóslega runninn upp. Hver átti von á því að L-listinn fengi hreinan meirihluta á Akureyri í síðustu kosningum? Ég leyfi mér að fullyrða að í upphafi kosningabaráttunnar hafi nákvæmlega enginn gert það. Hver átti von á því þegar Jón Gnarr til- kynnti stofnun Besta flokksins að grínistinn al- varlegi yrði næsti borgarstjóri í Reykjavík? Enginn heldur. Hver átti von á því að Svisslendingar legðu Evrópumeistara Spánverja að velli á HM í Suður-Afríku? Hugsanlega hörðustu stuðn- ingsmenn Sviss, leikmenn liðsins og þjálfari, en varla fleiri. Kannski ekki einu sinni þeir. Hver átti von á því að borgarstjóri Sjálf- stæðisflokksins við lok nýliðins kjörtímabils yrði forseti borgarstjórnar í meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar? Enginn, nema kannski Jón Gnarr. Sjálfstæðismenn eru æfir, margir hverjir, vegna þeirrar ákvörðunar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að þiggja forsetaembættið. Nefnt er að hún hafi misstigið sig og eigi alls ekki að koma nálægt meirihlutanum í borg- inni. Hver eru rökin fyrir því? Líklegast þau að hún sé með þessu að svíkja flokkinn og kjósendur hans. En er það svo? Hanna Birna sýndi mikinn styrk sem borgarstjóri, talaði fyrir aukinni samvinnu borgarfulltrúa og því ætti enginn að efast um að hún lemji í borðið ef henni þykir þörf á. Hún steig þarna spennandi skref. Ef til vill lítið skref fyrir stjórnmálamann en hugsanlega var þetta risa- stökk inn í bjarta framtíð Íslands. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Risastökk inn í bjarta framtíð? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Sýningar og viðburð- ir skipulagðir allt árið FRÉTTASKÝRING Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Á næsta ári verður þess minnst að 200 ár verða þá liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar for- seta. Af því tilefni verð- ur árið 2011 tileinkað þessari helstu frelsishetju okkar Íslendinga. Til stendur að minnast tímamót- anna með margskonar sýningum, við- burðum og útgáfum á komandi ári. Nefnd á vegum forsætisráðu- neytisins var falið að undirbúa hvern- ig minnast mætti 200 ára afmælisins sem verður 17. júní 2011. Nefndin kynnti dagskrá minningarársins með viðhöfn í ráðhúsi Reykjavíkur í gær, á fæðingardegi Jóns. Í ávarpi sem Sól- veig Pétursdóttir, formaður und- irbúningsnefndar, flutti þar kom m.a. fram að minningarárinu sé ætlað að draga upp mynd af lífi og starfi Jóns Sigurðssonar og veita innsýn í þátt hans í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Efnt var til samkeppni um fimm atriði er varða minningarárið og voru úrslit kynnt í þremur þeirra í ráðhús- inu í gær. Borgar Hjörleifur Árnason hlaut fyrstu verðlaun fyrir hönnun á frí- merki og Björgvin Sigurðsson hlaut fyrstu verðlaun fyrir minningarmerki sem notað verður í kynningarefni. Tímanna rás við Arnarfjörð Umfangsmesta verkefni minn- ingarársins er ný sýning um líf Jóns sem sett verður upp á fæðingarstað hans, Hrafnseyri við Arnarfjörð. Efnt var til samkeppni um hönnun sýning- arinnar og var tillaga Basalt arki- tekta ehf. hlutskörpust. Tillagan ber nafnið „Tímanna rás“ og þykir hún bæði nýstárleg og spennandi, svo vitnað sé í orð dóm- nefndar. Sýningin verður á neðri hæð skólahússins á Hrafnseyri og verður umgjörð hennar úr plexígleri sem ætlað er að gera hana flæðandi órofa heild, svo aftur sé vitnað til dóm- nefndarinnar. Á kynningarfundinum í ráðhús- inu var að auki hleypt af stokkunum samkeppni um minjagripi og hand- verk sem sækja fyrirmyndir í sögu og menningararf og tengjast lífi og starfi Jóns Sigurðssonar á einn eða annan hátt. Þótti undirbúningsnefndinni slíkt við hæfi í ljósi mikillar vakningar sem orðið hafi í íslensku handverki og hönnun. Samkeppnin er öllum opin og er skilafrestur til 20. september á þessu ári. Kæri Jón Sigurðsson Ritgerðarsamkeppni grunn- skólanema verður einn dagskrárliður minningarársins. Unglingum í 8. bekk grunnskóla landsins verður boðið að skila inn ritgerð í sendibréfa- formi þar sem þau lýsa upplifun sinni af Jóni Sigurðssyni og sjálfstæðisbar- áttunni. Sigrún Magnúsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyt- inu sagði efnistök vera nokkuð frjáls og þótt áhersla verði lögð á sendi- bréfaformið þá sé það í rýmri merk- ingu þess orðs. Þannig megi flokka tölvupósta og samskiptavefi nú- tímans til sendibréfa. Sigrún lagði þannig áherslu á að færa Jón Sig- urðsson nær krökkunum og fá þau til að spyrja sjálfa sig hvernig hann komi þeim við eða hvort hann geri það yfir höfuð. Á minningarári Jóns Sigurðs- sonar forseta verða fjölbreyttir við- burðir um allt land. Vonast aðstand- endur til að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi og fræðist um leið um líf og störf Jóns. Nánari upplýsingar um dagskrá minningarársins má finna á heimasíð- unni www.jonsigurdsson.is. Morgunblaðið/Jakob Fannar Þjóðhátíð Dagskrá minningarárs tileinkað Jóni Sigurðssyni var kynnt í ráðhúsinu í gær auk verðlaunaveitinga í tengslum við hátíðarhöldin. » Jón Sigurðsson fæddist 17.júní árið 1811. » Þann 17. júní á næsta áriverða 200 ár liðin frá fæð- ingu Jóns. » Næsta ár verður tileinkaðlífi og störfum Jóns Sig- urðssonar og þætti hans í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. » Ný sýning á lífi Jóns verðursett upp á Hrafnseyri. Bas- alt Arkitektar unnu samkeppni um hönnun sýningarinnar. Líf og störf Jóns forseta MINNINGARÁRIÐ 2011 Virðulegt Borgar Hjörleifur Árna- son hannaði verðlaunafrímerkið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.