Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 29
Dagbók 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 Sudoku Frumstig 2 5 9 6 4 3 2 5 9 3 9 2 8 1 4 6 2 3 5 8 4 9 1 6 5 2 3 9 1 9 6 2 3 3 9 1 4 5 4 2 9 5 1 3 6 4 8 9 5 6 2 4 1 3 8 4 2 1 6 3 8 2 1 7 9 4 5 3 6 2 9 6 3 4 1 7 9 5 4 2 6 7 3 8 1 9 3 6 8 1 5 9 2 7 4 7 1 9 8 2 4 3 5 6 1 8 4 9 3 6 7 2 5 9 7 6 2 8 5 4 3 1 2 3 5 7 4 1 6 9 8 8 5 1 3 6 7 9 4 2 4 2 7 5 9 8 1 6 3 6 9 3 4 1 2 5 8 7 7 1 8 2 4 5 6 3 9 9 2 4 8 6 3 1 5 7 5 6 3 9 7 1 4 2 8 6 3 7 4 2 8 5 9 1 2 4 5 1 3 9 7 8 6 8 9 1 7 5 6 2 4 3 1 5 2 3 9 7 8 6 4 3 8 6 5 1 4 9 7 2 4 7 9 6 8 2 3 1 5 9 7 1 5 2 6 3 8 4 2 5 3 8 9 4 1 6 7 4 8 6 3 1 7 5 9 2 5 6 7 9 3 2 8 4 1 1 4 9 6 8 5 7 2 3 3 2 8 4 7 1 9 5 6 6 3 2 1 5 8 4 7 9 7 9 5 2 4 3 6 1 8 8 1 4 7 6 9 2 3 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 18. júní, 169. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Hver sem gjörir vilja Guðs, sá er bróðir minn, systir og móð- ir. (Mk. 3, 35.) Mismunandi hópar eiga það til aðtala með mismunandi hætti. Sumir stjórnmálamenn tala til dæm- is gjarnan þannig að enginn skilur þá. Svo eiga þeir það til að fara út í íþróttamál og þá vandast málið fyrir alvöru. x x x Fótboltamál tröllríður öllu í sjón-varpi um þessar mundir enda ekki nema von, sjálf heimsmeist- arakeppnin í fótbolta í fullum gangi. „Spekingarnir“ þurfa að segja mikið á stuttum tíma og þá falla margir gullmolarnir. Samt er engin ástæða til þess að amast út í talsmenn bolt- ans því fótboltamálið gerir keppnina bara enn skemmtilegri. Það er nokk- uð sérhæft en þeir sem eru í bolt- anum, hvort sem það er úti á velli eða heima í stofu, skilja hvað um er rætt. Það er mergurinn málsins. Það er til dæmis öllum fótbolta- unnendum morgunljóst hvað það þýðir að vera mættur til leiks. Það þýðir ekki að vera kominn á völlinn, þegar dómarinn flautar til leiks held- ur að standa undir væntingum. Oft heyrist að þeir séu þéttir á miðjunni. Skýringin hefur ekkert að gera með vaxtarlag heldur hvernig menn stilla sér upp kerfisbundið á miðjum leikvellinum. Leikmenn sækja aukaspyrnu eða vítaspyrnu. Það þýðir ekki að þeir fari í einhverja afgreiðslu með núm- er heldur beita þeir hæfileikum sín- um þannig að dómarinn dæmir þeim viðkomandi spyrnu. Ekki beint leik- araskapur en leikur á gráu svæði enda gjarnan talað um strangan dóm. Svo eru það löngu og stuttu bolt- arnir. Þetta hefur ekkert með lögun boltans að gera heldur sendingar hans manna á milli. x x x Það sem áður hét innkast, frí-spark eða víti kallast nú föst leikatriði. Menn eru misjafnlega góðir í þessum atriðum en það breyt- ir því ekki að stundum fá menn víta- spyrnu á stórhættulegum stað. Það er snöggtum skárra en að Besti hafi unnið kosningarnar, þó slæmt sé. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 orrustan, 8 viðurkennir, 9 ávinn- ingur, 10 smábýli, 11 eiga við, 13 mannsnafns, 15 ræman, 18 mastur, 21 hress, 22 korgur, 23 frumeindar, 24 stöð- uglynda. Lóðrétt | 2 hindri, 3 til- biðja, 4 kátt, 5 beri, 6 fá- nýti, 7 jurt, 12 ferski, 14 vafi, 15 blýkúla, 16 kjálka, 17 tanginn, 18 hengingaról, 19 klúrt, 20 kvenfugl. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hlyns, 4 gumar, 7 peisa, 8 leynt, 9 púl, 11 röng, 13 átta, 14 eflir, 15 gust, 17 illt, 20 eta, 22 fersk, 23 und- ur, 24 norni, 25 trauð. Lóðrétt: 1 hopar, 2 ylinn, 3 skap, 4 gull, 5 meyrt, 6 rotna, 10 útlát, 12 get, 13 ári, 15 gufan, 16 súrar, 18 lydda, 19 tórað, 20 ekki, 21 autt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6 dxc6 5. 0-0 Bg4 6. h3 h5 7. d3 Df6 8. Rbd2 Re7 9. He1 Rg6 10. d4 Rf4 11. hxg4 hxg4 12. g3 gxf3 13. Dxf3 Re6 14. dxe5 Dxe5 15. Rb3 g6 16. Bd2 c5 17. Had1 Hd8 18. Kg2 Bg7 19. c3 c4 20. Rd4 Rxd4 21. cxd4 Hxd4 22. Bc3 c5 23. b3 b5 24. bxc4 bxc4 25. Hh1 0-0 26. Hh4 Df6 27. De2 Dc6 28. De3 Hfd8 29. Hdh1 He8 30. f3 Da4 31. De2 Hed8 32. Hh7 Da3 33. Dc2 Bf6 34. e5 Bxe5 35. Bxd4 Hxd4 36. De2 Dc3 Staðan kom upp á öflugu atskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Odessu í Úkraínu. Sergei Karjakin (2.739) hafði hvítt gegn Alexei Shirov (2.742). 37. Hh8+! og svartur gafst upp enda óverj- andi mát. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Norskir útreikningar. Norður ♠D9632 ♥1092 ♦105 ♣G93 Vestur Austur ♠K8 ♠4 ♥Á63 ♥KG84 ♦G74 ♦D982 ♣K8752 ♣Á1064 Suður ♠ÁG1075 ♥D75 ♦ÁK63 ♣D Suður spilar 3♠. Norðmaðurinn Eric Sælensminde var í suður, annar að taka til máls. Austur sagði pass, Eric opnaði á 1♠ og makker hans, Boye Brogeland, lyfti í 2♠. Eric þreifaði fyrir sér með 3♥, en Boye sló á allar væntingar um úttekt og lauk sögnum með 3♠. Tígulfjarki út – lítið, drottning og ás. Eric spilaði ♣D í rannsóknarskyni og austur tók þann slag. Eric þóttist þá nokkuð viss um ♠K í vestur. Austur hafði sýnt ♦D og ♣Á og átti vænt- anlega ás eða kóng í hjarta úr því vest- ur kom ekki þar út. Með ♠K til við- bótar hefði austur opnað. Eric lagði því niður ♠Á, en veiddi bara titti. Það var þó í lagi. Hann hreinsaði upp láglitina með víxltrompun, sendi síðan vestur inn á ♠K og lét vörnina gefa sér slag með því að hreyfa hjartað. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Oft var þörf en nú nauðsyn að þú gerir ráðstafanir varðandi framtíðina. Taktu á málunum strax. (20. apríl - 20. maí)  Naut Ný tækni eða tækjabúnaður gæti verið tekinn í notkun á vinnustað. Gerðu þér grein fyrir því hvar þú stendur og gríptu til viðeigandi ráðstafana. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú hefur verið að daðra út um víðan völl en nú er kominn tími til að velja. Reyndar má leysa öll vandamálin sem þú átt við að stríða fljótt og vel með einfaldri og fágaðri lífsreglu. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Fjölskyldumálin virðast stefna í einhvern hnút. Reynið að ná heildarsýn til þess að þið getið vegið og metið aðstæður svo vit sé í. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Einhver ráðgáta heldur fyrir þér vöku en lausnarinnar er að leita þar sem síst skyldi. Reyndu því að láta orð fylgja athöfn svo allt falli í ljúfa löð. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Gættu þess að einblína ekki á eitt atriði þegar þú reynir að finna málum þín- um lausn. Nú ættu hlutirnir að fara að ganga betur. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Vogin er friðarsinni í eðli sínu og vill hafa jafnvægi í umhverfi sínu. Segðu það sem þér finnst, en kenndu ekki öðrum um líðan þína. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þér finnast þeir að sem ráða atburðarásinni ekki hafa þína hagsmuni að leiðarljósi. Margar hendur vinna létt verk. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Taktu afleiðingum gjörða þinna og mundu að til þess að ná árangri þarftu að leggja þitt af mörkum. Hugaðu að því hvernig þú getir öðlast heilbrigða sál í hraustum líkama. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þig langar til að hjálpa vini þín- um, kunninga eða jafnvel einhverjum ókunnugum í dag. Ef þú fæst við slíkt í dag – eða viðgerðir og lagfæringar, mun það bera góðan ávöxt. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þér hefur liðið eins og keppn- ishundi sem er fastur úti í garði. Innileg tengsl einkennast af mýkt og blíðu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú hefur einstaka einbeitingu og þegar þú íhugar gerast ótrúlegir hlutir. Ef þú þarft að láta í minni pokann skaltu gera það með reisn. Stjörnuspá 18. júní 1980 Fokkerflugvél nauðlenti á Keflavíkurflugvelli. Enginn slasaðist. Hún hafði verið á leið frá Reykjavík til Vest- mannaeyja en gat ekki lent þar vegna bilunar í hjólabún- aði. 18. júní 2000 Grafarvogskirkja í Reykjavík var vígð. Kirkjan var næst- stærsta kirkja landsins og þjónaði fjölmennustu sókn- inni. Ríkisstjórnin gaf kirkj- unni glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð, en það er jafn- framt altaristafla, tileinkuð æskunni í landinu. 18. júní 2002 Fjölveiðiskipið Guðrún Gísla- dóttir frá Keflavík strandaði við Lofoten í Norður-Noregi. Tuttugu manna áhöfn bjarg- aðist. Skipið sökk daginn eftir, þegar reynt var að draga það á flot. Þetta var eitt stærsta skip íslenska flotans og hafði komið til landsins haustið áð- ur. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Alex Adam Gunnlaugsson og Al- mar Freyr Jóhannesson héldu tom- bólu í Mosfellsbæ og söfnuðu 2.531 kr. sem þeir færðu Rauða kross- inum. Hlutavelta „Ég ætla að halda upp á það með góðum vinum mínum, 18. júní fólkinu, sem hefur hist undanfarin ár á afmælinu mínu. En það verður ekki stór veisla,“ segir Kristbjörg Kjeld leikkona sem verð- ur 75 ára í dag og ætlar lítið að breyta út af venju síðustu afmælisdaga en heldur litla veislu heima hjá syni sínum. Kristbjörg hlaut í fyrrakvöld Grímuna, sem besta leikkona í aukahlutverki, fyr- ir leik sinn í Hænuungunum í Þjóðleikhúsinu. Þá var í gær tilkynnt að hún væri borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2010. Aðspurð hvort hún ætli nokkuð að fara að hætta að leika sökum aldurs svarar hún: „Helst ekki.“ Kristbjörg útskrifaðist frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1958 og hefur leikið í fjölmörgum verkum þar, en einnig nokkrum hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þá hefur hún leikið í kvikmyndum á borð við 79 af stöðinni, Kristnihaldi undir jökli, Máva- hlátri, Hafinu og Mömmu Gógó, auk nokkurra sjónvarpshlutverka. Þegar hlutverkin eru svo mörg má spyrja hvort einhver þeirra standi upp úr? „Æ, veistu, það er svolítið kjánalegt að vera að tala um það. Auðvitað eru ákveðin hlutverk í hjarta manns en ég geymi þau bara fyrir mig.“ ingibjorgrosa@mbl.is Kristbjörg Kjeld er 75 ára í dag Með fjölskyldu og vinum ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.