Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 10 Daglegt líf María Ólafsdóttir maria@mbl.is S ænska götulistateymið Masquerade saman- stendur af vinkonunum Linu og Mariu sem báð- ar eru frá Stokkhólmi en hugmyndin varð til í París árið 2006. List þeirra er að nokkru leyti í ætt við graffiti að því leyti að það er víðast hvar ólöglegt og mætti því kalla prjónagraff. Maria og Lina láta slíkt þó ekki stöðva sig og lauma litríkum prjónaklæðum á styttur í skjóli nætur. Prjónateymið ætlar sér þó ekkert slæmt enda hef- ur það litlum vandræðum ollið og aðeins tvisvar sinnum fengið vin- samleg ámæli frá lögreglumönnum um að taka niður verk sín. Litríkt og áberandi „Við höfðum séð álíka verk frá bandarískum hópi og fannst þetta tilvalinn vettvangur fyrir okkur þar sem við höfum báðar lengi haft áhuga á handavinnu. Ég bjó í París á þeim tíma sem við byrjuðum en til að vekja sem mesta athygli hekluð- um við og prjónuðum ein tíu stykki og komum þeim upp á sama stað eina nóttina. Það er líka fallegra að hlutirnir séu saman til að þeir séu í samhengi og til að þeir sjáist sem best notum við mjög litríkt garn. Stundum röltum við um og sjáum eitthvað sem við viljum skreyta eða að við erum búnar að vera að hekla og prjóna svo mikið að við vitum ekki hvað við eigum að gera við hlutina og reynum að finna þeim stað einhvers staðar. Heima í Stokkhólmi getum við mælt styttur og aðra hluti fyrirfram og búið til eitthvað sem passar. Þegar við er- um á ferðalagi höfum við ekki þann möguleika og reynum þá að gera Laumulegt prjóna- graff í skjóli nætur Ef þú sérð styttu af konungi með litríkt bindi um hálsinn eða barni með rauða boxhanska á ferð þinni um borgir heimsins eru allar líkur á að tveir sænskir prjó- nagraffarar hafi verið þar að verki í skjóli nætur til að lífga upp á umhverfið. Litagleði Masquerade skreyttu gamlan Svíakóng með litríku bindi. Boxari Ætla mætti að þetta barn væri á leiðinni í boxhringinn. Svíinn Andreas Wijk er drengur um tvítugt og mjög tískumeðvitaður. Hann heldur úti lífsstílsbloggi um sjálfan sig á vefsíðunni Kanal5.se/ web/guest/andreaswijk. Wijk er tón- listarmaður, tók þátt í sænsku Idol- keppninni og vakti strax athygli fyrir góða söngrödd og ekki skemmdi út- litið fyrir. Hægt er að hlusta á upp- tökur með honum á blogginu en drengurinn er aðallega í ástarballöð- unum og því ekki að undra að stelp- urnar flykkist í kringum hann. Á vefsíðunni birtir Wijk myndir af sjálfum sér í fatnaði dagsins og segir hvar hann hefur fengið hann en hann ku vera mjög hrifinn af fatnaði frá Whyred, Filippa K og H&M. Augljóst er af myndunum að sumarið er komið í Svíþjóð, Wijk klæðist mikið stutt- buxum, sandölum og stutterma- bolum. Gallafatnaður er í miklum metum hjá honum og hann sækir inn- blástur til James Dean en hinn löngu látni leikari er helsti innblástur karl- mannatískunnar í sumar. En þetta er ekki aðeins tískublogg hjá Wijk, hann birtir líka myndir af því sem hann er að gera þá stundina, myndir af sér með vinum sínum, á ferðalagi eða á tónleikum. Það verður að segjast að Wijk er einstaklega flottur strákur sem veit hvernig á að klæða sig. Vefsíðan: www.kanal5.se/web/guest/andreaswijk Andreas Wijk Flottur strákur, söngvari og tískugúrú sem heldur úti bloggi. Tískumeðvitaður töffari Ég hef hingað til ekki álitið mig vera sérlegamikinn pervert. Vissulega geng ég reglu-lega um íbúðina mína á nærfötunum eða,einstaka sinnum, eingöngu á Evuklæð- unum. En hver gerir það ekki þegar hann býr á þriðju hæð í blokk? Svo ríf ég mig úr að ofan um leið og sólin sýnir sig á sumrin og sóla mig á svölunum mínum eða á pallinum hjá mömmu. Mér er svo sem sama þó ein- hver sjái mig þar sem mér finnst enginn munur vera á því fyrir nágrannana að sjá mig á brjóstahaldaranum á svölunum eða í bikinítopp í heita pottinum. Franski garðvörðurinn sem skipaði mér að fara í bolinn minn á dögunum var þessu greinilega ekki sammála. Þar sem ég lá, að mér fannst sakleysislega, á stutt- buxum og bikinítopp í grasinu að loknum vel heppnuðum hádegisverði færðist skyndilega skuggi á okkur vinkonurnar My boss say you have to put your top on var urrað á ensku með frönskum hreim þegar við þóttumst ekki skilja frönskuna. Þar sem við litum upp stóð yfir okkur karlmaður og við hlið hans fýld, ung stúlka sem leit út fyrir að vera varla komin af fermingaraldri en var líklegast yfirmaðurinn sjálfur. Femínistinn innra mér vaknaði og gjóaði augunum á karl- manninn sem lá á næsta grasfleti við okkur ber að ofan og við hliðina á honum stelpur með beran maga. Femínistinn var ekki sérlega ánægður með þessa truflun á síðasta sólbaði ferð- arinnar og í mótmælaskyni lá ég dálítið lengur áður en ég laut í lægra haldi fyrir franskri blygðunarsemi. Ég hafði víst tap- að þessu stríði í landi þar sem flestallar konur liggja berbrjósta á ströndinni og nektarnýlendur finnast víða. En á bik- inítoppi er bannað að liggja í almennings- garði. Þetta minnti mig dálítið á gamla, góða daga á námsárum mínum í Englandi. Þá bönkuðu sambýliskonur mínar á hurðina og spurðu are you decent? áður en þær gengu inn. Væri maður á brjóstahaldaranum var maður ekki siðsamlegur og mátti gjöra svo vel og fleygja sér í fötin áður en maður svaraði játandi. Ekki þótti við hæfi að ljúka upp dyrunum svo nakinn, ekki einu sinni fyrir manneskju af sama kyni. Því var ekki lítil gleðin meðal okkar sænsku, finnsku og íslensku vinkvennanna þegar við fluttum inn saman. Þá tóku sko við dýrðardagar þar sem ryksugað var á haldaranum og hlaupið um á nærbuxunum eins og við ættum líf- ið að leysa. Þetta breyttist reyndar nokkuð eftir að við skiptum finnsku stúlkunni út fyrir sænskan strák en þó dó enginn úr vandræðagangi ef hann sá aðra okkar skjótast um á handklæðinu eða haldaranum. Út frá þessu mætti því álykta að samkvæmt frönskum og breskum siðgæðisreglum sé ég hinn mesti pervert en hér heima á Íslandi bara ósköp venjulegur og af- slappaður Norðurlandabúi. Því ætla ég að halda mig heima það sem eftir lifir sumars, draga bolinn stolt að húni og sitja stolt á bik- initoppnum á svölunum, þrátt fyrir fjarverandi magavöðva og veglegar ástarhöldur. maria@mbl.is »Út frá þessu mætti álykta að sam-kvæmt frönskum og breskum siðgæð- isreglum sé ég hinn mesti pervert en heima á Íslandi bara ósköp venjulegur Norður- landabúi. HeimurMaríu Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Frá kr. 119.900 m/hálfu fæði - kr. 134.900 m/”öllu inniföldu” Heimsferðir bjóða ótrúlegt sértilboð á allra síðustu sætunum til sumarleyfisperlunnar Bodrum í Tyrklandi 29. júní í 11 nætur. Þú bókar flugsæti og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Bodrum bíður þín með einstakan menningararf, stórbrotna náttúrufegurð, töfra Eyjahafsins, frábæran mat og ótrúlega hagstætt verðlag! Sumarleyfisstaðurinn Bodrum í Tyrklandi er einn eftirsóttasta áfangastaður Tyrklands. Gríptu tækifærið og bókaðu strax frábært frí á hreint ótrúlegum kjörum. Fjölbreytt önnur sértilboð jafnframt í boði 29. júní og 10. júlí. Stökktu til Bodrum í Tyrklandi 29. júní - 11 nátta ferð frá kr. 99.900 Verð kr. 99.900 11 nátta ferð Verð m.v. m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í 11 nætur. Aukalega m.v. hálft fæði kr. 20.000 fyrir fullorðna og kr. 10.000 fyrir börn. Aukalega m.v. “allt innifalið” kr. 35.000 fyrir fullorðna og kr. 17.500 fyrir börn. Sértilboð 29. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.