Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 32
32 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010  Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að Tónlistarþróunar- miðstöðin gæti endað á götunni ef ekki tekst að fá nýja styrktaraðila inn í reksturinn. Í kvöld verða því haldnir samstöðutónleikar TÞM á Sódómu þarsem fram koma DJ Vector, Sykur,Quadruplos og Gus Gus. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og kostar 1.000 kr. inn. TÞM samstöðutón- leikar á Sódómu Fólk  Tónleikarröðin Grapevine Grassroots snýr aftur í Nýlendu- vöruverslun Hemma og Valda við Laugaveginn í kvöld. Nú snýr gras- rótin sér að tilraunum í tónum og þar er víst allt leyfilegt. Sjónlistir blandast inn í formúluna og þeir listamenn sem koma fram eru Sjón- börkur, Jökull Snær, Megatróník og Koala-Lumpur. Gestaplötu- snúðar sjá um að stemningin hald- ist ásamt því sem myndbönd verða sýnd á skjávarpa. Eins og alltaf er frítt inn á tónleikana og hefjast þeir kl 21.30 og standa til miðnættis. Grasrótin snýr sér að tilraunum í tónum  Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur er nú á leiðinni til Toronto í Kanada, þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegu tónlistar- og kvik- myndahátíðinni North by North East 14 til 20 júní. Svavari var boð- ið að halda tvenna tónleika á hátíð- inni, í Cameron House og á Rancho Relaxo. Spilar á North by North East í Toronto Hnoð-hópurinn er sjálfstætt starfandi sviðslistahópur sem sérhæfir sig í íslenskum dansi. Hópinn skipa þær Ástrún Magnúsdóttir, Berglind Pétursdóttir og Rósa Ómarsdóttir og eru þær nemendur á samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Hnoð mun skoða mismunandi möguleika danslistarinnar og einbeita sér að dansinnsetningum hér og þar um miðborg Reykjavíkur. Listhópar Hins húsins Hnoð F3 samanstendur af þremur ungum myndlistarmönnum, þeim Örnu Óttarsdóttur, Baldvini Einarssyni og Hrafnhildi Helga- dóttur. Í sumar munu þau nýta gamalkunnan vettvang til að koma nýjum skilaboðum á framfæri. Þau ætla að búa til fána sem mun endurspegla málefni líðandi stundar og miðla áhugaverðum upplýsingum og verða fánarnir dregnir að húni hvar sem leyfi gefst. F3 Danstríóið Móanóra er skipað þeim Hildigunni Önnu Hall, Hildi Margréti Jóhannesdóttur og Snæfríði Ingvarsdóttur, en þær stunda allar framhaldsnám við Listdanskóla Íslands. Með fjölbreyttum uppákomum í miðbænum vill hópurinn opna heim listdansins fyrir gesti bæjarins. Þær ætla að leggja áherslu á myndun forma og uppstillinga með tilliti til bygginga og annarra umhverfisþátta. Móanóra Ljósmyndir/Jorri Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Baltasar Kormákur leik- stjóri er með mörg járn í eldinum að vanda. Leik- mynd fyrir víkingamyndina Víkingr er þessa dagana að veðrast úti á landi þannig að hún líti sem best út í tökum og til stendur að taka end- urgerð á kvikmyndinni Reykjavik Rotterdam með Mark Wahlberg í aðal- hlutverki. Þá er Baltasar að undirbúa tökur á Djúpinu, kvikmynd sem byggð er lauslega á einleik Jóns Atla Jónassonar en Ólafur Darri Ólafsson mun fara með að- alhlutverkið í henni og er að æfa sig í sjósundi þessa dagana, að sögn Baltasars. Síðast en ekki síst er það svo kvikmyndin Inhale sem er tilbúin til sýninga en hún verður að öllum líkindum frumsýnd í haust í Banda- ríkjunum og hér á landi um svipað leyti. Verið er að bíða eftir dreifingarsamningi í Bandaríkjunum á henni. Þekktir leikarar fara með aðalhlutverk í Inhale, þau Diane Kruger, Dermot Mulroney, Rosanna Ar- quette, Sam Shepard og Jordi Mollá. Baltasar segir að verið sé að skoða tilboð um dreif- ingu á Inhale og um leið og dreifing sé frágengin sé hægt að ákveða frumsýn- ingardag. „Þetta tekur bara svona tíma með þessar in- dependent myndir í Banda- ríkjunum,“ segir Baltasar. „Við fúnkerum eins og stúd- íó í raun og veru hérna á Íslandi, búin að tryggja okkur oft frumsýningardag þegar við förum af stað.“ Baltasar segir líklegt að In- hale verði sýnd á Íslandi í haust en segist þó ekki geta staðfest það. Reykjavík Rot- terdam í haust? Hvað endurgerðina á Reykjavik Rotter- dam varðar segir Baltasar verið að vinna á fullu í því að koma henni í tökur. „Það gæti verið núna í haust, ég er ekki alveg kominn með það. Ég stjórna þessu bara ekki, það er Working Title sem er með þetta,“ segir Baltasar um framleiðsluferlið. Hand- ritið að myndinni skrifar Aaron Guzikowski en hann skrifaði einnig handritið að Prisoners sem Leonardo di Caprio mun leika í, ef marka má kvikmyndavefinn Internet Movie Database. „Það var eitt heitasta hand- ritið í Hollywood í fyrra,“ segir Baltasar um handritið að Prisoners. Hann segir að til hafi staðið í nokkurn tíma að fara í tökur á Reykjavik Rotterdam endurgerðinni. „Ég gæti þurft að fara út á morgun og þess vegna hef ég ekki komist af stað með Djúpið. Þannig er nú staðan á því.“ … og svo er það Víkingr – Svo er það víkinga- myndin... „Já, það er búið að ganga frá samningum við fyr- irtæki með hana, ég get ekki upplýst hvaða fyr- irtæki það er, en það eru stórir aðilar. Hún náttúrlega kemur bara í röðinni á eftir þessu öllu, það er allt á ágætissigl- ingu.“ Leikarar hafa ekki verið valdir í þá kvikmynd en hluti af leikmyndinni er tilbúinn skammt frá Höfn í Hornafirði, þar fær hún að veðrast og gróa. „Þetta er bara svona, það eru fáir sem vinna hraðar og meira en ég í þessum bransa en þetta tekur nú allt sinn tíma samt,“ segir Baltasar að lokum og hlær að lokinni þessari yfirheyrslu blaðamanns. Baltasar Nokkrar kvikmyndir leikstjórans bíða þess að fara í tökur. Allt tekur sinn tíma  Verið er að ganga frá dreif- ingu kvikmyndarinnar Inhale í Bandaríkjunum  Undirbún- ingur fyrir Djúpið er hafinn og endurgerð Reykjavík Rot- terdam í sjónmáli Morgunblaðið/Golli Diane Kruger Fer með stórt hlutverk í Inhale.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.