Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 80%málarameistara* velja Kjörvara, viðarvörn fyrir íslenskar aðstæður Notaðu sumarið til að búa í haginn fyrir veturinn. Útsölustaðir Málningar: BYKO Kópavogi • BYKO Granda • Litaver Grensásvegi • BYKO Kauptún • BYKO Akranesi • Axel Þórarinsson málarameistari, Borgarnesi Snæþvottur Grundarfirði • Virkið Hellissandi • Núpur byggingavöruverslun, Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO Akureyri Verslunin Valberg, Ólafsfirði • BYKO Reyðarfirði • G.T. VÍK Egilsstöðum • Verslunin PAN, Neskaupstað • BYKO Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • BYKO Keflavík. ÍS LE N S K A S IA .IS M A L 5 0 0 4 8 0 5 /1 0 Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi tólf einstaklinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Þeir sem fengu fálkaorðurnar eru Edda Er- lendsdóttir píanóleikari, Frakklandi, ridd- arakross fyrir störf á vettvangi íslenskrar tón- listar. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til ís- lenskrar og alþjóðlegrar leiklistar. Guðrún Guðmundsdóttir húsmóðir, Reykjavík, ridd- arakross fyrir framlag á sviði útsaums og þjóðlegrar menningar. Guðrún Nordal for- stöðumaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskra fræða. Helena Eyjólfs- dóttir söngkona, Akureyri, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar. Hjalti Pálsson ritstjóri og fyrrverandi héraðsskjalavörður, Skagafirði, riddarakross fyrir framlag til hér- aðssögu, fræða og menningar. Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslensks atvinnulífs og út- flutnings. Jónas Þórir Þórisson forstöðumað- ur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til líknarmála og hjálparstarfs. Kristbjörn Þór Árnason skipstjóri, Húsavík, riddarakross fyr- ir sjósókn og störf í sjávarútvegi. Magðalena Sigríður Hallsdóttir fyrrverandi formaður Kvenfélags Sjúkrahúss Siglufjarðar, Siglu- firði, riddarakross fyrir störf í þágu aldraðra og sjúkra. Marga Ingeborg Thome prófessor, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðismenntunar og rannsókna. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir frumherjastörf við skipu- lag og mótun umhverfis. Tólf sæmdir hinni íslensku fálkaorðu Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Á Bessastöðum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt þeim tólf sem sæmdir voru heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. „Við erum á réttri leið,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra í hátíðarávarpi sínu á Austur- velli í gær. Hún sagði að Íslendingum hefði tekist á undra- skömmum tíma að hefja nýja sókn eftir það áfall sem bankahrunið var. Mörg jákvæð teikn væru nú á lofti og margt benti til betri tíðar enda þótt þau viðfangsefni sem stjórnvöld þyrftu að takast á við væru óþrjót- andi. Á þessu ári hefði krónan styrkst um 10%, vextir hefðu lækkað mikið og verðbólga sömuleiðis. Margt benti sömuleiðis til að hag- vöxtur hæfist síðar á þessu ári. Ráð- herrann sagði að þrátt fyrir þetta væri víða þröng fyrir dyrum. Margar fjölskyldur væri í vanda staddar. Mikilvægt væri að bjóða úrræði sem gögnuðust sem flestum en ekkert væri mikilvægara en traust efna- hagslíf og atvinna og væri atvinnu- leysið nú minna en spáð hefði verið. Forsætisráðherra kvaðst binda miklar vonir við stjórnlagaþingið sem nú er fyrirhugað. Haldinn yrði þjóðfundur og svo kosið til þingsins. Hagvöxtur virðist í sjónmáli  Forsætisráð- herra segir jákvæð teikn vera á lofti Morgunblaðið/Eggert Ávarp Jóhanna sagðist jafnvel búast við að hagvöxtur hæfist á árinu Í ávarpi sínu fór Jóhanna rangt með fæðingarstað Jóns Sig- urðssonar forseta. Sagði hún Jón fæddan á Hrafnseyri við Dýrafjörð. Hér hefur landa- fræðin eitthvað skolast til því að sjálfsögðu stendur Hrafns- eyri við Arnarfjörð. Á næsta ári verða 200 ár liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar frá Hrafnseyri við Arnarfjörð. Skolaðist til JÓN SIGURÐSSON Hátíðarhöldin í Reykjavík gengu stóráfallalaust fyrir sig í gær. Við- búnaður lögreglu var áberandi mik- ill en ekki kom til neinna stórræða. Fyrr í vikunni var sagt frá hug- myndum um að loka Dómkirkjunni fyrir öðrum en gestum af ótta við ólæti. Ekki kom þó til þess og fór allt friðsamlega fram. Morgunblaðið/Eggert Allt með friði og spekt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.