Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg Prjónagraffarar Lina og Maria kjósa að vera andlitslausir listamenn og koma heldur ekki fram undir fullu nafni. hlutina eins teygjanlega og hægt er,“ segir Maria. Taka yfir heiminn Það er í uppáhaldi hjá þeim Mariu og Linu að skreyta styttur. Maria segir að þær vilji taka yfir allan heiminn og með prjónagraff- inu skilja eftir minnismerki um að þær hafi komið á viðkomandi stað og merkja sér hann. Hún segir við- tökurnar við götulistinni yfirleitt hafa verið góðar enda séu verkin ekki móðgandi og auðvelt sé að fjar- læga þau. Í anda götulistar, sem er nafnlaus, kjósa þær Maria og Lina þó að vera ekki miðja athyglinnar. Þær koma því aðeins fram undir fyrsta nafni í viðtölum og veigra sér einnig við að sýna andlit sín. Upp- haflega var ástæðan sú að þær vissu ekki hvort prjónagraffið yrði til vandræða en Maria segir að þær vilji einnig eiga möguleika á gera eitthvað alvarlegra í framtíðinni, til að mynda í samstarfi við graffiti- listamenn. „Götulist er nafnlaus og þegar verkin hafa verið sett upp getur hver sem er tekið þau með sér heim eða jafnvel bætt við þau sem væri frábært. Verkin eru því í raun ekki okkar þegar þau eru komin upp heldur fólksins,“ segir Maria. Kennsla í prjónagraffi Í tengslum við Lykkjur: Prjónalist í Norræna húsinu hafa þær Maria og Lina nú skreytt í Norræna húsið bæði að innan og ut- an og munu jafnvel líka setja eitt- hvað af verkum sínum á dreif um borgina. Þá munu þær halda tvær smiðjur á hátíðinni en í dag verður haldin prjónagraffsmiðja þar sem þær munu fræða þátttakendur um hvernig eigi að gera prjónagraff og koma því fyrir. „Ég held að þessi hátíð verði skemmtileg og ég vildi að við hefðum tíma til að heimsækja fleiri smiðjur og hlusta á fyrirlestra. Það er líka gaman að vera í Reykja- vík þar sem við höfum séð flotta götulist og það er greinilega vett- vangur fyrir slíka list í borginni,“ segir Maria. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 M bl 11 78 61 3 UNDIRFÖT • SUNDFÖT Skálastærðir A-FF Nýtt kortatímabil Glæsilegur kvenfatnaður frá Hæðasmára 4 - Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 - www.selena.is Kjóll 16.800 kr. Lejaby sett 12.300 Charnos sett 15.600 Bikinisett 11.400 Bikinisett 10.400 Daglegt líf 11 Lykkjur: Norræn prjónalist stendur nú yfir í Norræna Húsinu og er fyrsta sýning sinnar teg- undar á Íslandi. Um er að ræða alþjóðlega sýningu á listaverkum þar sem nær eingöngu er notast við hekl- og prjónatækni. Hátíðin stendur til fjórða júlí en nú um helgina stendur yfir fjölbreytt viðburðadagskrá þar sem bæði íslenskir og erlendir gestir halda ýmiskonar fyrirlestra og smiðjur í tengslum við prjón og hekl. Meðal viðburða má nefna mál- þing um höfundarétt í prjóni og kennslu bæði í rússnesku hekli og sjalapróni, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Lykkjur af öll- um gerðum NORRÆN PRJÓNALIST Prjónn Verk Isabel Berglund sem mun halda fyrirlestur. Sumarið er tíminn, söng hann Bubbi. Það er um að gera að nýta sumarblíðuna til að geta átt notalegar stundir með vin- um og velunnurum á þeim grænu grasblettum sem hægt er að finna í borgum og bæjum þessa lands. Það þarf ekki að vera flókið að senda nokkrum vinum skilaboð og biðja þá um að hitta sig á Miklatúni eftir klukkutíma með Frisbee-disk. Boðin berast og áður en þú veist af er komið hrúga af liði í einn Frisbee leik á túninu. Það er enginn of gamall eða góður til að leika sér og það léttir svo sannarlega lund og kætir geð að leika sér í góðra vina hópi. Endilega... ...leikið ykkur í sum- arblíðunni Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Sumar Ungir og aldnir geta leikið sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.