Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 16
16 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 býður áskrifendum á völlinn Fyrstu 100 áskrifendur fá 2 miða á leik íslands og Norður Írlands. Sækja þarf miðana í afgreiðslu Morgunblaðsins í Hádegismóum 2. Klippið út auglýsinguna og framvísið við afhendingu. UNDANKEPPNI HM 2011 A LANDSLIÐ KVENNA ÍSLAND – NORÐUR ÍRLAND Laugardaginn 19. júní kl. 16:00 Hjálpargögn tóku að berast til nauð- staddra flóttamanna í Mið-Asíuland- inu Kirgistan í gær eftir blóðsúthell- ingarnar sem hófust þar í vikunni sem leið. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna segja að áætlað sé að um 400.000 manns hafi flúið heimkynni sín vegna manndrápanna í Kirgist- an. Samkvæmt opinberum tölum hafa 75.000-100.000 manns flúið til grannríkisins Úsbekistans, en þá eru börn ekki meðtalin. Talið er að um 300.000 manns séu á flótta í Kirg- istan og a.m.k. 40.000 þeirra þurfi að sofa undir berum himni. Flóttamennirnir segjast hafa flúið grimmilegar árásir vopnaðra Kirg- isa sem hafi ráðist á Úsbeka, en þeir eru tæp 15% íbúa Kirgistans. „Við þurfum föt og hjúkrunar- gögn, einkum fyrir börnin, vegna þess að við gátum ekki tekið neitt með okkur á flóttanum,“ sagði kona á meðal flóttafólksins í Úsbekistan. „Sum okkar flúðu jafnvel berfætt.“ Um 400.000 manns á flótta Mikið mannfall » Yfirvöld segja að minnst 190 manns hafi beðið bana og nær 2.000 manns særst í fimm daga árásum í Kirgistan. » Hermt er að tala látinna sé miklu hærri og óttast er að hundruð manna til viðbótar liggi í valnum. Reuters Eyðilegging Úsbekar kanna rústir byggingar í bænum Osh þar sem manndrápin hófust í vikunni sem leið. Ríkisstjórn Ísraels samþykkti í gær áætlun um að losa um hömlur á vöru- flutningum til Gaza og heimila vöru- tegundir sem hafa verið bannaðar þar. Stjórnin ákvað þetta eftir að hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að stöðva skipalest sem stuðningsmenn Palest- ínumanna hugðust senda til Gaza með hjálpargögn. Mannskæð árás Ísr- aelshers á skipalestina 31. maí varð til þess að fast var lagt að Ísraelum að aflétta herkvínni og hafnbanninu sem þeir settu á Gaza fyrir fjórum árum, eftir að Hamas-samtökin komust þar til valda. Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði að Ísraelar myndu halda hafnbanninu og skoða allar vörur sem fluttar yrðu á landi til Gaza. „Markmiðið er að sjá til þess að fleiri vörur komist þangað, en alltaf undir eftirliti Ísraela, til að tryggja að þangað berist engin vopn og efni sem hægt væri að beita í hernaði,“ sagði Barak. „Mikilvægt skref“ Hermt er að áætlunin byggist á samkomulagi Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Tonys Blair, sendimanns Kvartettsins svo- nefnda í Mið-Austurlöndum, þ.e. Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og Rússlands. Blair sagði að ákvörðun Ísraels- stjórnar væri „mikilvægt skref“ í rétta átt. „Ísraelar hafa skýlausan rétt til að verja sig og tryggja öryggi sitt. Besta leiðin til þess er að tryggja að vopn berist ekki til Gaza en heimila flutninga á vörum sem fólk þarf á að halda í hversdagslífinu,“ sagði Blair. Ísraelar losa um hömlurnar  Heimila flutninga til Gaza á vörum sem áður voru bannaðar Leiðtogar Hamas höfnuðu ákvörðun stjórnar Benjamins Netanyahus og heimastjórn Pal- estínumanna á Vesturbakk- anum sagði að aflétta bæri herkvínni. Vestræn stjórnvöld sögðu ákvörðun Ísraela skref í rétta átt en mannréttinda- samtök sögðu að þeir þyrftu að ganga lengra, leyfa flutninga á vörum og fólki til og frá Gaza innan skynsamlegra marka til að tryggja öryggi Ísraels. Vilja meira HAFNA ÁKVÖRÐUNINNI Netanyahu á ríkisstjórnarfundi. Leiðtogar aðildarlanda Evrópusam- bandsins samþykktu á fundi í Bruss- el í gær að niðurstöður svonefndra álagsprófa á banka yrðu birtar fyrir lok næsta mánaðar. Stjórnarerind- rekar í Brussel sögðu að þetta yrði gert til að sefa fjárfesta og fullvissa þá um að ekki væri hætta á banka- kreppu. Eftir að stjórnvöld á Spáni og í Þýskalandi ákváðu að birta niður- stöður álagsprófa á banka sam- þykktu leiðtogar annarra aðildar- landa á fundinum að fara þessa leið. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, sagði að niðurstöður álags- prófa hvers banka fyrir sig yrðu birt- ar ekki síðar en í lok júlímánaðar. Hann bætti við að þetta ætti að sefa fjárfesta sem óttast að bankarnir tapi miklu fé á ríkisskuldabréfum og fasteignalánum. Álagsprófin eru gerð til að meta getu bankanna til að standast efnahagsleg áföll. Skuldavandi margra af aðildar- ríkjum Evrópusambandsins var helsta umræðuefni leiðtogafundar- ins í Brussel í gær. Að undanförnu hefur athyglin aðallega beinst að skuldavanda Spánar, fimmta stærsta hagkerfis evrusvæðisins. Meðal annars hafa komið fram merki um að bankar á Spáni eigi í miklum fjármögnunarerfiðleikum. Leiðtogarnir komust einnig að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti sér- stakt gjald á banka til að tryggja að ef bjarga þyrfti bönkum þegar fram liðu stundir kæmu peningarnir að mestu frá bankakerfinu, ekki skatt- greiðendum. Að sögn stjórnarerindrekanna í Brussel ætla ESB-ríkin að beita sér fyrir slíku gjaldi á fundi G20- ríkjanna í næstu viku. Reuters Viðræður David Cameron, forsætisráðherra Bretlands (t.v.), ræðir við Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, á fundinum í Brussel. Niðurstöður álags- prófa verða birtar  Leiðtogar ESB reyna að sefa fjárfesta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.