Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. ✝ Hjalti Bjarna-son fæddist á Stóru-Hámund- arstöðum á Ár- skógsströnd 18. maí 1917. Hann lést að Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri þann 13. júní 2010. Foreldrar hans voru Bjarni Páls- son, f. 1886, d. 1957, bóndi í Há- túni á Árskógs- strönd, og Guðrún Emilía Jónsdóttir húsmóðir, f. 1894, d. 1979. Hjalti var elstur 4 systkina. Þau eru auk hans: Steinunn f. 1920, d. 2001, Jón Reynir f. 1925, d. 1996, og Höskuldur f. 1929, bíl- stjóri í Hátúni og er eiginkona hans Ingibjörg Ólafsdóttir. Þann 2. janúar 1944 kvæntist Hjalti eftirlifandi eiginkonu sinni, Jóhönnu Gíslínu Vigfúsdóttur húsmóður, f. 11. febrúar 1925. Foreldrar hennar voru Vigfús barnabörnin eru 21. Frá Stóru-Hámundarstöðum fluttist Hjalti með foreldrum sín- um í Hátún á Árskógsströnd þar sem hann ólst upp. Árið 1939 kaupir Hjalti sinn fyrsta vörubíl, Studibaker árgerð 1931, og voru faðir hans og Kristján Krist- jánsson frá Hellu meðeigendur að honum. Árið 1942 er sá bíll seldur og Hjalti byrjar þá eigin rekstur með kaupum á nýjum Chevrolet árgerð 1941 og varir rekstur vörubifreiða hans sam- fellt til ársins 1991, þegar hann selur sinn síðasta vörubíl. Keyrði hann þann bíl í eitt ár hjá nýjum eiganda eða til ársins 1992, er hann varð 75 ára. Þá sá Hjalti um mjólkurflutningana á Árskógs- strönd í samvinnu við Höskuld bróður sinn á árunum 1960-1974. Hjalti og Gíslína bjuggu fyrstu hjúskarparárin í Litla Árskógi eða þar til þau hjónin byggðu íbúðarhúsið Sólvang 1957 og bjuggu þar allt til ársins 2000 er þau fluttu til Akureyrar. Útför Hjalta verður gerð frá Stærri-Árskógskirkju í dag, 18. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Kristjánsson út- vegsbóndi f. 1889, d. 1961, og Elísabet Jóhannsdóttir hús- freyja, f. 1891 d. 1975. Bjuggu þau lengst af í Litla Ár- skógi, Árskógs- strönd. Börn Hjalta og Gíslínu eru: 1) Bjarni Hilmir f. 1944, kvæntur Önnu Guðrúnu Sig- urðardóttur f. 1947. 2) Bjarki Við- ar f. 1945, kvæntur Dýrleifu Kris- ínu Steindórsdóttur f. 1950. 3) El- ín f. 1947, sambýlismaður hennar er Þórarinn Kristjánsson. 4) Reynir Gísli f. 1953, kvæntur Helgu Ólöfu Finnbogadóttur. 5) Vignir f. 1956, kvæntur Eddu Björk Kristinsdóttur. 6) Vigdís Elísabet f. 1964, eiginmaður hennar er Guðmundur Þórarinn Jónsson. Barnabörn Hjalta og Gíslínu eru 19 og barna- Það er stór þáttur í lífi hvers manns að eiga áhugamál. Hjá pabba voru allir bílarnir 14 og vinnan stóra áhugamálið á langri lífsleið. Það gerði þetta úthald mögulegt, því ekki var mikið um vinnu oft og tíð- um, þegar misjafnlega áraði í þjóð- félaginu, en vinnutíminn oft langur á veturna í mjólkurflutningunum og þegar betur gaf. En aldrei heyrðum við kvartað yfir svoleiðis hlutum í okkar eyru á heimilinu. Þetta var bara svo gaman. Og svona í uppbót varð hann að prófa alla nýja bíla sem keyptir voru í fjölskyldunni. Pabbi var góður rjúpnaveiðimað- ur, hafði unun af útivist og fjall- göngum. Þá var gaman að fara á sjó og fá sér í soðið með Georg mági, á 3ja tonna trillunni sem Vigfús afi smíðaði 1953. Þeir félagar voru fljótir að ýta úr vör, ef tækifæri gafst. Fljótur var pabbi að kynnast fólki, enda með næma kímnigáfu og ræktaði sambönd sín vel. Fylgdist hann vel með afkomendum sínum og hvatti þau. Hann gerði ekki mikið af því að segja, að svona ætti þetta og hitt að vera, heldur mátum við hlutina út af hans atferli og hefur það verið mörgum góð fyrirmynd í lífinu. En eitt skildi hann ekki, þegar við bræður fórum í sólarferð til Rhodos í 3 vikur, hvað við ætluðum eigin- lega að gera þar, allan þennan tíma. Takk fyrir allt, elskulegi faðir. Kæri faðir, við kveðjum nú, komin er stundin treg; sælar minningar streyma, sáldrast á þinn veg. Veginn rétta þú vildir velja alla tíð; merki þitt mun standa í minningu ár og síð. (VH) Elsku mamma, megi góður guð styrkja þig um ókomin ár. Þú varst pabba ætíð stoð og stytta. Reynir Gísli og Vignir. Það er auðvelt að lýsa tengda- pabba með orðunum: hann var hvers manns hugljúfi. Ég kynntist Hjalta fyrir 35 árum þegar ég kom fyrst í Sólvang, þá hittist þannig á að Gíslína var á söngæfingu og hann tók einn á móti tilvonandi tengdadótturinni af ein- lægni og alúð og þannig var fram- koma hans ætíð við okkur, um- hyggja fyrir fjölskyldunni og öllum sem hann hafði samskipti við. Fyrstu árin mín hérna fyrir norð- an var ég oft ein með börnin heima vegna sjómennsku Reynis Gísla, þá hringdi Hjalti alltaf eða kom við í kaffi, til að fylgjast með að allt væri í lagi. Og þá var stutt í húmorinn hjá honum, ég man til dæmis þegar ég fékk hann með mér vestur á Hvammstanga, til að að sækja for- eldra mína, á bílnum hans, og auð- vitað keyrði hann, þó að ég byði honum að skiptast á að keyra þurfti þess ekki, en þegar var komið í um- dæmi lögreglunnar á Blönduósi þá lét hann mig taka við, hann hélt víst að ég passaði betur upp á hámarks- hraðann. Engan veit ég sem passaði betur upp á bílana sína, að þeir væru glansandi hreinir og pússaðir. Hann fylgdist alltaf með barna- börnunum og barnabarnabörnun- um, vildi fylgjast með hvað þau tóku sér fyrir hendur og hvatti þau áfram við það sem hugur þeirra stóð til. Þakka þér samfylgdina. Blessuð sé minning þín. Helga. Nú er ég sestur niður til að skrifa örfá orð til minningar um tengda- föður minn, Hjalta Bjarnason. Er mér efst í huga þakklæti, að fá að kynnast og fræðast af honum. Ég kynntist honum fyrst fyrir 27 árum þegar ég og yngsta dóttir hans felldum hugi saman. Frá fyrsta degi sá ég hversu mikill öðlingsmaður var hér á ferð og naut ég þess alla tíð að vera í návist hans. Kímnigáfa hans var þeim kostum gædd að hann sagði skemmtilegar sögur af sveitingum sínum án þess að særa nokkurn mann og skein gleði og kátína af honum þegar hann sagði frá. Aðdáunarvert var að fylgjast með þeim hjónum alltaf eins og nýtrúlof- uðum og umhyggjan sem Hjalti bar til Gíslínu í veikindum hennar var einstök svo eftir því var tekið. Hjalti naut þess að vera í kringum fjöl- skylduna sína og fylgdist náið með öllum og hringdi á hverjum degi til að fá fréttir af fólkinu sínu. Barna- börnin hændust að honum og var hann duglegur að hvetja þau áfram í leik og starfi. Ófá símtölin átti ég við hann þegar hann hringdi til mín út á sjó til að fá fréttir af veðri og veiði en alla tíð fann ég fyrir miklum áhuga frá honum um skipstjórnar- starf mitt. Hjalti sagði við mig fyrir örfáum vikum hversu mikinn gæfumann hann taldi sig vera. Gæfuna taldi hann vera í fjölskyldu sinni og ást- ríkri eiginkonu og farsælli afkomu barna sinna og barnabarna. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Með þessum orðum kveð ég elskulegan tengdaföður minn. Elsku Gíslína, Bjarni, Bjarki, El- ín, Reynir, Vignir og Vigdís, Guð veri með ykkur og ykkar fjölskyld- um. Hvíldu í friði. Þinn tengdasonur, Guðmundur Þ. Jónsson. Elsku Hjalti afi er fallinn frá og langar okkur systkinin að kveðja hann með nokkrum orðum. Við eigum margar góðar minn- ingar um afa sem var alltaf svo hress og kátur. Það var alveg ótrú- legt hvað afi var lengi hraustur og orkumikill og hikaði hann ekki við að prófa trampólínið með Heiðrúnu þegar hann var á níræðisaldri. Afi fór líka daglega í göngutúra og þeg- ar hann átti leið fram hjá golfvell- inum var hann vanur að færa Hjalta nafna sínum golfkúlur sem hann fann. Þegar afi og amma bjuggu í Sól- vangi var alltaf gaman að heim- sækja þau í sveitina. Afi hugsaði vel um garðinn sinn og fengum við að hjálpa til við að raka grasið og keyrði hann okkur um í hjólbörum. Í seinni tíð fór afi að hugsa um garð- inn við heimilið okkar og var garð- urinn aldrei flottari en þegar afi var búinn að bera á og gefa okkur góð ráð um hvernig við ættum að hugsa um hann. Í sveitinni keyrði afi vöru- bíl og var alltaf gaman að hossast um með honum í bílnum og gæða sér á bláum ópal sem afi átti alltaf til. Afi fylgdist vel með öllum barna- börnunum sínum og vissi vel hvað við höfðum fyrir stafni, í námi, vinnu og tómstundum. Hann spurði okkur hvernig gengi og var alltaf áhugasamur um iðju okkar. Ef mann langaði að frá fréttir af öðrum ættingjum var best að spyrja afa því hann var alltaf með allt á hreinu. Við dáðumst oft að því hvað afi var vel að sér í öllum nýjungum. Hann átti GSM-síma og eignaðist sinn fyrst DVD-spilara nýlega og fannst ekki mikið mál að læra á þessi tæki. Hann fylgdist líka vel með íþróttum og vissi alltaf hvernig leikirnir hefðu farið, sama hvort það var í handbolta eða fótbolta. Það er ekki hægt að tala um afa án þess að minnast á ömmu. Það var umtalað hversu krúttleg hjón þau voru. Þau leiddust um götur bæj- arins hönd í hönd og alla tíð mátti sjá hversu mikil ást var á milli þeirra hjóna. Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Megi góður Guð styrkja ömmu á þessum erfiðu tímum. Guðrún Jóna, Hjalti Jón og Heiðrún. Ég er lítill gutti og er hjá afa og ömmu í Sólvangi. Ég vakna og í minningunni var alltaf glaða sólskin úti. Þegar ég kem fram í eldhús er amma búin að græja morgunmat handa mér: súrmjólk með miklum púðursykri og brauðsneið með ban- ana. Á meðan ég borða súrmjólkina og bryð púðursykurinn í henni horfi ég út um gluggann og sé grænt, vel slegið túnið í góða veðrinu. Í út- varpinu er gamla gufan. Eftir mat- inn dríf ég mig út til að finna afa. Hann var alltaf byrjaður að vinna: þvo bílinn, slá grasið eða mála grindverkið, enda var alltaf allt í röð og reglu hjá honum og snyrtilegt. Svona man ég eftir að hafa verið hjá ömmu og afa í Sólvangi, þar var hvergi betra að vera. Við tveir átt- um okkar skemmtilegustu stundir þegar við vorum úti að vinna. Afi var alltaf duglegur að leyfa mér að taka þátt og hjálpa til. Ef hann var að mála þá fékk ég minn eigin pensil og mér fannst ég voðalega fullorð- inn að fá að hjálpa til. Eitt sinn þeg- ar ég kom út var hann búinn að kaupa handa mér alvöru vinnu- hanska og það þótti mér ekki lítið spennandi. Þó ég hafi kannski ekki beint verið að flýta fyrir vinnunni, þá leyfði hann mér alltaf að hjálpa til og brasa með sér og mér fannst ég aldrei vera fyrir. Mér er samt alltaf minnisstæðast þegar ég var orðinn þreyttur eða var eitthvað lat- ur að þá bað ég þig um að keyra mig um í hjólbörunum því mér væri svo illt í fótunum. Þetta rifjuðum við oft upp og hlógum mikið. Oft skoðuðum við líka hnattlíkanið og öll landa- kortin hans saman. Svo gaf hann mér eitt sinn kort af Íslandi og ég lá á gólfinu tímunum saman og skoð- aði það með stækkunargleri. Eftir að afi og amma fluttu til Ak- ureyrar voru þau ekki með sinn eig- in garð lengur. Afi lét það þó ekki á sig fá heldur kom bara til okkar í Jörvabyggðina og hjálpaði okkur. Til dæmis bar hann alltaf á grasið fyrir okkur á hverju vori og hjálpaði okkur að koma sláttuvélinni í gang, sem vildi oft ganga brösuglega þeg- ar hann var ekki til staðar. Eitt af því sem einkenndi afa var einstaklega gott minni. Hvort sem það var tengt ættfræði eða gömlum minningum þá mundi afi það. Eftir að við Adda fluttum suður fylgdist hann vel með okkur og hann var al- veg með það á hreinu hvað við vor- um að gera í skólanum og spurði mig reglulega hvernig gengi. Alltaf var hann jafn stoltur, fannst allt flott sem ég gerði og sýndi mér mik- inn stuðning. Afi var í mínum huga ekki bara góður afi, hann var góður vinur minn, mín fyrirmynd og mun alltaf vera það. Í mínum augum var afi sannur herramaður, alltaf vel til fara og snyrtilegur. Við ömmu var hann þó sérstaklega mikill herra- maður og var það umtalað hversu falleg hjón þau væru. Ég kveð þig, elsku afi minn, með miklum söknuði. Mér finnst leitt að geta ekki komið af sjónum og kvatt þig, en ég hugga mig við allar góðu minningarnar og að þér líði vel núna. Takk fyrir allt, elsku afi minn, við pössum ömmu fyrir þig. Kveðja, Heiðmar. Okkur langar til að rifja upp nokkur minningarbrot um afa okk- ar sem við kölluðum oftast afa í Sól- vangi. Afi og amma byggðu sér reisulegt hús sem þau nefndu því fallega nafni Sólvangur. Afi okkar átti grænan Benz-vöru- bíl sem okkur frænkunum þótti flottasti vörubíll í heimi. Bílinn keyrði hann kampakátur með kask- eitið sitt á höfðinu. Það kom nú fyrir að við fengum að setjast upp í kagg- ann við hlið afa, sem var alltaf bros- andi, hress og kátur að segja gam- ansögur. Afi hafði gaman af því að keyra og var svo lukkulegur að geta keyrt fram yfir níræðisaldur. Á rauða Subaru-inum sínum rúntaði hann jafnvel út í sveit með ömmu okkar, ástina sína, við hlið sér. Afi var fallegur bæði að innan og utan. Brosið hans var svo sjarmer- andi og hláturinn var einstaklega smitandi. Með árunum varð svo dökka hárið hans fallega hvítt og minnti helst á hár á engli. Afi var mjög gestrisinn, gestir voru ávallt velkomnir og var þá sett heitt á könnuna og amma galdraði alltaf fram góðgæti með því. Afi var vinmargur. Hann var mik- ill húmoristi og hrókur alls fagnað- ar. Jákvæðni og áhugi hans á um- hverfinu var eitt af því sem gerði afa að þeim einstaka manni sem hann var. Við áttum endalaust margar ynd- islegar stundir saman þar sem mik- ið var spjallað um daginn og veginn. Einstakur áhugi hans á lífinu gerði það að verkum að hann var frábær félagsskapur og hugur hans var skýr. Hann var alltaf að spyrja frétta og hlusta eftir fréttum. Afi var einstaklega hjartahlýr og góður við alla og hafði góða nærveru. Hann var vel liðinn alls staðar. Afi var engum líkur. Jafnvel þegar hann var orðinn 93 ára gamall fylgdist hann með öllum börnum sínum, barnabörnum og barnabarnabörnum, sem þó eru fjölmörg. Hann hafði mikinn áhuga á veiði og stundaði mikið rjúpnaveiðar á árum áður og fór oft á trillunni sinni út fjörðinn til að veiða fisk og fugl. Hann brann af áhuga þegar hann ræddi m.a. við eiginmenn okkar um veiðitúra þeirra. Afi ferðaðist aldrei mikið um Hjalti Bjarnason HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Ég kveð þig heitu hjarta. – Minn hugur klökkur er. Ég veit, að leið þín liggur svo langt í burt frá mér. Mér ljómar ljós í hjarta, – sem lýsir harmaský, þá lífsins kyndla kveikti þín kynning björt og hlý. Og þegar vorið vermir og vekur blómin sín, í hjartans helgilundum þá hlær mér minning þín. (Jón Þórðarson) Þín verður sárt saknað, ynd- islegi, glaðlyndi, blíði, hlátur- mildi afi prakkari. Minning þín lifir. Bryndís Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.