Vera - 01.10.1991, Page 12

Vera - 01.10.1991, Page 12
SKAPANDI KONUR Síöastliöinn vetur var leikritiö Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen sett ó sviö í Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri var Þórhildur Þorleifs- dóttir og Sigurjón Jóhannsson geröi leikmynd og búninga. Nýja leikgerö geröu þau sam- an. Mörgum þótti uppfœrslan mjög óvenjuleg og í því sam- bandi var til dœmis rœtt um breytta röö atriöa, lengdina ó sýningunni, nýja tónlist eftir Hjólmar H. Ragnarsson og þó nýjung aö hafa Pétur Gaut ungan og gamlan ó sviöinu í einu. Fœrri minntust ó þó kven- legu túlkun sem var óberandi í uppfcerslunni. Konurnar, Ása og Sólveig, höföu þar mun meiri óhrif en endranœr í sviös- setningu ó þessu flókna og tóknrœna verki Ibsens. Þórhildur var fyrst spurö að því hvort hún setti verkið meö- vitaö ó sviö út fró feminískri túlkun og var þó sérstaklega vísað til lokaatriöis sýningar- innar þar sem óhorfendum var birtur þríhyrningur alltum- faömandi kvenna, í einskonar helgiljóma lausnar og sólar- friðar. Þórhildur Þorleifsdóttir „Endirinn kom eins og af sjálfu sér, varð til á nokkrum mínútum og kom meira að segja mér á óvart! Hann var ekki meðvitað úthugsaður - kom líkt og úr undirmeðvitundinni. En auðvitað er engin tilviljun hvað þar leynist Að vinna svona mikið og torráðið verk er langt og ilókið ferli - endalaus yfirlega og pælingar, sem skilar sér í því að hlutir gerast „rétt“ þegar sviðssetning er komin í gang og frjótt samspil við leikara hefst.“ Varðandi það hvort sviðssetn- ingin sé meðvitað feminísk, segir Þórhildur: „Allar mínar sýningar eru feminískar. Lífsskoðun setur maður ekkert til hliðar þegar maður fer í vinnuna, allra síst í svona vinnu þar sem viðfangs- efnið er maðurinn sjálfur í öllum sínum margbreytileik. En maður þeysir ekkert fram undir femin- ískum fána sem á stendur: ég skal sko sýna þeim! Sjónarhornið markast einfaldlega af lífssýn manns og skoðunum. Hjá mér eins og öllum öðrum. Þvi er ekki að neita að það er oft nýtt sjónar- horn, frávik frá hinu viður- kennda, það er að segja masku- line sjónarhorni. Því er ekki minna um vert að fá verk eftir karlmenn endurskilgreind af kon- um, en að konur fáist við verk eftir konur um konur." Þórhildur útskýrir jafnframt að öll uppfærslan sé hvað hug- myndir og skilning varðar af- rakstur mjög náinnar samvinnu sinnar og Sigurjóns: „Öll for- vinnan er sameiginleg, síðan skiptum við liði. Ég sé um svið- ssetninguna, hann um sviðs- myndina og búningana en grunn- urinn er sameiginlegur. Mér hefur verið samvinnan við Sigurjón mikils virði í þau fjögur skipti sem við höfum unnið saman; í Smalastúlkunni (það er leikrit sem feininistar ættu að skoða), Sveik í annarri heims- styijöldinni, Yermu og nú síðast í Pétri Gaut. Sé skilningur minn og útfærsla feminísk, þá er Sigurjón svo sannarlega „samsekur" og þá ekki siður Ibsen, Jrví lykilinn fundum við saman hjá honum. (Það skyldi þó aldrei vera að þeir karlmenn sem manni finnst að skilji konur og geti skilgreint út frá feminísku sjónarhorni séu, 12

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.