Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 2
28. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR2 SPURNING DAGSINS Hafdís, ertu gæðablóð? „Já, að sjálfsögðu. Er líka í flokki A+ sem er hæsta einkunn!“ Hafdís Karlsdóttir er einn af virkustu blóðgjöfum landsins og stefnir á að gefa blóð oftar en hundrað sinnum. LÖGREGLUMÁL Alls hafa 158 ein- staklingar verið úrskurðaðir í far- bann hér á landi síðan árið 2007. Af þeim voru 59 árið 2008 og nú eru 10 manns undir eftirliti hjá flug- stöðvardeild lögreglunnar á Suður- nesjum: níu karlar og ein kona. Sakborningarnir sem nú er fylgst með eru frá Litháen, Pól- landi, Íslandi og Palestínu. Á u n d a n - förnum árum hefur tveimur einstak lingum í farbanni tekist að komast út framhjá eftirlitinu. Í báðum til- fellum var um tæknilegar orsakir að ræða, eða bilun í eftirlitsbúnaði í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Síðara tilvikið var fyrr í þessum mánuði þegar manni frá Litháen tókst að komast úr landi eftir að hafa hlotið tíu mánaða dóm fyrir fíkniefnabrot. Ekki fengust frekari upp lýsingar frá lögreglunni um hvers kyns bilun varð til að mennirnir sluppu úr landi, en búið sé að ráða bót á vandanum. Sigríður Björk Guðjóns dóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir mikilvægt að hafa í huga að á megin landi Evrópu er eðli máls samkvæmt auðvelt að brjóta gegn farbannsúrskurði. „Hér á landi búum við þó að því að hafa einar megindyr að landinu, Flugstöð Leifs Eiríkssonar,“ segir hún. „Þessi staðreynd gerir farbannsúrræðið á Íslandi árangursríkara en ella.“ Lögreglan getur leitast eftir far- bannsúrskurði yfir sakborningi hjá dómara ef talið er að hann muni reyna að komast úr landi til að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar. Þau brot sem hafa verið framin þurfa að varða fangelsis- refsingu, það er að segja teljast ekki til minni háttar brota. Tilgangurinn með farbanni er að tryggja nærveru sakbornings sem sætir lögreglu- rannsókn, á yfir höfði sér málsókn eða bíður afplánunar. Þetta getur einnig átt við um menn sem erlend yfirvöld hafa óskað eftir að verði framseldir. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum er farbanns úrræðið mikilvægara eftir því sem tengsl sakbornings við útlönd eru meiri. „Farbönn sem skráð hafa verið hjá flugstöðvardeild hafa gilt minnst í þrjár vikur,“ segir Sigríður. Með endurteknum úrskurði dómara um framlengingu farbanna getur heildargildistími farbanna orðið meiri en eitt ár. sunna@frettabladid.is 158 manns í farbanni hér síðan árið 2007 Alls hafa 158 einstaklingar verið úrskurðaðir í farbann síðan árið 2007. Tveir af þeim hafa sloppið úr landi vegna tæknilegra mistaka. Flestir eru frá Póllandi og Litháen. Tíu einstaklingar eru nú undir eftirliti lögreglu, þar af ein kona. FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Tveimur einstaklingum í farbanni hefur tekist að flýja land í gegnum Leifsstöð á síðustu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT SIGRÍÐUR BJÖRK GUÐJÓNSDÓTTIR Flestir sakborningar frá Póllandi og Litháen Ár Fjöldi Þjóðerni (þjóðerni flestra fremst o.s.frv.) 2007 28 Litháen, Pólland, Ísland, Lettland 2008 59 Pólland, Rúmenía, Litháen, Bandaríkin, Lettland, Makedónía, Ísland, Miðbaugs-Gínea, Frakkland 2009 30 Pólland, Litháen, Bandaríkin, Portúgal, Lettland, Þýskaland, Frakkland, Ísland 2010 25 Pólland, Litháen, Ísland, Lettland, Bandaríkin, Afganistan, Þýskaland, Rússland 2011 6 Litháen, Pólland, Ísland, Lettland, Bandaríkin 2012 10 Litháen, Pólland, Ísland, Palestína Alls 158 (135 karlar og 13 konur) Heimild: Flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum DANMÖRK Sjö hafa látið lífið í Danmörku síðustu daga eftir að hafa orðið fyrir lest. Talið er að um sjálfsvíg hafi verið að ræða í öllum tilfellunum. Síðast á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags létust tveir, annar á Fjóni en hinn í Kaup- mannahöfn. Í dönskum miðlum er haft eftir Gert Jessen, sérfræðingi í þessum málaflokki, að árlega svipti sig um 30 manns lífi með þessum hætti. Jessen segir ekki útilokað að um eftirhermuathæfi sé að ræða í sumum tilvikanna, en þó sé mikil- vægt að þagga ekki málið niður, heldur ræða það skynsamlega. - þj Svipleg sjálfsvíg í Danmörku: Sjö hafa kastað sér fyrir lestir LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður- nesjum handtók mann á þrí- tugsaldri í fyrrakvöld eftir að ábendingar bárust um vafasamt hátterni hans á Facebook. Þar hafði hann meðal annars birt myndir af sjálfum sér vopn- búnum. Hann var í gær úr- skurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Á heimili mannsins fann lög- regla 22 kalíbera kindabyssu, tvær eftirlíkingar af skamm- byssum og heimatilbúna röra- sprengju með kveikiþræði. Á Facebook-síðunni mátti sjá myndband af manninum sprengja upp fiskikar. Að sögn lögreglu tók maðurinn á móti henni vopnaður hnífi en var þó yfir- bugaður hratt og örugglega. Þá fannst torkennilegt efni í sprautu- og töfluformi. - sh Tók á móti lögreglu með hníf: Sprengjumaður í gæsluvarðhald STJÓRNSÝSLA „Ég hef ekki séð allar umbúðirnar sem hafnað hefur verið en túlkunin varðandi þær sem ég hef séð finnst mér vera í samræmi við anda laganna og reglugerðina sem gefin var út í kjölfarið.“ Þetta segir Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra um ákvarðanir Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins, um að taka ekki í sölu ákveðnar tegundir áfengis vegna umbúða utan um þær. ÁTVR er stofnun sem heyrir undir fjármálaráðuneytið. „Það er talað sérstaklega um blygðunarkennd og ofbeldi í lögun- um. Hugsunin er einnig sú að lögin hafi forvarnagildi. Ég hef séð páska- bjór með krúttlegum ungum og áfengi í skrautlegum brúsum sem minntu á djúsbrúsa. Um búðirnar gefa til kynna að í þeim sé eitthvað annað en áfengi,“ segir Oddný. Almar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda, segir það skoðun inn- flytjenda að ÁTVR hafi fengið alltof mikið svigrúm til túlkunar. „Við vitum að þeir verða að hafa ákveðnar vöruvalsreglur en þær verða að vera gagnsæjar. Inn- flytjendur eru að taka mikla áhættu og ef reglur eru ógagnsæjar er lík- legra að menn verði fyrir fjárhags- legu tjóni. Þetta getur raskað sam- keppnisstöðu. Í mörgum tilvikum eru þetta auk þess vörur sem eru löglega markaðssettar og seldar á Evrópska efnahagssvæðinu.“ - ibs Innflytjendur ósáttir vegna mats ÁTVR á umbúðum: Í anda laganna segir ráðherra Ég hef séð páskabjór með krúttlegum ungum og áfengi í skraut- legum brúsum sem minntu á djúsbrúsa. ODDNÝ G. HARÐARDÓTTIR FJÁRMÁLARÁÐHERRA REYKJAVÍK Íslandspóstur hefur ákveðið að loka útibúi sínu í Mjódd í Breiðholti vegna hag- ræðingar. Um er að ræða fjölmennasta hverfi lands- ins, þar sem um 20.500 manns búa. Póstaf- greiðslan við Dalveg í Kópa- vogi tekur við þjónustunni og er þar með ætlað að sinna íbúum Breiðholts og Kópavogs, eða rúmlega 50 þús- und manns. Kjartan Magnússon borgar- fulltrúi tók málið upp á borgar- stjórnarfundi í síðustu viku. Hann segir íbúa í Breiðholti og verslunar eigendur í Mjódd afar ósátta við fyrirhugaða lokun. - sv Loka í 20.500 manna hverfi: Pósturinn lokar Breiðholtsútibúi BANDARÍKIN, AP Einn lést og fjórir særðust þegar nemandi hóf skotárás í framhaldsskóla í bænum Chardon í Ohio í gær. Þrír hinna særðu eru í lífs- hættu. Morðinginn, sem er sautján ára gamall, hóf skot- hríð nálægt mötuneyti skólans um hádegisbil. Meira en þúsund nemendur stunda nám við skólann. Drengur sem varð vitni að árásinni segir skot- mark árásarmannsins hafa verið hóp nemenda sem sat við borð nálægt mötuneytinu. Þar sat sá sem lést í árásinni, en hann reyndi að fela sig undir borðinu þegar drengurinn dró upp byssu og hóf skothríðina. Sérsveit lögreglunnar var um leið send á vettvang en árásarmaðurinn náði að flýja eftir að kennarar hröktu hann burt úr byggingunni. Hann gaf sig þó fram við lögreglu síðar um daginn og var hand- tekinn í kjölfarið. Öðrum skólum í bænum var lokað í kjölfar árásarinnar, en nemendurnir voru flutt- ir í barnaskóla í nágrenninu þangað sem foreldrar komu og sóttu þá. Að sögn fjölmiðla vestanhafs hafði morðinginn verið lagður í einelti í skólanum og var álitinn utan- garðs af samnemendum sínum. - sv Einn lést og fjórir særðust þegar nemandi í framhaldsskóla í Ohio hóf skothríð: Sautján ára hóf skothríð í skóla MIKIL HRÆÐSLA GREIP UM SIG Ava Polaski, nemandi á öðru ári, fer af skólalóðinni í gær í fylgd móður sinnar eftir að lög- reglan var komin á staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARTAN MAGNÚSSON LÖGREGLUMÁL Kveikt var í timbur- húsi við Hverfisgötu í Hafnar- firði um fimmleytið í gær. Nágrannar tóku eftir því að eldur logaði utan á húsinu og náðu að slökkva í áður en hann barst út að ráði. Húsið var mannlaust, en tveir íbúanna eru meðlimir í vél- hjólagenginu Outlaws. Ekki sást til þess eða þeirra sem kveikti í. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu olli bruninn ekki meiriháttar skemmdum. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Kveikt í húsi í Hafnarfirði: Íbúar meðlimir í vélhjólagengi Sex óku dópaðir Um helgina voru sex ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þrír þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, tveir í Kópavogi og einn í Hafnarfirði. Þetta voru allt karlar á aldrinum 18-29 ára. LÖGREGLUMÁL LÖGREGLUMÁL Kynferðisbrotadeild lögreglunnar mun fara yfir upp- tökur úr eftirlitsmyndavélum í miðbænum til að varpa ljósi á hópnauðgun sem sextán ára stúlka tilkynnti um helgina. DV hafði í gær eftir Björg- vini Björgvinssyni, yfirmanni kynferðisbrotadeildar, að stúlkan hygðist leggja fram formlega kæru á hendur nokkrum mönn- um í dag. Stúlkan hafði verið að skemmta með vinkonum sínum þegar hún segir hóp manna hafa veist að sér. Einn nauðgaði henni en hinir stóðu hjá aðgerðalausir. - sv Hópnauðgun í húsasundi: Lögregla skoðar myndupptökur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.