Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 28. febrúar 2012 11 Hvert stefnir? Staða og þróun markaða Dagskrá: 08.30 Skráning og morgunverður 09.00 Ragna Árnadóttir fundarstjóri setur fundinn 09.10 Dr. Martin Feldstein, prófessor við Harvard háskóla Staða og þróun á erlendum mörkuðum 10.00 Már Guðmundsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands Staðan á Íslandi – ármálastöðugleiki 10.30 Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda Íslenskt fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum á óvissutímum 10.50 Theo Hoen, forstjóri Marels Hvað þarf til að halda íslenskum fyrirtækjum í landi? 11.10 Pallborðsumræður Skráðu þig á landsbankinn.is. Fjallað verður um yfirstandandi sviptingar á erlendum mörkuðum sem hafa mikil áhrif á íslenskt hagkerfi og endurreisn ís- lensks atvinnulífs. Einnig verður allað um efnahagsstöðugleika á Íslandi og hlut- skipti íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegum viðskiptum á þessum tímum. Sérstakur gestur ráðstefnunnar er Dr. Martin Feldstein, prófessor við Harvard háskóla, einn kunnasti hagfræðingur Bandaríkjanna. Landsbankinn býður til opinnar ráðstefnu um stöðu og þróun innlendra og erlendra markaða, fimmtudaginn 1. mars kl. 8.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 Eigendur samheitalyfjafyrirtækis- ins Actavis hafa átt í viðræðum við bandaríska lyfjafyrirtækið Wat- son um kaup á því. DV greindi frá þessu í gær. Ragnhildur Sverris- dóttir, talskona Björgólfs Thors Björgólfssonar stærsta eiganda Actavis, vildi hvorki játa né neita því að viðræður stæðu yfir við Watson. Hún sagði það þó ekkert launungarmál að Actavis væri til sölu ef rétt verð myndi fást fyrir fyrirtækið. Heimildir Fréttablaðsins herma að þreifingar hafi átt sér stað milli núverandi eigenda og lánardrottna Actavis og Watson um sölu á fyrir- tækinu. Takist að selja Actavis mun þorri söluandvirðisins renna til stærstu kröfuhafa Actavis, Deutsche bank, skilanefndar Landsbankans og Standard Bank. Fáist mjög hátt verð fyrir fyrir- tækið gætu Björgólfur Thor og lykilstarfsmenn Actavis einnig hagnast vel á sölunni. Watson er fimmta stærsta lyfja- fyrirtæki Bandaríkjanna. - þsj Bandaríska lyfjafyrirtækið Watson í þreifingum um kaup á Actavis: Fyrirtækið til sölu fyrir rétt verð EIGANDI Björgólfur Thor Björgólfsson er stærsti eigandi Actavis. VEL REKIÐ FÉLAG Þótt Arsenal hafi ekki gengið alveg sem skyldi á leiktíðinni er rekstur félagsins í góðum málum. NORDICPHOTOS/GETTY Enska knattspyrnufélagið Arsen al hagnaðist um 41,6 milljónir punda, eða sem nemur tæplega 9,3 milljörðum króna, á seinni helm- ingi ársins í fyrra. Sala leikmanna skipti sköpum fyrir reksturinn, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Rekstrarafkoman batnaði um 49,5 milljónir punda frá sama tímabili árið á undan en þá tapaði félagið 6,1 milljón punda. Salan á spænska landsliðs- manninum Cesc Fabregas til Barcelona og Frakkanum Samir Nasri til Manchester City skipti sköpum fyrir félagið á fyrr- nefndu tímabili og stóð undir stærstum hluta hagnaðarins. Góður rekstur á Arsenal: Hagnaðist um 9,3 milljarða Tæknifyrirtækið Nokia opinberaði í gær snjallsíma með 41 megapixils myndavél á tækniráðstefnu í Barce- lona. Samkvæmt talsmanni Nokia mun síminn búa yfir mörgum tækni- nýjungum. Þar á meðal er nýstár- leg tækni frá Dolby sem breytir stöðluðu tvírása hljóði í víðóma hljóð. Mál málanna er þó myndavél símans sem er með 41 megapixils upplausn. Hún er einnig með linsu frá Carl Zeiss. Að sögn Nokia getur myndavélin meðtekið gríðarlegt magn upplýs- inga og þar af leiðandi er upplausn ljósmyndanna mikil. Tæknin er köll- uð PureView og verður hún staðal- búnaður í næstu snjallsímum Nokia. Ritstjórar tæknifréttasíðunnar Engadget völdu MacBook Air fartölvu ársins í árlegu vali sínu á græjum ársins. Snjallsími Sam- sung, Galaxy Nexus, var valinn sími ársins. Engadget er ein vinsælasta tæknifréttasíða veraldar og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir umfjallanir sínar. Ritstjórum síð- unnar er fátt óviðkomandi og var græjunum skipt í 15 flokka. Tæknirisinn Apple sigraði í þremur flokkum. iPad var valin spjaldtölva ársins og iMac tölva ársins. Lesbretti ársins var Kindle Fire frá vefversluninni Amazon. Þá var Xbox 360 kosin leikjatölva ársins og ryksugan Roomba 7000 valin vélmenni árs- ins. Versta græja ársins var að mati Engadget snjallsíminn Thunder- bolt sem framleiddur er af HTC. Tæknigræjur ársins 2011: MacBook Air fartölva ársins NÝI SÍMINN Síminn skartar linsu frá Carl Zeiss. MYND/NOKIA Nýr sími frá Nokia kynntur í Barcelona í gær: 41 megapixils myndavél

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.