Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 29
KYNNING − AUGLÝSING Endurskoðun & bókhald28. FEBRÚAR 2012 ÞRIÐJUDAGUR 7 KPMG er umsvifamikið fyrirtæki þar sem starfa um 230 manns á ellefu skrifstofum og starfsstöðvum vítt og breitt um landið. Starfsemin skiptist í þrjú meginsvið, endurskoðunarsvið, skatta- og lögfræðisvið og fyrirtækjasvið. Tryggja minni fyrirtækjum góða þjónustu „Uppgjörs- og bókhaldssviðið er hluti af endurskoðunarsviðinu. Þar þjónustum við minni og meðalstóra aðila sem ekki óska eftir endurskoðun árs reikninga,“ segir Eyvindur Albertsson löggiltur endur- skoðandi hjá uppgjörs- og bókhaldssviði KPMG. Sviðið var sett á laggirnar fyrir nokkrum árum til að tryggja að minni og meðalstór fyrirtæki fengju jafn góða þjónustu og stærri fyrirtækin. „Það hafði áður komið fyrir að minni fyrirtækin fengju ekki nægjanlega góða þjónustu og því vildum við breyta,“ segir Eyvindur. Hátt í þrjátíu manns vinna á uppgjörs- og bókhaldssviðinu í Borgartúni en auk þess eru fleiri starfsmenn á starfsstöðvum úti á landi. „Þessi þjónusta hefur mælst mjög vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar,“ segir Eyvindur og bendir á nauðsyn þess að styðja við fyrirtæki í vexti. „Maður veit aldrei hvenær þessi litlu fyrirtæki verða að stórum viðskiptavinum og því nauðsyn- legt að veita þeim góða þjónustu meðan þau vaxa og dafna.“ Bókhald frá a til ö Uppgjörs- og bókhaldssvið KPMG sinnir margs konar þjónustu, svo sem bókhaldi, uppgjörum, gerð ársreikninga, skattskilum og launavinnslu. „Við bjóðum upp á alla almenna bók- haldsþjónustu í dk fjárhagsbókhaldi en höfum jafnframt þekkingu á öðrum bók- haldskerfum sem eru á markaðnum á borð við Navision, Axapta, TOK, TOK+, Stólpa og Ópusallt,“ segir Eyvindur . Þegar bókhald hvers virðisaukaskatts- tímabils hefur verið fært og afstemmt útbúa starfsmenn sviðsins virðisauka- skattsskýrslu fyrir tímabilið sé viðskipta- vinurinn í virðisaukaskattskyldum rekstri. „Þá sjáum við um að senda skýrsluna í raf- rænu formi til skattstjóra og viðskipta- vinurinn getur greitt hana í heimabanka sínum,“ útskýrir Eyvindur og bendir á að sum fyrirtæki kjósi að fá bókara frá KPMG til að koma til sín og vinna í þeirra eigin tölvukerfum. „Sú þjónusta okkar hefur mælst mjög vel fyrir.“ Vistun dk bókhaldskerfis „Í samvinnu við dk hugbúnað ehf. bjóðum við vistun dk bókhaldskerfis. Bókhalds- kerfið er þá vistað hjá dk hugbúnaði ehf. sem sér um að ávallt sé unnið á nýjustu útgáfu kerfisins auk daglegrar afritatöku sem er afar mikilvægt,“ segir Eyvindur. Hann bendir á að viðskiptavinir KPMG geti þannig fært sölureikninga hjá sér ásamt innborgunum viðskiptavina og haft dag- lega yfirlit yfir viðskiptafærslur. „Við hjá KPMG færum fjárhagsbókhald- ið á skrifstofu okkar eða hjá viðkomandi viðskiptavini. Sífellt f leiri nýta sér að fá starfsmann frá KPMG til sín enda hefur það sýnt sig að vera hagkvæmt og auk þess fylgja því þægindi að þurfa ekki að flytja gögn á milli húsa.“ Viðskiptavinurinn hefur því beinan aðgang í bókhaldskerfið og yfirsýn um rekstur og stöðu félagsins á hverjum tíma. „Auk færslu bókhalds tökum við að okkur að útbúa og senda út sölureikninga fyrir viðskiptavini,“ tekur Eyvindur fram. Gerð ársreikninga Uppgjörs- og bókhaldssvið býður við- skiptavinum sínum faglega og ekki síst áreiðanlega þjónustu við gerð ársreikninga og árshlutareikninga hvort sem viðskipta- vinurinn færir bókhald sitt sjálfur eða það fært hjá KPMG. „Við getum tekið við rafrænum færslum til uppgjörs úr öllum helstu bókhalds- kerfum sem eru á markaðnum,“ segir Eyvindur. Skattframtöl fyrir einstaklinga og fyrirtæki „Við önnumst gerð skattframtala, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki,“ segir Ey- vindur og bendir á að á uppgjörs- og bók- haldssviði starfi löggiltir endurskoðend- ur og sérfræðingar á sviði skattamála. „Þá störfum við einnig í náinni samvinnu við skatta- og lögfræðisvið KPMG,“ segir hann. Einnig er veitt skattaleg ráðgjöf á sviðinu. „Þá tökum við að okkur að svara kærum og fyrirspurnum skattyfirvalda ef þess er óskað.“ Launaútreikningur er oft flókinn Eyvindur segir æ algengara að bæði stórir og smáir rekstraraðilar fái utanaðkomandi aðila til að sjá um launaútreikninga hvort sem er að hluta til eða öllu leyti. „ Ástæðan er meðal annars að launaútreikningur er oft flókinn og ekki síður sú launaleynd sem oft er krafist að viðhöfð sé í fyrirtækjum,“ segir Eyvindur en uppgjörs- og bókhalds- svið KPMG annast launavinnslur fyrir rekstraraðila og félög. „Við færum launabókhald, sendum launamönnum launaseðla á pappír eða í rafrænu formi, útbúum skilagreinar til líf- eyrissjóða, stéttarfélaga og skattyfirvalda,“ segir hann en í árslok eru útbúnir launa- miðar og þeir sendir skattyfirvöldum og launþegum ef þess er óskað. „Ef viðskipta- vinurinn færir sjálfur fjárhagsbókhald sitt sendum við honum dagbókarskrá yfir launavinnslur, annaðhvort til innsláttar eða í rafrænu formi til innlestrar.“ Mikil sérfræðikunnátta á einum stað „Við finnum fyrir því að margir hræðast stór fyrirtæki á borð við KPMG. Það er hins vegar alger óþarfi. Okkar helsti kostur er sá að við höfum yfir að ráða fjölda sérfræð- inga sem við getum leitað til eftir því af hvaða toga verkefnið er,“ segir Eyvindur. Á uppgjörs- og bókhaldssviði KPMG starfar vel þjálfað reynslumikið starfsfólk, meðal annarra löggiltir endurskoðendur, viður- kenndir bókarar og starfsfólk sem er með mikla reynslu af uppgjörum og hefur yfirsýn yfir flestar tegundir atvinnurekstrar í landinu. „Þá teljum við okkur einnig mjög samkeppnisfæra í verði í þessum geira,“ segir Eyvindur og bendir að lokum á heima- síðu KPMG www.kpmg.is fyrir þá sem vilja kynna sér starfsemi fyrirtækisins nánar. KPMG vill tryggja öllum viðskipta- vinum sínum jafn góða þjónustu Uppgjörs- og bókhaldssvið KPMG sinnir margs konar þjónustu sem nýtist fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum líkt og í bókhaldi, uppgjörum, gerð ársreikninga, skattskilum og launavinnslu. Á sviðinu vinnur reynslumikið og vel þjálfað starfsfólk bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. Á uppgjörs- og bókhaldssviði KPMG starfar vel þjálfað og reynslumikið starfsfólk. „Okkar helsti kostur er sá að við höfum yfir að ráða fjölda sérfræðinga sem við getum leitað til eftir því af hvaða toga verkefnið er,” segir Eyvindur Albertsson, löggiltur endurskoðandi hjá uppgjörs- og bókhaldssviði KPMG. MYND/VALLI Á uppgjörs- og bókhaldssviði KPMG þjónustum við minni og meðalstóra aðila sem ekki óska eftir endurskoðun ársreikninga. Sviðið var sett á laggirnar til að tryggja að þessi fyrirtæki fengju jafn góða þjónustu og stærri fyrirtækin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.