Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 10
28. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR10 Umsjón: nánar á visir.is Allt að hundrað aðilum sem teljast ekki fagfjárfestar samkvæmt lögum verður boðið að taka þátt í lokuðu útboði á sölu Eignabjargs ehf., dótturfélags Arion banka, á að lágmarki 10% hlut í Högum. Þá veitti Fjármálaeftirlitið (FME) Eignabjargi, dótturfélagi Arion banka, á föstudag leyfi til að eiga 10% hlut í félaginu. Eftirlitið hafði áður gert félaginu að selja allan hlut sinn í Högum fyrir 1. mars næstkomandi. Eignabjarg tilkynnti seint á föstudag að félagið myndi selja að minnsta kosti 10% hlut í Högum í lokuðu útboði í þessari viku. Útboðið var ekki hafið í gær og mun því að öllum líkindum standa yfir í dag og á morgun. Halldór Bjarkar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri fjárfestinga- sviðs Arion banka, segir að þó að FME hafi veitt Eignabjargi leyfi til að eiga áfram hlut í Högum þá muni það á ein hverjum tímapunkti selja alla eign sína í félaginu. „Samkvæmt ákvörðun FME var okkur skylt að selja allan hlutinn, eða tæp 20%. En nú hafa þeir veitt okkur heimild til að sitja með ákveðið magn af bréfum í við skiptum fyrir eigin reikning. FME staðfesti það við okkur í síðustu viku, á föstudag, að þeir myndu draga mörkin við 10%. Ef við færum undir þau mörk í eignar haldi þá væri þeirra afskipt- um að málinu lokið.“ Að sögn Halldórs er stjórn Eignabjargs ekki búin að gera það upp við sig um hversu mikið verður selt í útboðinu í þessari viku. Það fari algjörlega eftir áhuga og verðhugmyndum áhuga- samra fjárfesta. Útboðið er lokað og Eigna- bjarg mun bjóða völdum aðilum að taka þátt í því. Þeir verða fag- fjárfestar á borð við lífeyrissjóði og fjár festinga sjóði auk þess sem Eignabjarg mun bjóða völdum fjárfestum sem ekki falla undir þá skilgreiningu að taka þátt. Halldór segir það vera í samræmi við heimild í lögum. „Sú heimild segir að það sé heimilt að bjóða allt að hundrað fjárfestum sem ekki eru með þann stimpil að vera hæfir fjárfestar inn í lokað útboð án þess að gefa út viðbótarupplýsingar og viðauka við útboðslýsinguna.“ Eignabjarg er sem stendur stærsti einstaki eigandi Haga með um 20% hlut. thordur@frettabladid.is JAPAN, AP Allir stjórnarmenn í jap- anska stórfyrirtækinu Olympus hafa sagt af sér og ný forysta hefur tekið við. Vonast er til þess að með því verði hægt að snúa fyrirtækinu til betri vegar eftir hneykslismál síðustu mánaða. Í lok síðasta árs kom í ljós að menn í efstu stöðum innan fyrir- tækisins höfðu um árabil reynt að breiða kerfisbundið yfir gríðarlegt tap á fjárfestingum. Alls tapaði Olympus um 117,7 milljörðum jena, að jafngildi um 180 milljarða króna, með þessum hætti, en tapið var falið fyrir hluthöfum og eftir- litsaðilum. Fyrr í mánuðinum voru þrír fyrrum stjórnendur Olympus handteknir fyrir að standa á bak við yfirhylminguna, sem kom í ljós eftir rannsókn og yfir- lýsingar fyrrum forstjóra. Sá hafði einmitt verið rekinn fyrir að fetta fingur út í vafasamar færslur í reikningum fyrirtækisins. - þj Uppgjör hafið hjá ljósmyndarisanum Olympus: Stjórnin sagði af sér eftir hneykslismál NÝIR MENN Í BRÚNNI Í gær var tilkynnt að allir stjórnarmenn Olympus hefðu sagt af sér í kjölfar hneykslismála. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMÞÆTTING Við hjálpum þér að fá meira út úr fjárfestingu í viðskiptalausnum með samþættingu við önnur upplýsingakerfi. VIÐSKIPTALAUSNIR Bjóðum uppá þrautreyndar viðskiptalausnir, eins og Microsoft Dynamics NAV og LS Retail. RÁÐGJÖF Hjá Rue de Net starfar samstíga hópur sérfræðinga með áralanga reynslu af rekstri og innleiðingu viðskiptakerfa. KERFISÖRYGGI Við tryggjum hámarks virkni og áreiðanleika viðskiptalausna þinna. Framúrskarandi lausnir á einum stað www.ruedenet i. s Rue de Net Reykjavík - Vesturgötu 2a, 101 Reykjavík - Sími: 414 5050 - ruedenet@ruedenet.is REYNSLA, ÞJÓNUSTA OG PERSÓNULEG RÁÐGJÖF Rue de Net hefur yfir að ráða samstíga hópi sérfræðinga með áralanga reynslu af rekstri viðskiptakerfa, innleiðingu og samþættingu viðskiptalausna. Við leggjum áherslu á nána og persónulega ráðgjöf þar sem ráðgjafi Rue de Net kemur að verkferlinu frá byrjun til enda, frá sölu til afhendingar vöru, lausnar og þjónustu. Arion má eiga 10% hlut í Högum áfram FME veitti dótturfélagi Arion banka leyfi í lok síðustu viku til að eiga 10% hlut í Högum. Áður átti bankinn að selja hlutinn fyrir 1. mars. Allt að hundrað fjár- festum öðrum en fagfjárfestum boðið að taka þátt í lokuðu útboði. HAGAR Félagið var sett á markað í desember síðastliðnum og hlutabréf þess hafa hækkað um fimmtung í verði síðan þá. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hagar högnuðust um 1,9 milljarða króna frá 1. mars til loka nóvember 2011. Félagið seldi vörur fyrir 49,9 milljarða króna á tímabilinu og átti eigið fé upp á 5,7 milljarða króna í lok þess. Samkvæmt nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins eru Hagar, sem reka m.a. Bónus og Hagkaup, með 53% hlutdeild á dagvörumarkaði. Samstæðan er því sú langstærsta innan hans á Íslandi. Þegar horft er einvörðungu til höfuðborgarsvæðisins er markaðshlutdeild Haga um 60%. Félagið hefur staðfesta markaðsráðandi stöðu í skilningi samkeppnislaga. Hagar í góðum rekstri 973,21 VAR GENGI íslensku hlutabréfavísitölunnar OMXI6ISK við lokun í gær. Hún hefur hækkað um 7,0% frá áramótum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.