Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 8
28. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR8 1. Hvað heitir ný veira sem lagst hefur þungt á sauðfé í Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi? 2. Hvað brautskráðust margir nemendur frá Háskóla Íslands um helgina? 3. Hver er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis? SVÖRIN 1. Schmallenberg-veira. 2. Fjögurhundruð áttatíu og fjórir. 3. Helgi Hjörvar. FRÉTTASKÝRING Hver er stuðningur við aðildarvið- ræður við ESB hjá þingmönnum? Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra opinberaði þá skoðun sína um helgina að standa ætti við fyrri tímaplön varðandi aðildarviðræð- ur að Evrópusambandinu (ESB) og kjósa um fullgerðan samning á þessu kjörtímabili. Sú yfirlýsing fór illa í ráðherra utanríkismála, Össur Skarphéðinsson, sem segir við Morgunblaðið að það sé ávísun á vanbúinn samning. Hefðu menn viljað standa við tímaplanið hefði átt að setja meiri trukk í viðræðurnar fyrr, ekki þvælast fyrir þeim eins og margir hafi gert, ekki síst í flokki innanríkisráðherrans. Aðildarumsóknin er ríkis- stjórninni flókin og hefur verið frá upphafi. Samkvæmt stjórnar- sáttmála var samþykkt tillaga um umsókn, sem ljóst var að var í and- stöðu við stefnu Vinstri grænna. Samningur skyldi lagður undir þjóð- ina og flokkarnir höguðu málflutn- ingi sínum í takt við stefnuskrána. Sú staða hefur því verið uppi að ríkisstjórnin stendur fyrir umsókn að sambandi sem helmingur hennar hefur ekki áhuga á að tilheyra. Andstöðu gagnvart aðildar- umsókninni er að finna í Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokki og ekki síst Framsóknarflokki. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður síðast- nefnda flokksins, hefur reglulega lagt fram tillögu um að þjóðin verði spurð álits á því hvort viðræðum skuli haldið áfram. Nú leggur hún til að kosið verði samhliða forseta- kosningum í sumar. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á landsfundi sínum árið 2010 að gera ætti hlé á aðildarviðræðum og leggja það í dóm þjóðarinnar hvort þeim yrði fram haldið. Í umræðum um tillöguna kom fram að með því fengist skýrt umboð til áfram- haldandi viðræðna, samþykkti þjóð- in slíka tillögu. Hafni þjóðin henni sé hægt að segja sig frá viðræðun- um strax og eyða ekki frekari tíma vina- og frændþjóða í samningana. Fyrir liggur að stjórnarmeiri- hlutinn hyggst leggja frumvarps- drög stjórnlagaráðs í þjóðarat- kvæði, líklega í sumar, og vinna svo lagafrumvarp upp úr niðurstöðunni. Heimildarmenn Fréttablaðsins hafa spurt hvort ekki gildi hið sama um Evrópumálin. Með því að spyrja þjóðina beint fáist álit hennar á aðildarviðræðunum sem síðan verði unnið úr. Það geti heldur ekki verið flókið í framsetningu að bæta við einni já/nei spurningu, fyrst á annað borð eigi að útvíkka forseta- kosningarnar. Ljóst er að tillaga þess efnis gæti reynst stjórninni erfiður ljár í þúfu. Það gæti reynst erfitt að skýra af hverju þjóðin sé spurð álits í miðju stjórnarskrárferli, en ekki megi fyrir nokkurn mun gera slíkt hið sama í miðju umsóknarferli. Þá er óvíst hver afstaða einstakra þing- manna VG yrði gagnvart slíkri tillögu. kolbeinn@frettabladid.is Vaxandi vilji til að kjósa um viðræður Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur vilja að þjóðin kjósi um áframhald aðildar- viðræðna að ESB. Ráðherra vill klára samning og að þjóðin kjósi á kjörtíma- bilinu. ESB-tillaga gæti fylgt stjórnarskrártillögu samhliða forsetakosningum. Sjálfstæðisflokkurinn varaði við því að hafnar yrðu aðildarviðræður við ESB án þess að ákvörðun um að óska eftir aðild væri tekin á grundvelli breiðrar samstöðu í samfélaginu og án þess að skýr samningsmarkmið lægju fyrir. Ekkert tillit var tekið til þeirra aðvarana og eru aðildarviðræðurnar nú í ógöngum á ábyrgð klofinnar ríkisstjórnar til málsins. Landsfundur ályktar að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samþykkt landsfundar 2010 KJÖRKASSI Stjórnarliðar vilja að þjóðin kjósi um stjórnarskrá samhliða forseta- kosningum í sumar. Stjórnarandstaðan vill að þjóðin kjósi um áframhald aðildar- viðræðna við ESB við sama tækifæri. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. DÓMSMÁL Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, hefur stefnt Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar, fyrir dóm vegna meiðyrða. Ragnar krefur Þór um hálfa milljón króna í miskabætur. Tilefnið er ummæli sem Þór lét falla í samtali við DV þess efnis að Ragnar hefði þegið greiðslur frá Landssambandi íslenskra útvegs- manna í áratugi. „Ég missti það út úr mér á harðahlaupum í samtali við blaða- mann DV að hann væri búinn að vera á launum hjá LÍÚ í langan tíma. Svo hafði Ragnar nú sam- band við mig símleiðis og útskýrði fyrir mér að þetta væri rangt og bað mig að leiðrétta þetta,“ segir Þór. Það hafi verið gert en allt hafi komið fyrir ekki. Þór er ósáttur við að Ragnar skuli grípa til þessa úrræðis og telur það setja tjáningarfrelsi hans skorður. „Þetta er búið að kosta mig 250 þúsund nú þegar og mun örugglega kosta mig milljón þegar upp er staðið. Út af einhverju svona algjöru kjaftæði.“ Ragnar vildi ekki tjá sig um málið en vísaði á lögmann sinn, Huldu Árnadóttur. Hún segir að leiðréttingin í DV hafi ekki verið fullnægjandi. „Ragnar fór þess á leit við hann að hann bæðist opinberlega afsökunar og drægi ummælin til baka en hann var ekki fús til þess og þar af leiðandi var Ragnar nauðbeygður til að höfða þetta mál til að fá ummælin dæmd dauð og ómerk,“ segir Hulda. - sh „Algjört kjaftæði,“ segir Þór Saari, sem segist hafa leiðrétt brigslyrði um LÍÚ: Prófessor stefnir alþingismanni RAGNAR ÁRNASON ÞÓR SAARI BRUSSEL, AP Utanríkisráðherrar ESB ákváðu í gær að herða enn refsiaðgerðir sínar gegn stjórn- völdum í Sýrlandi. Markmiðið er að þrýsta á um að stjórnvöld slaki á klónni í aðgerðum gegn stjórnar- andstæðingum í landinu. Sambandið fyrirskipaði að eigur fjölmargra embættismanna í stjórn Bashars Assad forseta skyldu frystar auk þess sem gripið er til aðgerða gegn seðlabanka landsins. Þá er tekið fyrir við- skipti með demanta, gull og aðra eðalmálma frá Sýrlandi og vöru- flug til landsins eru bönnuð. ESB hefur þegar komið á margs konar þvingunaraðgerðum og meðal annars fryst eigur um 100 einstaklinga og 38 fyrirtækja. Það hefur ekki skilað miklu þar sem Assad situr sem fastast. Talið er að um 8.000 manns hafi látist í átökunum á tæpu ári. Þrátt fyrir ástandið í landinu efndi Assad til þjóðaratkvæða- greiðslu um nýja stjórnarskrá. Þar er meðal annars kveðið á um að fleiri stjórnmálaflokkar verði leyfðir og að forseti megi gegna embætti í tvö sjö ára kjörtímabil hið mesta. Tillagan var samþykkt með 89 prósentum atkvæða, en stjórnar- andstæðingar sniðgengu kosning- arnar og sögðu þær skrípaleik. - þj Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins taka á ástandinu í Sýrlandi: Herða refsiaðgerðir gegn Assad FRÁ SÝRLANDI Bardagar geysa enn í Sýr- landi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EVRÓPUMÁL Morten Jung, yfir maður Íslandsmála hjá stækkunar skrifstofu ESB, og Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, koma fram á kynningar- fundi á Hótel KEA á Akureyri annað kvöld milli kl. 17 og 18. Þar munu þeir fjalla um stöðu mála innan ESB og gang aðildar- viðræðna sambandsins við Ísland. Fundurinn er á vegum Evrópustofu, upplýsingarmið- stöðvar ESB, og er hluti af röð slíkra funda sem haldnir verða út um allt land á komandi vikum. - þj Evrópustofa á Íslandi: Funda um ESB á Hótel KEA Félagsfundur Sjálfsbjargar félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn í kvöld, þriðjudag, kl. 19.30 í félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Fundarefni: Sjálfsbjörg – þekkingarmiðstöð, staða mála. Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir hópstjóri flytur erindi. Að erindi loknu svara Guðbjörg Kristín og Tryggvi Friðjónsson framkvæmdastjóri fyrirspurnum úr sal. Kaffiveitingar Söngdívurnar flytja nokkur lög Ásta Dís flytur hugleiðingar um jákvæðni Allir velkomnir. Félagsfundur Alla virka daga kl. 18.00 Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.