Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 16
16 28. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR Ögmundur Jónasson innan-r í k isráðherra sk r i far athygliverða grein um lífeyris- kerfi okkar Íslendinga, sem birt- ist í fjölmiðlum fyrir nokkru. Í greininni varpar Ögmundur fram þeirri spurningu hvort íslenska hagkerfið rísi undir því að lífeyrissjóðir fjárfesti sextíu til áttatíu milljarða árlega. Einn- ig hvort líklegt sé að fjárfesting- arnar gefi af sér þann arð sem lífeyrissjóðirnir telja sig þurfa til að rísa undir því réttinda- kerfi sem sjóðirnir hafa skuld- bundið sig til að veita. Í greininni lýsir Ögmundur því yfir að lífeyrissjóðirnir eigi að fjármagna samfélags- lega verðug verkefni. Slíkt eigi að gera með milligöngu ríkis og sveitarfélaga, því annars sé „hætt við að þessi góði ásetn- ingur snúist upp í að verða tæki til markaðsvæðingar á þessum sömu innviðum“. Orðrétt segir Ögmundur einnig: „Lífeyris- sjóðirnir gætu lánað fjármagn til uppbyggilegra verkefna en á mjög hagstæðum kjörum.“ Ögmundur leggur oft gott til en í þessu máli finnst mér hann sveiflast öfganna á milli. Ljóst er að hann vill augsýnilega að lífeyrissjóðirnir láni ráðstöf- unarfé sitt beint til ríkisins og sveitarfélaganna á kjörum sem eru lakari en almennt gerist á markaði. „Lífeyrissjóðakerfið byggir á braski“ var haft eftir Ögmundi í fjölmiðlum fyrir nokkru. Þessi skoðun hans er hins vegar ekki ný af nálinni því oft hefur hann talað um svokallaða „braskvæðingu“ lífeyrissjóðanna. Sýndarveruleiki og gjaldeyris- hömlur Ögmundur hefur áhyggjur af stærð íslenska lífeyrissjóða- kerfisins og hvort hægt verði að fjárfesta ráðstöfunarfé sjóð- anna öllu innanlands. Ég tek að nokkru leyti undir þessa skoðun hans. Við búum í dag við ákveð- inn sýndarveruleika vegna hruns fjármálakerfisins í október 2008. Þar á ég við þær gjaldeyris- hömlur sem gilda í landinu. Líf- eyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis sem þeim er nauðsyn- legt, þó ekki væri til annars en að dreifa áhættunni í eignasöfn- um sínum. Jafnskjótt og heim- ild fæst til að fjárfesta erlendis munu áhyggjur okkar Ögmund- ar hverfa eins og dögg fyrir sólu. Við afléttingu gjaldeyrishaft- anna ætti að setja í lög að lífeyr- issjóðum væri einungis heimilt að fjárfesta innanlands fyrir t.d. 35% af ráðstöfunarfé sjóðanna. Verðum þess minnug að norski Olíusjóðurinn (no. Statens Pen- sjonsfond) sem er í ríkiseign fjárfestir allt sitt ráðstöfunarfé erlendis og um það eru engar deilur í Noregi. Okkur er öllum hollt að upp- lýst sé hvernig aðrar þjóðir haga fjárfestingum varðandi lífeyrissparnað, hvort sem um er að ræða lífeyrissjóðina sjálfa eða sjóði á vegum almannatrygg- inga, ekki síst þar sem Ögmund- ur leggur til að nýr svokallað- ur Auðlindasjóður, sem nú er í burðarliðnum, fái það hlutverk að fjármagna almannatrygg- ingakerfið. Hvernig er þess- um málum háttað hjá frændum okkar á Norðurlöndum, sem lengi hafa búið við norræna velferð? Hvað gera aðrar Norðurlanda- þjóðir? Lífeyriskerfin hafa þróast með mismunandi hætti á Norður- löndum. Við Íslendingar bárum gæfu til að setja á stofn lífeyris- sjóði fyrir almennt verkafólk á vordögum 1969, en þá var mikil efnahagsleg lægð á Íslandi með tilheyrandi landflótta. Hér á landi var sem sagt ekki stofn- aður ríkisrekinn lífeyrissjóður eins og gerðist á Norðurlönd- um og má lesa um þá sögulegu ákvörðun í gagnmerkri masters- ritgerð Sigurðar E. Guðmunds- sonar um lífeyrissjóðina 1960- 1980. Hjá öðrum Norðurlandaþjóð- um var hins vegar komið á fót ríkisreknum lífeyrissjóðum, en það sem er einkennandi fyrir þá alla er að fjárfestingaheim- ildir þeirra eru svipaðar þeim sem gilda varðandi heimildir íslensku lífeyrissjóðina. Ef eitt- hvað er, þá eru þær rýmri, sbr. norska Olíusjóðinn, sem eins og áður segir, fjárfestir einvörð- ungu erlendis. Hvað varðar Danmörku, þá hefur hinn ríkisrekni ATP líf- eyrissjóður (d. Arbejdsmarke- dets Tillægspension) unnið fjölmörg erlend verðlaun fyrir framúrskarandi fjárfestingarár- angur og var t.a.m. í vetur val- inn besti lífeyrissjóður Evrópu. Þá má ekki gleyma sænsku AP- sjóðunum fimm (e. National Pen- sion Funds), sem eru eiginlega fjárfestingarsjóðir sem styðja vel við almannatryggingakerfið sænska. Þar er nú heldur betur „braskað” með fjármuni almenn- ings samkvæmt skilgreiningu Ögmundar. Þá má með engu móti gleyma að minnast á PPM (e. Premium Pension Authority) í Svíþjóð, sem er hluti almanna- tryggingakerfisins en gefur landsmönnum kost á því að fjár- festa 2,5% af launum sínum hjá fjölmörgum verðbréfafyrirtækj- um sem bjóða upp á margvíslega fjárfestingakosti. Að lána á „hagstæðum kjörum” Þannig er ljóst að þó ekki væri litið til annarra lífeyrissjóða á Norðurlöndum en til þeirra sem eru ríkisreknir, þá dytti frænd- um okkar ekki til hugar að þeir sjóðir láni allt ráðstöfunarfé sitt beint til ríkisins og sveitar- félaganna á kjörum sem eru lak- ari en almennt gerist á markaði eða á „mjög hagstæðum kjör- um“ svo vitnað sé aftur orðrétt í umrædda grein Ögmundar. Eins og áður er getið þá hefur lífeyrissjóðum á Íslandi frá hruni verið bannað að fjárfesta erlendis. Þeir hafa því ekki haft tækifæri til að nýta sér kaup- tækifæri erlendis eins og líf- eyrissjóðir annarra landa. Þetta sést m.a. af ávöxtun norska Olíu- sjóðsins. Ávöxtun norska sjóðs- ins var neikvæð um 23% árið 2008 en það snérist við á árinu 2009 í takt við þróun hlutabréfa- markaða þegar hún var jákvæð um 26%. Að lokum þetta. Mér dettur helst í hug að skoðanir Ögmund- ar séu settar fram til að vekja upp almennar umræður um fjárfestingar lífeyrissjóðanna, miklu frekar heldur en að þær séu teknar of alvarlega, a.m.k. hvað varðar að láta skuldsettan ríkissjóð, hvað þá skuldug sveit- arfélög valsa með lífeyrissparn- að landsmanna á „hagstæðum kjörum“. Vonandi hef ég rétt fyrir mér í þeim efnum. Björt framtíð lífeyriskerfisins? Ritstjóri Fréttablaðsins fjallaði um stöðu rammaáætlunar í leiðara fyrir skömmu og dró þar ályktanir sem vert er að ræða. Í fyrsta lagi óttaðist ritstjórinn um afdrif rammaáætlunar vegna afstöðu náttúruverndarhreyfing- arinnar. Skilja mátti á ritstjór- anum að almenn sátt væri um drög að tillögum um rammaáætl- un í samfélaginu og að óánægju gætti einungis í röðum náttúru- verndarhreyfingarinnar og þing- manna VG. Því fer fjarri. Samtök ferðaþjónustunnar, sveitarfélög og Verndarsjóður villtra laxa eru meðal þeirra fjölmörgu sem gera athugasemdir við tillög- urnar og vilja fækka svæðum í orkunýtingarflokki. Í öðru lagi skrifar ritstjórinn að „aðeins“ um fjórðungur virkj- anlegrar orku á landinu fari í nýtingarflokk samkvæmt tillög- unum og að það þætti einhverj- um umtalsverður sigur náttúru- verndar. Tillögurnar gera ráð fyrir virkjunum sem munu framleiða 13.234 gígawattstundir. Það er orka sem jafnast á við rétt tæpar þrjár Kárahnjúkavirkjanir og aflað verður með fjölda virkjana, t.d. inni á miðju hálendi. Það þarf fjörugt ímyndunarafl til að túlka það sem sigur náttúruverndar. Fullyrðingar ritstjórans um að þetta sé fjórðungur virkjanlegr- ar orku í landinu standast held- ur ekki skoðun. Í nýlegri skýrslu um orkustefnu fyrir Ísland kemur fram að við séum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Tillögur í drögum að rammaáætl- un fara því nærri því að klára alla orkukosti sem eftir eru í land- inu, ekki nema að ritstjórinn sjái fyrir sér virkjanir í Trölladyngju, Skjálfandafljóti, Hveravöllum og fleiri svæðum með mikið og óumdeilt verndargildi. Í þriðja lagi skrifar ritstjórinn að uppbygging stóriðju sé eitt af tækifærum okkar til atvinnu- uppbyggingar og hagvaxtar og að ákvörðun um að virkja ekki meira væri ákvörðun um að afþakka hagvöxt. Nú er það svo að hagvöxtur er hvorki algild- ur né óumdeildur mælikvarði á árangur. Líklega stuðlaði Orku- veita Reykjavíkur að miklum hagvexti á þeim árum sem fyrir- tækinu var stýrt nærri gjaldþroti með óábyrgum fjárfestingum, þ.á m. í virkjanaframkvæmd- um fyrir stóriðju. Almenning- ur hefur fengið að greiða fyrir þau hagvaxtaráhrif með miklum hækkunum orkuverðs og með- fylgjandi verðbólguáhrifum á fasteignalán. Um áhrif stóriðju á atvinnuupp- byggingu má einnig deila. Þannig minnti Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, á það á nýafstöðnu Við- skiptaþingi að gæta þyrfti að því að risavaxin verkefni, t.d. í orku- frekum iðnaði, gerðu ekki illt verra með ruðningsáhrifum. Þá hefur Finnbogi Jónsson, núver- andi framkvæmdastjóri Fram- takssjóðs Íslands, sagt að störf í stóriðju séu þau dýrustu í heimi. Skapa mætti mun fleiri störf við nýsköpun fyrir sama fé. Fjölmiðlar leika lykilhlutverk í samfélaginu með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóð- félagsumræðu og veita aðhald. Í rannsóknarskýrslu Alþingis segir að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki náð að rækja það hlutverk í aðdraganda bankahrunsins, þeir hafi þvert á móti átt stóran hlut í því hve umræða um fjármála- fyrirtækin var bæði umfangs- mikil og lofsamleg. Fjölmiðlar tóku þannig virkan þátt í að blása upp bankabólu þar til hún sprakk. Ætla þeir líka að blása í orkubóluna af sama ákafa? Ritstjóri blæs í orkublöðruna Nú nýlega gekk dómur vegna vaxta á gengistryggðum lánum. Varð uppi fótur og fit. Alls kyns sérfræðingar túlkuðu dóm- inn í fjölmiðlum á þennan og hinn veginn. Beðið var um lögfræði- álit og ýmsir töldu að það þyrfti fleiri dóma til að ná niðurstöðu. Viðskipta- og efnahagsnefnd þingsins fundaði stíft og mun funda stíft áfram, kallandi til sín sérfræðinga og bankamenn til að ræða málin. Ráðherrar tjáðu sig af varfærni, sögðu að dómurinn þýddi ekki endilega hagsbætur fyrir almenning. Og enn var rætt um það hvort bankarnir hefðu efni á að fara eftir niðurstöðu dómsins en þetta var talið munu kosta einhverja tugi milljarða. Mig minnir að svipað ferli hafi farið í gang þegar Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögmæt á sínum tíma. Sem sagt: Enn einu sinni þorir enginn að taka af skarið heldur er talað út í það óendanlega og ríkis- stjórnin passar sig á því að segja og gera ekkert sem gæti rugg- að bátnum. Tengt þessu, en þó í öðru samhengi, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra nýlega að það sé engin hókus pókus aðferð til við að færa niður skuldir heimilanna og efnahags- ráðherra segir að ekki megi skapa væntingar sem ekki sé hægt að standa við og að menn eigi að stíga varlega til jarðar. En það er til hókus pókus aðferð sem hefur verið notuð und- anfarna mánuði. Bankarnir hafa þegjandi og hljóðalaust afskrifað 548,5 milljarða hjá fyrirtækjum og auðmönnum, þar af 388 millj- arða hjá fjárfestinga- og eignar- haldsfyrirtækjum samkvæmt tölum frá RUV. Ekki minnist ég þess að nokkur maður hafi tjáð sig um þessi mál áður en afskrift- irnar áttu sér stað, eða að beðið hafi verið um nokkurt lögfræ- ðiálit, eða að rætt hafi verið um það hvort bankarnir hefðu efni á þessum afskriftum eða að við- skipta- og efnahagsnefnd þingsins hafi kallað fólk til sín og fundað stíft. Hókus pókus aðferðin felst einfaldlega í því að gera hlutina og tala ekki við nokkurn mann. Og svo er gott að geta beitt banka- leynd til að fela allt subbið. Hvernig má það vera að allt púðrið í umræðunni fari í afskrift- ir heimila sem eru „aðeins“ 196,3 milljarðar? Þar af eru 42,6 millj- arðar vegna 110% leiðarinnar en hitt aðallega vegna niðurstöðu dóm- stóla. Allar lausnir sem stjórnmála- menn geta hugsanlega eignað sér hafa sem sagt skilað 42,6 milljörð- um, dómstólarnir sáu um hitt! En bankarnir hafa fengið frítt spil með að afskrifa óþægileg mál án nokk- urrar umræðu. Bankarnir hafa á þennan hátt falið eigin útlánamis- tök þar sem lánað var án raunveru- legra veða til starfsmanna, vina, kunningja og eigenda. Þetta er auðvitað galið. En fyrst ríkisstjórnin bar ekki gæfu til að setja leikreglur um afskriftir í upphafi kjörtímabils þá er bráðnauðsynlegt að gera það núna. Ríkisstjórnin þarf aðeins að ákveða leiðina, með lagasetningu ef þarf, og skipa bönkum og lífeyrissjóðum að fara eftir þeirri leið sem valin er. Og ekki hlusta á grátkór banka og lífeyrissjóða enda virðast þeir geta afskrifað þegar það hentar þeim. Fólk á skilið að þessi mál klárist. Hókus Pókus Landspítali starfar nú á 17 stöðum í um 100 húsum og sex heilbrigðisdeildir háskólans starfa á 13 stöðum, allt frá Hofs- vallagötu að Eirbergi á Landspít- alalóð. Um er að ræða stærstu vinnustaði landsins. Á Landspítala vinna um 5.000 manns og við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands um 2.500 manns, þar með taldir stúdentar. Húsnæði spítalans er margt gamalt og úr sér gengið, við hann hefur verið byggt og upp á húsin tjaslað í áranna rás, stundum án mik- ils samræmis. Megin- starfsemin er einkum í tveimur húsum og auðvelt að sjá óhag- ræðið af hreppaflutn- ingum veiks fólks húsa á milli. Flestir sjúk- lingar liggja á tví- eða fjórbýli. Enginn þarf að fara í grafgötur um hve óþægilegt er að þurfa að ræða vandamál sín við slíkar aðstæð- ur við lækna, hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk og ekki síst ættingja og vini. Nógu slæmt er að liggja á spítala, og ekki verður það betra í fjölmenni. Endurtekn- ar spítalasýkingar hafa verið verulegt vandamál með ýmsum og alvarlegum afleiðingum. Ein af ástæðum þess eru fjölbýlin. Hvers virði er að losna við allt þetta fyrir veikt fólk? Tími einyrkjans í heilbrigðis- þjónustu er liðinn. Henni er nú sinnt af teymum og samstarf og samvinna eru lykilorð. Sam- starfið verður að vera sjálfsagt frá fyrsta ári í skóla, þannig að mikilvægi þess verði mönnum strax ljóst. Skilyrði þess er að koma nem- endum heilbrigðis- deilda saman undir eitt þak. Þjónustan verður ætíð að snúast um sjúk- linga. Þess vegna þarf að lækka múra milli fag- og sérgreina, það er skilyrði samstarfs. Þess vegna þarf fólk að koma saman og vinna saman að rannsókn- um, kennslu og þjón- ustu. Tækjabúnaður er dýr og því mikið hag- ræði af samnýtingu. Hún fæst ekki ef starf- semin er áfram dreifð um allar koppagrund- ir. Þetta eru einungis nokkrar ástæður fyrir því af hverju kominn er tími á nýtt hús, núna. Að síðustu verður að minna á að sameiningu spítalanna er ekki lokið. Henni lýkur ekki fyrr en starfsemin er öll komin undir sama þak. Nýtt hús – til hvers? Lífeyrissjóðir Hrafn Magnússon fv. framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða Orkumál Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar Fjármál Páll Einarsson fyrrum bæjarritari í Vestmannaeyjum Nýr Landspítali Sigurður Guðmundsson forseti Heilbrigðis- vísindasviðs Háskóla Íslands Tími ein- yrkjans í heilbrigðis- þjónustu er liðinn. Henni er nú sinnt af teymum og samstarf og samvinna eru lykilorð. Hókus pókus aðferðin felst einfaldlega í því að gera hlutina og tala ekki við nokk- urn mann. Og svo er gott að geta beitt bankaleynd til að fela allt subbið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.