Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 25
KYNNING − AUGLÝSING Hjólkoppar & felgur28. FEBRÚAR 2012 ÞRIÐJUDAGUR 3 „Við bjóðum felgur og dekk í miklu úrvali frá leiðandi framleiðendum á heimsvísu og fyrir allar gerðir bifreiða,“ segir Arnar og nefnir helstu vörumerkin til sögunnar. „Mest erum við að selja á til- boðsverði vandaðar og fal legar felgur frá LF Work fyrir f lestar gerðir japanskra og kóreskra bif- reiða,“ upplýsir hann. „Svo erum við með fjögur merki frá All Car í Þýskalandi; hágæða AEZ Exclusive felgur fyrir fólksbíla og jeppa; Jafn flottar en ódýrari Dezent felgur fyrir fólksbíla og jepplinga; lífs- stílsmerkið Dotz sem hentar fólks- og sportbílum, óbreyttum jeppum – þessar felgur eru stílaðar inn á ungt fólk; að ógleymdum ódýrum felgum fyrir fólksbíla frá Enzo sem eru kjörnar fyrir þá sem kjósa ein- faldleikann.“ Þá segir Arnar N1 selja felgur frá Rimstock í Bretlandi, jeppafelgur frá Ultra og jeppaálfelgur frá Al- light Wheels. Hann minnir á að handhafar N1 kortsins njóti sér- stakra kjara og fái afslátt af öllum felgum. „Nema LF Work sem eru á sérstöku tilboði um þessar mundir.“ Ellefu verkstæði eru rekin á vegum N1 víðs vegar um landið og þar af átta hjólbarðaverk- stæði; sex á höfuð- borgarsvæðinu, eitt í Reykjanesbæ og annað á Akra- nesi sem öll hafa hlotið hina eftirsóttu Michelin-gæðavottun fyrir að fylgja vinnureglum og fyrir góða umgengni og þjónustu. Á þeim starfa reyndir menn sem leggja sig fram við að veita faglega þjónustu með fullkomnum tækja búnaði, að sögn Arnars. „Allir staðirnir bjóða umfelgun og flestir eru með sérstakar vélar fyrir ál felgur og fínni felgur,“ bendir hann á og bætir við að á mörgum þeirra bjóð- ist hjólbarða- og smurþjónusta og almenn viðgerðaþjónusta. Hægt er að kynna sér betur vörur og þjónustu N1 á heima- síðunni n1.is og dekkin og tengdar vörur á N1 vefsíðunni dekk.is. sem Arnar segir í stöðugri þróun og vexti. „Þar má til dæmis fletta upp dekkjamynstri ásamt myndum og upplýsingum um verð og sölustaði með því að skrá í dekkjastærð. Ef stærðin er ekki á hreinu má sækja hana á vef Bifreiðaskrár með því að leita eftir bílnúmerinu.“ Gæði og gott úrval N1 er landsins umsvifamesti innflutnings- og söluaðili á felgum og býður vandaða umfelgunarþjónustu. Arnar Tryggvason, sölustjóri N1 Fellsmúla 24, veit allt um málið. Arnar minnir á að handhafar viðskiptakorta frá N1 njóti sérstakra kjara og fái meðal annars afslátt af felgum. MYND/GVA „Við seljum álfelg ur frá 26 aðilum í Þýskalandi og á Ítalíu, með öllum þeim stimplum og vottunum sem krafist er í vest- rænum þjóðfélög um,“ upp- lýsir Tinna María Magnúsdóttir verslunar stjóri Felgur.is. Hún segir viðskiptavini fá góðan aðgang að myndum verslunarinnar og að á heima síðunni geti þeir prófað að setja mismunandi ál- felgur undir bílinn sinn í þar til gerðum „mátunarklefa“. „Þar sem úrvalið er mjög ríku- legt og margar felgur koma til greina á sama bíl er nauðsyn- legt að geta leiðbeint viðskipta- vinum svo þeir fái réttar felgur á bíla sína,“ útskýrir Tinna María. Felgur.is rekur einnig verk- stæði með besta fáanlega vél- búnaði til að gera við gamlar felgur, hvort sem þær eru brotnar, beyglaðar, kantaðar eða jafnvel miðjuskakkar. „Þá tökum við að okkur að pólý-húða felgur og gera eins og nýjar á ný, og höfum áratuga reynslu í breikkun felga. Við sinnum einnig læsingum eins og Maglock, Bedlock og MT-Lock,“ segir Tinna María. Nýjasta varan í verslun Felgur. is er bílljós af öllum gerðum. „Við erum með framljós, aft- urljós, vinnuljós og nánast öll ljós á bílinn; LED og Xenon, sem eru einnig með E-merktum stimplum fyrir Evrópu. Hægt er að skoða þetta allt á www. felgur. is og fá leiðbeiningar um val á ál- felgum og öðrum vörum. Þá er ekki úr vegi að taka spreybrúsa af afar góðum og umhverfis- vænum felguhreinsi til að stjana við felgurnar, en leigubílstjórar sækja meðal annars mikið í þessa vöru hjá okkur,“ segir Tinna. Tekið er vel á móti viðskipta- vinum í höfuðstöðvum Felgur.is á Axarhöfða 16, 110 Reykjavík. GPS- hnit: 64° 7,492‘N, 21° 49,077‘W (IS0N93: 362.769, 405.498). Sími er 567 3322. Stjanað við felgurnar Felgur.is hefur selt landsmönnum traustar og flottar álfelgur undanfarin tólf ár. Úrvalið er ríkulegt og hægt er að máta felgur á netinu en líka að fá gamlar felgur eins og nýjar. Hér má sjá Tinnu Maríu Magnúsdóttur, verslunarstjóra Felgur.is, með glæsilega álfelgu í fanginu, en sjón er sannarlega sögu ríkari þegar kemur að ótrúlegu úrvali álfelga í versluninni. MYND/GVA HUGMYNDABÍLAR VÖKTU HRIFNINGU Mikið var um dýrðir á hinni árlegu bílasýningu í Chicago sem fór fram fyrir skemmstu. Venju samkvæmt vöktu mesta athygli hugmyndabílar og ný módel sem voru frumsýnd við það tækifæri. Bílasýningin í Chicago er sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Ameríku og hefur verið haldin við góðan orðstír í meira en öld. Sýningin lagðist af á árunum 1943 til 1950 þegar aukin framleiðsla á skriðdrekum og herbílum í seinni heims- styrjöldinni varð til þess að áhugi á bílum dvínaði. Eftir að sýningin var endurvakin með krafti hefur hún átt vinsældum að fagna allar götur síðan. Lexus sýnir hugmyndabílinn LF-LC á blaðamannafundi á bílasýningunni í Chicago fyrr í mánuðinum. NORDICPHOTOS/AFP Upprunalegur Chevrolet Corvette frá 1953 ásamt nýju 60 ára afmælisút- gáfunni, Corvette 427 blæjubíl. NORDICPHOTOS/AFP Meira í leiðinniN1 BÍLAÞJÓNUSTA | WWW.N1.IS ENTOURAGE 16“ 16.500 kr. BLAZE 17“ 20.500 kr. MIRAGE 16“ 16.500 kr. 17“ 17.900 kr. til 18.900 kr. SATURN 14“ 13.500 kr. 15“ 14.900 kr. 16“ 17.500 kr. 18“ 22.900 kr. MIKIÐ ÚRVAL AF GÆÐA ÁLFELGUM Á FLESTAR GERÐIR BIFREIÐA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.