Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 19
Ernst & Young hóf starfsemi á Íslandi árið 2002. Þrátt fyrir að vera yngsta fyrir- tækið í hópi fjögurra stærstu endur skoðunar fyrirtækja á Ís- landi hefur félagið vaxið mikið á undan förnum árum. Grundvöllur fyrir vexti fyrirtækisins er meðal annars aðgangur að þeirri sér- þekkingu sem Ernst & Young býr yfir um allan heim. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa aðgang að þessari sérþekkingu. Þess vegna höfum við fengið til starfa sér- fræðinga erlendis frá í lengri eða skemmri tíma og höfum við einnig sent starfsfólk út til að sinna ýmsum störfum og kynnast starf- seminni erlendis. Mikill hreyfan- leiki og samvinna er á milli fyrir- tækja og starfsmanna innan Ernst & Young. Andrúmsloftið er þannig að allir leggjast á eitt um að þjónusta viðskipta vininn hvar sem er í heiminum,“ segir Margrét Pétursdóttir forstöðu- maður endur skoðunarsviðs. Margrét segir Ernst & Young því leggja mikla áherslu á að vera án landamæra. „Segja má að við séum sjálfstætt starfandi fyrirtæki sem á í öflugu samstarfi við fjölda aðila í gegnum 152.000 starfs- menn og búum því yfir gríðarlegri þekkingu,“ upplýsir hún og segir áherslu lagða á gæði í allri þeirri þjónustu sem fyrirtækið veiti við- skiptavinum sínum. „Við mætum þeim með heiðarleika og sam- vinnu sem er undirstaða þess að byggja upp traust viðskiptasam- bönd.“ Starfsemi fyrirtækisins má skipta niður í f jögur megin- svið, það er skattasvið, ráð- gjafasvið, viðskiptaráðgjöf og endur skoðunar svið sem er það svið sem hefur stækkað mest á undan förnum árum en að sögn Margrétar hefur Ernst & Young á Íslandi vaxið ásmegin, stækkað og styrkst og orðið sýnilegra á ís- lenskum markaði. Fyrirtæki eru í auknum mæli farin að skipta um þjónustuaðila sem var nánast óþekkt áður fyrr. Að sama skapi fara endur skoðendur meira á milli endurskoðunar fyrirtækja en áður. Niður staðan er sú að Ernst & Young hefur fengið til starfa meira af fagfólki með ólíkan bakgrunn, þar af fjölda löggiltra endur- skoðenda og er þannig betur í stakk búið til þess að taka að sér ný og spennandi verkefni. Margrét getur þess að eins hafi mikill vöxtur orðið á ráðgjafasviði og viðskiptaráðgjöf Ernst & Young undafarin ár í kjölfar hrunsins og aukinnar eftirspurnar eftir þeirri þjónustu sem sviðin veita. Sú þjónusta gengur út á áreiðan- leikakannanir, aðstoð við kaup og sölu á fyrirtækjum, verðmöt, fjárhagslega endurskipulagningu og ýmsa rannsóknavinnu meðal annars við þrotabú. Sviðið hefur þróað sérhæfðar lausnir þar sem á stuttum tíma er farið í gegnum gögn þrotabús og skrifuð skýrsla fyrir skiptastjóra þar sem dregin eru fram atriði sem vekja athygli. Slík vinna hefur oft margborg- að sig fyrir þrotabúin. Forstöðu- maður viðskiptaráðgjafarsviðs er Guðjón Norðfjörð. Margrét getur þess að Ernst & Young haldi úti fjölskyldu- vænni starfsmannastefnu og ríki almenn ánægja með hana meðal starfsmanna. „Það hefur dregið úr því að starfsfólk hjá okkur þurfi að vinna langa vinnudaga sem bitnaði á einkalífinu, en auðvi- tað koma samt álagstímar. Okkar stefna er sú að fólk geti sinnt fjöl- skyldu og áhugamálum utan vinnu. Mönnunin er þannig að fólk getur unnið skaplegan vinnu- tíma enda má álag hvorki koma niður á lífsgæðum né á gæðum þeirrar vinnu sem það innir af hendi.“ „Það er margt að gerast hjá okkur og spennandi tímar fram undan,“ segir Margrét að lokum. Kynningarblað Launavinnsla, reikningsskil, skattaskil, viðskiptaráðgjöf , sérfræðiráðgjöf, löggilding. ENDURSKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 &BÓKHALD Fyrirtæki án landamæra Ernst & Young hefur frá árinu 2002 starfað við einstaklega góðan orðstír á Íslandi. Fyrirtækið er hluti af alþjóðlegri samsteypu sem þykir vera leiðandi á sviði endurskoðunar, skatta, viðskipta og ráðgafaþjónustu um allan heim. Ernst & Young er sjálfstætt starfandi fyrirtæki sem á í öflugu samstarfi við fjölda aðila í gegnum 152.000 starfsmenn. MYND/STEFÁN ÞJÓNUSTA OKKAR ENDURSKOÐUNARSVIÐ: ● Endurskoðun og könnun reiknings skila. ● Uppgjör og alþjóðlegir reiknings skilastaðlar (IFRS). ● Aðrar staðfestingar endur- skoðenda. RÁÐGJAFARSVIÐ: ● Innri endurskoðun og ráðgjöf um áhættu og eftirlit. ● Innra eftirlit upplýsingakerfa, öryggisúttektir og prófanir. ● Ráðgjöf um virðisaukandi aðgerðir. SKATTASVIÐ: ● Skattaráðgjöf og skipulagning fyrir einstaklinga og fyrirtæki. ● Skattaréttur. ● Félagaréttur. ● Skattalegar áreiðanleikakannanir. ● Bókhald, launaútreikningar og framtalsgerð. VIÐSKIPTARÁÐGJÖF: ● Áreiðanleikakannanir. ● Verðmöt. ● Fjárhagsleg endurskipulagning. ● Kaup og sala fyrirtækja. ● Ýmis rannsóknarvinna. Margrét Pétursdóttir forstöðurmaður endurskoðunarsviðs sem er í örum vexti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.