Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 12
12 28. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 H elgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að óhjákvæmilegt væri að ráðast í almenna niðurfellingu á húsnæðisskuldum. Þær aðgerðir eru þó ekki almennari en svo að þær eiga að takmarkast við að lækka skuldir afmarkaðs hóps sem tók verðtryggð lán á árunum 2004 til 2008 um 50 milljarða króna. Helgi fylgir ekki nýmóðins tískustraumum og sleppir því að tala um peningaprentun sem raunhæfa leið í þessum efnum. Hann lýðskrumar heldur ekki um að erlendu kröfuhafarnir sem töpuðu á áttunda þúsund milljörðum króna á bankahruninu eigi að borga niður skuldir annarra. Helgi gerir sér grein fyrir því að sá kostnaður lendir alltaf á herðum almennings. Hann segir orðrétt að „stór kúfur í skuldum heimilanna er náttúrulega hjá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum. Lækkun á þeim skuldum mun enginn borga nema við sjálf“. Til að fjármagna þessa einskiptisaðgerð vill Helgi því innleysa framtíðarskatttekjur á frjálsan viðbótarlífeyrissparnað og knýja lífeyrissjóði til að lækka ávöxtun eignarsafns síns um eitt prósent í eitt ár. Helgi rökstyður skoðun sína með því að nýfallinn dómur Hæsta réttar í gengislánamálum hafi sett hóp í samfélaginu í betri stöðu en aðra hópa og „því sé rétt að endurdreifa byrðunum“. Þar með er áhrifamaður innan stjórnar- flokkanna búinn að stökkva á skuldaafskriftavagninn með fulltrúum annarra stjórnmálaafla. Helgi hefur slegist í för með þingmönnum Hreyfingarinnar, Framsóknarflokks og meira segja Sjálfstæðis- flokks, sem eiga í orði að vera mestu varðhundar eignarréttarins á Íslandi, í þeirri vegferð. Þá samþykkti flokksráðsfundur VG ályktun á föstudag um að flokkurinn eigi að hafa „frumkvæði að því að móta leiðir til að draga úr skuldavanda heimila og fyrirtækja. Brýnt er að afnema verð tryggingu og leiðrétta þá okurvaxtabyrði og auknu skuldabyrði sem hún hefur valdið“. Þverpólitísk samstaða virðist því vera að myndast um sértæka eignatilfærslu þar sem eignir allra verða teknar og afhentar sumum. Á árunum 2004 til 2008 var blásin upp stærsta fasteignabóla Íslandssögunnar. Sumir högnuðust á henni. Aðrir töpuðu. Flestir komu ekki nálægt henni. Engin krafa er uppi um að gera þann hagnað sem myndaðist í bólunni upptækan. Krafan einskorðast við að þjóðnýta tap þeirra sem keyptu sér húsnæði sem tímabundið hefur tapað verðgildi. Það svigrúm sem aðgerðin býr til nýtir sá hópur annaðhvort í neyslu, sem skapar verðbólgu, eða í fjárfestingar. Þar mun hópurinn berjast við aðra fjármagnseigendur sem eru fastir inni í gjaldeyrishöftum um arðvænlegar fjárfestingar á borð við fasteignir eða verðbréf. Virði þeirra eigna mun síðan aukast mjög hratt vegna mikillar eftirspurnar umfram framboð. Á einhverjum tímapunkti mun bólan springa, líkt og eðli bólna er, og virði eignanna falla á ný. Það er því ekki verið að endurdreifa byrðunum. Það er verið að fóðra vítisvél. Nýlegur afskriftaþorsti stjórnmálamanna er ekki til kominn vegna skyndilegrar réttlætiskenndar. Hann er til kominn vegna þess að rúmt ár er til kosninga og jaðarframboð sem leggja ofuráherslu á skulda- niðurfellingar mælast með tuga prósenta fylgi í skoðanakönnunum. Það er að renna upp fyrir stjórnarflokkunum að krafa um eignatil- færslur muni verða risavaxið kosningamál og því sé þeim nauðsynlegt að vera annaðhvort með slíka niðurfellingu á ferilskránni, eða með loforð um að beita henni tilbúið þegar þjóðin gengur til kosninga. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is SKOÐUN Kosningabaráttan er hafin: Vítisvélin fóðruð Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson (GAT) ritar pistil sinn hér í blaðið í gær. Þar sér hann sér- staka ástæðu til að sneiða að minni aumu persónu. Hann gerir það að vísu án þess að nefna nafnið sem ég fékk frá ömmu minni. Hann telur mig þess ekki verð- an. Hann vísar til mín sem „sérlegs lög- manns Alþýðubandalagsins“. Nú er það svo að það er ekkert nýtt eða óvenjulegt fyrir mig að menn reyni að halda því fram að það sé ekkert að marka það sem mér finnst. Ég sé hvort sem er bara Alþýðubandalags maður. Þetta hafa eigendur Íslands sagt um mig alla mína ævi. Þetta er ókei. Ég hef aldrei skammast mín fyrir að vera Alþýðu- bandalagsmaður. Það sem mér finnst skrýtið er að GAT skuli taka undir þetta. Ég átti ekki von á því úr þessari átt. Til- efni sneiðarinnar er álit sem ég skrifaði ásamt Ásbirni Björnssyni og varðar hæfi Gunnars Andersen til að gegna starfi for- stjóra FME. Þetta álit hefur GAT ber- sýnilega ekki lesið en er þó sérfróður um hæfi Gunnars. Síðan álitið var skrifað hef ég mátt sitja undir drullumokstri úr sorp miðlunum. Það truflar mig ekki mjög mikið. Meira að segja hafa lekið „upplýsingar“ sem varða einkamálefni mín. Merkileg tímasetning. Öllu verið snúið á haus og logið upp á mig ávirðingum. Eins og það þurfi nú. Undir þennan söng tekur GAT. Honum sem er svo umhugað um endur- reisn Íslands. Það er augljóst að á hans endurreista Íslandi verða lögmennirnir allir sjálfstæðismenn en ekki bara 95% eins og núna. Þegar ég var lítill drengur og átti heima í Álftamýrinni voru þeir sem höfðu mikið rúmmál en lítið innihald kallaðir pappakassar. Okkur þótti ekki mikið til slíkra manna koma. GAT hefur tekið sér fyrir að kenna okkur minni mönnum góða siði í rökræðunni. Hann hefur sagt (af því að hann er svo góður í fótbolta) að við eigum að taka boltann en ekki manninn. Það var og. Það er stórt orð Hákot. Mér finnst að Guðmundur Andri eigi að biðjast afsökunar. Annars er hann bara pappakassi. Góðir félagar, Alþýðubandalagsmenn! Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS Atvinnuskapandi Vigdís Hauksdóttir sinnir fyrir- spyrjanda hlutverki þingmanna vel. Eins og gengur og gerist er miserfitt að svara spurningum. Nýverið setti Vigdís fram fyrirspurn til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvaða nefndir, verkefnisstjórnir og starfs- hópar hefðu verið sett á stofn frá alþingiskosningum 2009. Heimildar maður Fréttablaðsins innan Stjórnarráðsins upplýsti að það tæki einn starfsmann meðal- stórs ráðuneytis um það bil viku að svara henni. Stjórnarráðsstarfs- menn þurfa því ekki að óttast verkleysi í bráð. Forseti súrrealismans Ólafur Ragnar Grímsson hefur sem forseti flogið hátt í faðmi útrásarvíkinga, mært þá og lastað nokkru síðar. Það var því hæfilega súrrealískt að sjá afrakstur Ragnars Arnalds og Guðna Ágústssonar í gær og hlusta á þann síðarnefnda. Íslensku þjóðinni er víst stefnt í voða ef á Bessastöðum býr ekki mað- urinn sem þeir hafa úthúðað í gegnum tíðina. Kafkaískur skilningur Ólafur Ragnar sagði í gær að hann hefði í nýársávarpi sínu talað eins skýrt og mögulegt væri um það hvort hann hygði á endurkjör. Þjóðin sem hann er í vinnu hjá skildi hins vegar ekkert hvað hann átti við. Frétta- menn reyndu að fá það á hreint en Ólafur Ragnar virti þá hins vegar ekki svars. Embættismennirnir í Réttarhöldum Kafka töldu sig líka tala skýrt, þó þeir væru óskiljan- legir. Myndast hefur skilningsgjá á milli forseta og þjóðar. Gjá sem hann gerði ekki mikið í að brúa í gær. kolbeinn@frettabladid.is Samfélags- mál Ástráður Haraldsson hæstaréttar- lögmaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.