Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 4
28. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR4 GENGIÐ 27.02.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 228,4589 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,37 124,97 197,19 198,15 166,71 167,65 22,416 22,548 22,213 22,343 18,895 19,005 1,5405 1,5495 193,06 194,22 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Trébrú sem lögð hefur verið yfir stöðuvatnið Taungthaman í Búrma er 1,3 kílómetra löng, ekki 1.300 kílómetra löng, líkt og misritað var í blaði gærdagsins. LEIÐRÉTT www. tengi.is GÆÐI,ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ - ÞAÐ ER TENGI STURTUHAUSAR Í ÚRVALI SKINNY handsturtuhaus verð kr. 1.990.- SPRING sturtuhaus kringlóttur 20 cm verð kr. 9.450.- ESPRITE CARRÉ ferkantaður 20 cm verð kr. 12.400- EMOTION sturtuhaus kringlóttur 10 cm verð kr. 3.990.- EFNAHAGSMÁL „Það er fljótsagt, þetta fellur í mjög grýttan far- veg á meðal lífeyrissjóðanna,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka líf- eyrissjóða, um hugmyndir Helga Hjörvar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um aðkomu sjóðanna að niðurfærslu verðtryggðra lána. Helgi sagði í Fréttablaðinu í gær að ríkið ætti að innleysa skatt- tekjur á frjálsan hluta viðbótar- lífeyrissparnaðar. Þá bendir hann á að lífeyrissjóðirnir hafi fengið 20 milljarða aukaafslátt af verð- tryggðum skuldabréfum sem keypt voru af Seðlabanka Lúxemborgar eftir hrunið. Þessa fjármuni megi nýta í niðurfærsluna. Þórey segir ótækt að blanda saman viðskiptum sem áttu sér stað árið 2010 við breytingar á íbúða lánum nú. „Í þessum við- skiptum leystu lífeyrissjóðirnir inn dýrmætan gjaldeyri í gjald- eyrishöftum, þannig var aðkoma þeirra. Okkur þykir því ótækt að blanda þessu tvennu saman.“ Þórey segir ýmis rök mæla gegn hugmyndinni um að leysa inn skatt- tekjur á séreignasjóðina. „Í raun væri með því verið að draga úr stöðugleikanum í kerfinu og draga úr tiltrú almennings á kerfinu. Þetta dregur úr vali einstaklinga um hvenær þeir ætla að nýta tekjur sínar og borga skatta. Þá eykur þetta ekki tekjur ríkisins, heldur hliðrar þeim í tíma. Þannig eykst byrði komandi kynslóða.“ Þórey segir að verði þetta að veruleika aukist líkurnar á því að ríkið beri stærri skerf af lífeyris- greiðslum í framtíðinni. „Þetta mundi auka eyðsluna í dag og þýða minni sparnað og minni lífeyri. Byrðar almannatryggingakerfisins mundu því aukast í framtíðinni.“ Innan lífeyrissjóðanna er ekki verið að skoða hvort hægt sé að koma til móts við lántakendur með niðurfærslu lána. „Nei, að sjálf- sögðu ekki. Lífeyrissjóðunum er ekki heimilt að gefa eftir eignir. Ef á að koma til móts við einhverja verður það að gerast í gegnum skattkerfið. Það þýðir ekki að ein- blína á lífeyrissjóðina til að leysa þessi mál.“ kolbeinn@frettabladid.is Lífeyrissjóðir ósáttir við innleysingu skatts Landssamtök lífeyrissjóða segja ekki hægt að blanda saman afslætti sem fékkst í viðskiptum 2010 við niðurfærslu fasteignalána nú. Innleysing skatts á við- bótarsparnað dragi úr stöðugleika kerfisins. Fjármálaráðherra er einnig efins. JAFNVÆGISLIST Lífeyrissjóðirnir mega ekki gefa eignir eftir. Þeir telja að verði skattur á frjálsan viðbótarsparnað innleystur dragi það úr stöðugleika kerfisins og tiltrú almennings. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra segir að líta þurfi yfir öll lánamál í kjölfar dóms Hæstaréttar um gengislán. Meta þurfi áhrif dómsins og skoða öll mál. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Oddnýju út í hugmyndir Helga Hjörvar á Alþingi í gær og hvort hún teldi lífeyrissjóðina hafa borð fyrir báru. „Hvort lífeyrissjóðirnir séu aflögufærir, eða að hægt sé að færa viðskipti sem búið er að gera til baka, ég er ekki fær um að svara því hér og nú. Ég efast reyndar um að hægt sé að gera það, en þó er auðvitað sjálfsagt að skoða tillögur háttvirts þingmanns Helga Hjörvar hvað þetta varðar.“ Þá segir ráðherra það flókna aðgerð að taka inn skatt á séreignasparnað strax og skoða þurfi ýmsa vinkla, til dæmis hver sé hlutur sveitarfélaga, hvernig eigi að skattleggja sjóðinn og við hvaða tekjur eigi að miða. Efast um að hægt sé að færa til baka GENGIÐ TIL ATKVÆÐA Senegalar kusu í forsetakosningum um helgina. Útlit var fyrir að kjósa þyrfti milli efstu tveggja manna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SENEGAL, AP Allt útlit er fyrir að kjósa þurfi að nýju í forseta- kosningunum í Senegal þar sem enginn frambjóðandi var líklegur til að hljóta hreinan meirihluta í fyrstu umferð. Abdoulaye Wade forseti leitast við að fá að sitja sitt þriðja kjör- tímabil, þrátt fyrir fyrri loforð um annað, en það olli talsverðri reiði meðal almennings. Hefur alda óánægju og mótmæla því gengið yfir landið að undanförnu. Ef af verður mun forsetinn mæta Macky Sall í næstu umferð, en hann er talinn munu sameina stjórnarandstæðinga og því eiga góða möguleika á sigri. - þj Forsetakosningar í Senegal: Wade náði ekki meirihlutakjöri VERSLUN Undirfataverslunin Victoria‘s Secret opnar í Leifs- stöð á morgun. Er þetta í fyrsta sinn sem keðjan opnar hér á landi. Engir brjóstahaldarar verða þó til sölu í búðinni, en að sögn Bjarklindar Sigurðar dóttur, markaðsstjóra Fríhafnarinnar, krefst sala á þeim mun meiri þjónustu við viðskiptavini og því hafa forsvarsmenn keðjunnar tekið fyrir slíkt í flugstöðvum um allan heim. Í búðinni verða til sölu snyrti- vörur, fylgihlutir, töskur, nær- buxur og bolir. „Hver veit nema hægt verði að fá brjóstahaldar- ana síðar,“ segir Bjarklind. - sv Victoria‘s Secret á Íslandi: Brjóstahaldarar ekki til sölu SVEITARSTJÓRNIR „Ef einstakir bæjarfulltrúar telja það óþarft að bjóða íbúum Kópavogs upp á viðtalstíma tvisvar á ári í klukku- tíma í senn, þá geta þeir sleppt því að vera með viðtalstíma,“ segir í bókun Ármanns Kr. Ólafssonar, nýs bæjarstjóra í Kópavogi, á bæjarráðsfundi á fimmtudag. Hafsteinn Karlsson úr Samfylkingu, sem nú er í minnihluta í bæjar- stjórn, hafði gert athugasemdir við áætlun um viðtalstíma bæjar- fulltrúa. „Samskiptatækni hefur tekið stórstígum framförum und- anfarin ár sem gerir samskipti við íbúa auðveldari en að auglýsa viðtalstíma sem enginn mætir í,“ bókaði Hafsteinn. - gar Deilt um viðtöl í Kópavogi: Geta sleppt því að hitta íbúana ÁRMANN KR. ÓLAFSSON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 10° 9° 14° 11° 9° 10° 10° 20° 17° 11° 8° 26° 3° 13° 11° 4°Á MORGUN 8-13 m/s V-til, annars hægari. FIMMTUDAGUR Fremur hægur vindur og kólnar. 4 3 -1 2 1 0 3 6 3 6 -1 9 10 3 10 7 5 8 10 5 9 14 2 -2 0 1 3 2 -2 -2 -1 1 BEST A-TIL Litlar breytingar eru á veðrinu í dag og næstu daga. Suðvestlægar áttir ríkja að mestu og vindur oft 5-13 m/s en lægir heldur á fi mmtudaginn. Íbúar á NA- og A- landi hrósa happi þessa dagana enda úrkomulítið og nokkuð bjart. Kólnar lítillega. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður SAMFÉLAGSMÁL Alls dvöldu 174 konur og börn í Kvennaathvarfinu í fyrra. Lengd dvalartíma kvenna var um 15 dagar og 21 dagur hjá börnum. Í tilkynningu frá at- hvarfinu segir að vegna þess fjölda sem kom síðasta ár sé orðið ljóst að núverandi húsnæði sé alltof lítið fyrir starfsemina. „Erfiður leigumarkaður og þær staðreyndir að ofbeldis maðurinn hefur yfirtekið heimilið og að ofbeldinu er síður en svo lokið þegar konan yfirgefur ofbeldismanninn gerir það að verkum að dvöl er iðu- lega lengri en æskilegt er í neyðar- athvarfi,“ segir í tilkynningunni. Konurnar sem sóttu athvarf- ið voru frá 36 löndum, en um helmingur þeirra var frá Íslandi. Átta af hverjum tíu ofbeldismönnum voru Íslendingar. Þeir voru í flestum tilvikum núverandi eða fyrrverandi sambýlis- eða eiginmenn kvennanna og feður eða stjúpfeður barnanna. Þeir voru á aldrinum 16 til 85 ára og var meðalaldur þeirra 44 ára. Einnig leituðu meira en 200 konur í athvarfið til að leita eftir ráðgjöf og viðtölum, eða taka þátt í stuðnings hópum, án þess að koma til dvalar. - sv Kvennaathvarfið tók á móti 174 konum og börnum í fyrra sem dvöldu að meðaltali í um 15 til 20 daga: Húsnæði athvarfsins orðið alltof lítið ■ Meira en 60% kvennanna höfðu hlotið líkamlega áverka í sambandinu. ■ 12% höfðu kært ofbeldið til lögreglu. ■ Á bilinu 70 til 90% kvennanna höfðu þjáðst af kvíða, ótta, svefnleysi, lystarleysi og þreytu vikurnar áður en þær komu í athvarfið. ■ 60 til 70% höfðu þjáðst af þunglyndi, höfuðverk og vöðvabólgu. ■ 44% höfðu hugleitt sjálfsvíg vikurnar fyrir komu. ■ Fjórðungur kvennanna fór heim aftur í óbreyttar aðstæður. ■ Fjórðungur kvennanna fór í nýtt húsnæði eða breyttar aðstæður þar sem ofbeldismaðurinn var farinn af heimilinu. Helmingur hafði hugleitt sjálfsvíg Þriggja bíla árekstur Þriggja bíla árekstur varð á Höfða- bakka við Elliðaárbrúna á fjórða tímanum í gær. Gatan var lokuð um tíma. Að sögn vaktstjóra hjá slökkvi- liðinu var tækjabíll sendur á vettvang því ekki var hægt að opna einn bílinn sem í árekstrinum lenti. Ökumaður þess bíls var fluttur á slysadeild en meiðsli hans munu ekki vera mjög alvarleg. LÖGREGLUMÁL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.