Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGEndurskoðun & bókhald ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 20126 Endurskoðun þykir ekki glam-úrus starfsgrein og steríó-týpan af endur skoðanda er fölur, hljóðlátur maður með gler- augu og þunnt hár sem lætur lítið fyrir sér fara. Tveir af hundrað best launuðu listamönnum Banda- ríkjanna, John Grisham rit- höfundur og Kenny G saxófón- leikari, eiga það þó sameiginlegt að hafa í upphafi ferils síns lagt endurskoðun fyrir sig. Allir vita að John Grisham var lögfræðingur áður en hann lagði fyrir sig ritstörf og varð einn sölu- hæsti höfundur heims. Mun færri vita hins vegar að áður en hann fór í lögfræðinám lauk hann BS- prófi í endurskoðun frá fylkis- háskólanum í Mississippi. Þetta var árið 1977 en Grisham fann sig ekki í endurskoðuninni og inn- ritaðist í laganám stuttu seinna. Í upphafi ætlaði hann að verða skattalögfræðingur en skipti yfir í sakamálin og hóf störf sem slíkur 1983. Frásögn tólf ára fórnarlambs nauðgunar í réttarsalnum varð kveikjan að fyrstu skáldsögu hans, A Time to Kill, sem kom út 1989. Önnur bók hans, The Firm, kom út 1991 og seldist í sjö milljónum ein- taka, auk þess sem eftir henni var gerð vinsæl kvikmynd. Saxófónleikarinn víðfrægi Kenny G hafði líka hug á því að gerast endurskoðandi og út skrifaðist sem slíkur frá Há skólanum í Washington með hæstu einkunn. Þá þegar var hann þó orðinn at- vinnumaður í spilamennskunni og praktíseraði aldrei sem endur- skoðandi. Hann sló hressilega í gegn með fjórðu sólóplötu sinni, Duotones, árið 1986 og hefur síðan selt 48 milljónir eintaka af plötum sínum, fengið Grammy-verðlaun og spilað með f lestum frægustu músíköntum samtímans. Nú nýverið kom hann fram í myndbandi við lag Katy Perry, Last Friday Night, og í október síðastliðnum mætti hann í sjón- varpsþáttinn Saturday Night Live til þess að spila með framúrstefnu- rokkbandinu Foster the People í laginu Houdini. Hættu í endurskoðun og slógu í gegn Heimsfrægar stórstjörnur eru ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar talað er um endurskoðendur. Það kemur því kannski ýmsum á óvart að rithöfundurinn John Grisham og tónlistarmaðurinn Kenny G lærðu báðir endurskoðun í háskóla. Tom Cruise var stjarnan í hinni geysi- vinsælu kvikmynd The Firm sem gerð var eftir sögu Grishams. Kenny G útskrifaðist sem endurskoðandi með hæstu einkunn í sínum árgangi. Hann starfaði þó aldrei við fagið, enda eftirsóttur saxófónleikari frá unga aldri. Bækur Johns Grisham seljast í milljónum eintaka. Hann grætur það sennilega ekki að hafa hætt við endurskoðunina. Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 PONZI SVIKAMYLLAN Ein þekktasta svikamylla í heimi endurskoðunar og bókhalds er að öllum líkindum Ponzi svikamyllan. Hún lýsir sér þannig að fjárfestum er greidd ávöxtun með þeirra eigin fé frekar en að fé þeirra sé notað í fjár- festingar sem skili svo arði sem hægt er að deila út til fjárfesta. Nafnið kemur frá Bandaríkjamanninum Charles Ponzi sem varð lands- þekktur í kringum 1920 fyrir að ná miklum fjármunum af fjárfestum með því að lofa þeim hárri ávöxtun. Hann hagnaðist á mismun á virði frímerkja á milli landa. Charles Ponzi var langt frá því að vera upp- hafsmaður þessarar tegundar fjársvika. Sem dæmi má nefna að slík svikamylla var tilgreind í skáldsögunni Little Dorrit eftir Charles Dickens frá árinu 1857. Umfang og fjölmiðlaumfjöllun í kringum svik Ponzis voru hins vegar slík að honum hlaust sá vafasami heiður að vera eignað nafnið á svikunum. Til eru mýmörg dæmi um Ponzi svik í gegnum tíðina. Fjöldi þeirra stór- jókst þó á níunda áratugnum og hafa svikin verið stunduð af fjölmörgum óprúttnum æ síðan. Stærsta og þekktasta Ponzi svikamyllan uppgötvaðist árið 2008 þegar Bernard Madoff viðurkenndi fyrir sonum sínum að öll hans viðskipti byggðust á lygum. Hann var handtekinn og kærður fyrir fjársvik. Svikin gengu út á að í stað þess að í stað þess að bjóða grunsamlega háa ávöxtun, þá bauð hann 12 prósenta örugga ávöxtun. Einnig hélt hann sjóðnum sínum lokuðum nema fyrir „sérvalda“ sem gerði sjóðinn enn meira spennandi. Svik Madoffs komust upp þegar markaðir í banda- ríkjunum lækkuðu skart og fólk byrjaði að taka höfuðstólinn sinn út úr sjóðnum hans. Heildarsvik Madoffs hafa verið metin á milli 12 og 21 milljarð Bandaríkjadala og var hann dæmdur í 150 ára fangelsi þann 29 júní 2009. Charles Ponzi.Bernard L. Madoff. NÁMSMÖGULEIKAR Boðið er upp á meistaranám í reikningsskilum og endurskoðun sem lýkur með prófgráðunni Master of Accounting and Auditing (MAcc) í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Meistaranámið er fjögurra missera. Hægt er að velja um að taka meistaranám í reiknings skilum og endurskoðun sem 90 eininga nám eða 120 ein- ingum hjá HÍ. Nemendur á báðum brautum taka sömu 15 skyldunám- skeið, nemendur sem skráðir eru í 120 eininga námið skrifa að auki 30 eininga meistaraprófsritgerð. Námið hjá Háskólanum í Reykja- vík er 120 ECTS einingar og tekur tvö ár (fjórar annir) ef miðað er við fullt nám. Gert er ráð fyrir fjórum námskeiðum á önn í fullu námi. Námið hentar vel einstaklingum sem hafa hug á því að vinna við fjármál, reikningshald, reikningsskil og/eða endurskoðun í fyrirtækjum eða stofnunum þar sem sérþekking á svið reikningsskila og endur- skoðunar er skilyrði fyrir starfi. Náminu er ætlað að mæta mikilli þörf á sérþekkingu á reikningsskila- og endurskoðunarsviði. Atvinnumöguleikar: Uppbygg- ing námsins miðar að því að búa nemendur undir að sinna krefjandi og flóknum störfum á sviði reiknings skila og endurskoðunar en krafan um slíka menntun hefur aukist mikið hjá fyrirtækjum sem m.a. hafa skráð hlutabréf og/eða skuldabréf á verðbréfamarkaði. Háskóli Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.