Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSINGEndurskoðun & bókhald ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 20122 Bókhald hefur fylgt mann-kyninu um þúsundir ára. Elstu bókhaldsgögn sem fornleifafræðingar hafa fundið eru 7.000 ára gömul og fundust við uppgröft þar sem hið forna menningar ríki Mesópótamía stóð. Strax þá var fólk farið að færa bókhald yfir eignir sínar sem aðal lega samanstóðu af búfénaði og uppskeru. Í upphafi þjónuðu bókhalds- færslur eingöngu því hlutverki að veita eiganda búfjár og akra yfirsýn yfir eignir sínar, aukningu þeirra eða minnkun. Enginn annar fékk að líta bókhaldið augum. Málið f læktist þegar umsvif fólks urðu meiri og fleiri en einn eigandi eða fjárfestir kom við sögu. Fyrstu bókhalds gögnin á því formi sem við þekkjum í dag eru talin hafa þróast á Ítalíu á fjórtándu öld þegar verslunar umsvif ríkra kaupmanna jukust og þeir fengu fleiri í lið með sér til að fjármagna verslunarleið- angra til fjarlægra landa. Þessir fjár festar vildu að sjálfsögðu geta fylgst með því sem fór um hendur kaupmannsins, bæði innkomu og útgjöldum. Með t i l komu h luta félaga f læktist málið enn og þá varð til það tvö falda kerfi sem við þekkjum í dag, það er að segja annars vegar rekstrar reikningar og hins vegar efnahagsreikningar. Um leið varð til þörfin fyrir að láta utan aðkomandi aðila yfirfara reikningana reglulega, svo ekki væri hætta á að sá sem þá færði hagræddi þeim, og þar með varð starf endurskoðandans til. Vakta sérhæfir sig í út-hýsingu þess hluta fyrir-tækjarekstrar sem jafnan kallar á hvað mest umstang, s.s. færslu bókhalds, uppgjör virðis- aukaskatts, launaútreikninga, skil á staðgreiðslu skatta og launa- tengdum gjöldum. Þannig stendur Vakta vaktina fyrir viðskiptavini sína í hinu síbreytilega skatta- og lagaumhverfi. Vakta býður einnig alhliða innheimtuþjónustu sem spannar allan innheimtu ferilinn allt frá útgáfu reikninga til lög- fræðiinnheimtu. Þjónustufram- boði Vakta má þannig skipta í tvennt, fjármálavakt og inn- heimtuvakt. Fjármálavaktin Fjármálavaktin stendur vaktina gagnvart skattyfirvöldum, stéttar- félögum, lífeyrissjóðum eða öðrum aðilum, auk þess að annast útreikning launa, VSK uppgjör og færslu bókhalds fyrir viðskiptavini Vakta. Hver þjónustu samningur er klæðskerasmíðaður að þörfum hvers viðskiptavinar með hag- kvæmni og aðhald í rekstri að leiðar ljósi. Vakta tekur einnig að sér ársreikningagerð og skattskil einstaklinga og fyrirtækja. Innheimtuvaktin Innheimtuvaktin er innheimtu- þjónusta sem spannar allan inn- heimt uferi l inn. Innheimt u- vaktin annast gerð sölureikninga, póstlagningu, milliinnheimtu og lögfræðiinnheimtu og er að kostnaðar lausu fyrir viðskiptavini Vakta ef valin er þjónustulína sem spannar allan þjónustuferilinn. Mörg fyrirtæki hafa nýtt sér kosti úthýsingar á f jármála- þjónustu og hefur færst í aukana að Vakta sjái um heildar lausnir fyrir fyrirtæki, ekki eingöngu hefð- bundna bókhalds- eða innheimtu- þjónustu heldur einnig um greiðslu reikninga, móttöku pósts, sam- skipti við viðskiptavini og fleira. Öflugt teymi sérfræðinga Á bak við Vakta er öflugt teymi sérfræðinga. Fyrirtækið er í nánu samstarfi við Nordik lögfræði- þjónustu um skatta- og lögfræði- ráðgjöf auk þess að hafa úr að ráða löggiltum endur skoðendum og öðru sérhæfðu starfsfólki. Hver viðskiptavinur vinnur í sam- starfi við þjónustufulltrúa sinn hjá Vakta sem sér um að halda utan um gögn, skipuleggja verk- ferla og minna á það sem skiptir máli. Á heimasíðu Vakta er síðan þjónustuvefur þar sem viðskipta- vinir geta fengið aðgang að fjár- hagsskýrslum og gögnum er varða reksturinn og eru þannig aðgengi- leg þeim hvar og hvenær sem er. Félagið er staðsett á Suður- landsbraut 18 í Reykjavík. Nánari upplýsingar um Vakta er að finna á heimasíðu þess, www.vakta.is, en einnig veitir Ásta Friðriks dóttir framkvæmdastjóri upplýsingar í síma 522 5220. Vakta stendur vaktina fyrir þig Vakta er þjónustumiðuð og nútímaleg fjármálaþjónusta sem hefur verið starfrækt frá 2010. Félagið er á Suðurlandsbraut 18 og heldur úti vefsíðunni www.vakta.is. Vakta er með starfsemi á Suðurlandsbraut 18. Töldu kindur og mældu uppskeru Menn hafa fært bókhald um eignir sínar, tekjur og útgjöld allt frá því í Mesópótamíu fyrir 7.000 árum. Með tilkomu hlutafélaga og fjárfesta varð bókhaldið flóknara og endurskoðendur komu til sögunnar. Bókhald kom til sögunnar til að bændur gætu haft yfirsýn yfir fjölda búfjár og magn uppskeru. Reiknivélarnar voru ekki flóknar til að byrja með. VISSIR ÞÚ … ... að Luca Pacioli skrifaði fyrstu bókina um tvöfalt bókhald árið 1494. Hann er oft nefndur faðir bókhaldsins. ... að Robert Duvall leitaði ráða hjá endurskoðanda sínum um hvort hann ætti að taka á sig fjárhagsáhættu með tilheyrandi streitu í einkalífinu með því að framleiða, leika í og fjármagna handrit sitt að kvikmyndinni The Apostle. Myndin vann til ótal verðlauna og Duvall tilnefndur besti leikarinn til Óskarsverðlauna 1998. ... að kostnaðartölur eru nefndar í Biblíunni? Í Lúkas- arguðspjalli, kapítula 14:28 segir: „Segjum að einn ykkar vilji byggja turn. Mun hann ekki fyrst setjast niður og áætla kostnað til að sjá hvort hann hafi næg fjárráð til að ljúka við smíðina?“ ... að í Ríkisháskólanum í Ohio er frægðarhöll bók- haldsins? ... að fyrstu próf í endurskoðun voru haldin í New York árið 1896? ... að fyrsti leikarinn til að leika Sherlock Holmes var endurskoðandi á umboðsskrifstofu í bíóbransanum? Sú snögga breyting á starfsferli er enn talin ein af óleystu ráðgátunum í sögu spæjara. MUNKURINN SEM KENNDI BÓKHALD Luca Pacioli (1447-1517), sem kallaðist Fransiskumunkurinn flakkandi, var þekktur stærð- fræðingur á sinni tíð. Hann var samtímamaður Kristófers Kólumbusar og vinur og sam- verkamaður Leonardos da Vinci. Frægasta verk hans „Summa de Arithmetica, Geometrica, Propotioni et Proportionalite“, sem gefið var út árið 1494, innihélt kaflann „Particul- aris de Computis et Scripturis“ (Nákvæmar lýsingar á bókhaldi og skráningu) sem útskýrði bókhaldskerfið sem feneyskir kaupmenn notuðu á þeim tíma. Ritið var prentað og þýtt á önnur tungumál, dreifðist um alla Evrópu og hafði afgerandi áhrif á þróun bókhalds og uppgjöra í mörg ár. Feneyjar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.