Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 6
28. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR6 Framhald 30 kennslustd. námskeið. Hentar þeim sem lokið hafa grunnnámskeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu. Hefst 7. mars og lýkur 28. mars. - Kennt mánu- og miðvikudaga Verð kr. 29.900.- (Kennslubók á íslensku innifalin). GEYMIÐ AUGLÝS- INGUNA Grunnnámskeið 30 kennslustd. tölvunámskeið fyrir algjöra byrjendur 60+. Hæg yfirferð með reglulegum endurtekningum í umsjá þolinmóðra kennara. Ritvinnsla, internetið og tölvupóstur. Hefst 8. mars. og lýkur 28. mars. - Kennt þriðju- og fimmtudaga Verð kr. 29.000.- (Kennslubók á íslensku innifalin). Stafrænar myndavélar 60+ Fyrir þá sem hafa lokið framhaldsnám- skeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu. Þátttakendur nota eigin myndavél og læra notkun og stillingu hennar ásamt meðferð stafrænna ljósmynda í tölvu. M.a. færa myndir úr myndavél í tölvu, flokkun, einfaldar lagfæringar, prentun og sendingar mynda í tölvupósti. Hefst 5. mars. og lýkur 14. mars. - Lengd námskeiðs 18 std. Verð kr. 19.900,- (Kennslubók á íslensku innifalin). Tölvunámskeið fyrir heldri borgara 60+ SVEITARSTJÓRNIR Bæjaryfirvöld í Kópavogi ætla ekki að beita mannvirkjalögum til að annað tveggja láta rífa Norðurturninn við Smáralind eða ljúka við bygginguna. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að Eignar- haldsfélagið Smáralind ehf. telur það valda því fjár- hagstjóni að Norður turninn sé ókláraður utan í verslunar miðstöðinni. Eigandi Norðurturnsins er gjaldþrota. Í umsögn skrifstofustjóra umhverfis- sviðs Kópavogs til bæjarráðs er vitnað til þess að Helgi Birgison skiptastjóri segi viðræður í gangi um framtíð byggingarinnar. „Full ástæða er til þess að taka mið af þeim óvenjulegu efnahagsaðstæðum sem ríkja um þessar mundir og gefa aðilum nokkuð svigrúm til þess að leita leiða til að klára bygginguna,“ segir skrifstofu- stjórinn sem kveður umfang verkefnisins slíkt að tæplega komi til álita að bærinn beiti mannvirkja- lögum og láti klára verkið eða rífa bygginguna. Eina úr ræðið sé beiting dagsekta sem séu með lögveði í byggingunni. Umdeilanlegt sé hvort árangursríkt sé að beita þrotabú dagsektum. Bæjarráð ákvað að ef viðræður um framtíð Norður turnsins skila árangri verði kallað eftir framkvæmdaáætlun frá nýjum eigendum. Verði hins vegar enginn framgangur á næstu þremur mánuðum verði kannað hvort skilyrði séu fyrir dagsektum. - gar Niðurrif eða framkvæmdir við Norðurturn á vegum Kópavogsbæjar ekki kostur: Dagsektir vegna ókláraðs turns NORÐURTURNINN Bæjarráð hefur samþykkt að gera þriggja mánaða frest til að gera áætlun um framhald framkvæmda við húsið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Aðstoðarlögreglu- stjóri vill ekki staðfesta að for- svarsmenn Símans fari rétt með efni fundar síns með honum í fyrri viku þar sem rætt var um mál manns sem varð uppvís að því að skoða símtalaskrá fyrrverandi eiginkonu sinnar. Póst- og fjarskiptastofnun gagn- rýndi Símann harkalega vegna málsins í ákvörðun sem Frétta- blaðið greindi frá í gær og boðaði að málinu yrði vísað til lögreglu. Síminn sendi frá sér yfir lýsingu í gær þar sem áréttuð voru sömu sjónarmið og for stjórinn Sævar Freyr Þráinsson lýsti í Frétta- blaðinu. Afsökunarbeiðni til konunnar sem kvartaði, vegna þess að bréf hennar týndist í heilt ár, var ítrekuð. Þá var í yfirlýsingunni fullyrt að á fundi með lögreglu í síðustu viku hafi lögregla látið í ljós sömu sjónarmið og Síminn hafði haft í frammi í deilum sínum við Póst- og fjarskiptastofnun; það er að málið hafi alla tíð átt heima á borði lögreglu en ekki Póst- og fjarskiptastofnunar og Símanum hafi enn fremur verið óheimilt að afhenda öðrum en lögreglu eða ákæruvaldi slíkar upplýsingar. Jón H.B. Snorrason, aðstoðar- lögreglustjóri, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að hafa fundað um m á l ið me ð Símamönnum í fyrri viku en vill hvorki játa því né neita að sá skilningur sem birtist í yfir- lýsingu Símans eigi við rök að styðjast. Hann segir þó ótvírætt að hann telji að mál sem þessi eigi að koma til kasta lögreglu. - sh FORSETAKJÖR Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, segist þurfa tíma til að gera upp við sig hvort hann eigi að verða við áskorunum um að hann gefi kost á sér í for- setakjöri í sumar. Hann hyggst til- kynna þjóðinni um ákvörðun sína síðar í þessari viku eða í þeirri næstu. Ólafur veitti í gær viðtöku rúm- lega 30 þúsund undirskriftum þar sem hann er hvattur til þess að bjóða sig fram enn á ný í sumar. Undirskriftunum var safnað á vefsíðunni Áskorun til forseta en að baki söfnuninni stóðu meðal annarra ráð herrarnir fyrr verandi Guðni Ágústsson og Ragnar Arnalds auk Baldurs Óskars sonar, fyrrum framhaldsskóla kennara. Af því tilefni boðaði forseta- embættið til blaðamannafundar þar sem fjölmiðlamönnum gafst færi á að ræða við forseta um fyrir ætlanir hans. Á fundinum sagði Ólafur að hann hefði í nýársávarpi sínu talað skýrt og í einlægni um þá ákvörðun sína að láta af embætti í sumar. Í kjölfarið hefðu fjölmiðlar hins vegar farið að lesa ýmislegt í orð sín sem ekki hefði verið þar að finna. Tók Ólafur svo til orða að svo virtist sem menn hefðu verið svo uppteknir við að lesa á milli línanna að gleymst hefði að lesa línurnar sjálfar. „Við erum nú í þeim sporum og það er minn vandi […] að fjöl- margir eru ekki reiðubúnir að fall- ast á þá niðurstöðu sem ég lýsti í nýársávarpinu,“ sagði Ólafur Ragnar og hélt áfram: „Þess vegna tel ég það bæði lýðræðis- lega skyldu mína og reyndar líka siðferðilega að horfast í augu við þessar óskir sem bæði hafa komið fram í könnunum og í þessum undirskriftum. Ég mun því taka til skoðunar á nýjan leik þá nið- urstöðu sem ég tilkynnti og rök- studdi að mínum dómi allrækilega í nýársávarpinu.“ Loks sagði Ólafur að allar vanga- veltur um að nýársávarp sitt hafi verið skrifað með það fyrir augum að skapa óvissu um fyrirætlanir sínar vera út í hött. Hann benti á að ef hann léti af embætti í sumar yrðu eftirlaun hans álíka há og þau laun sem hann hlyti í embætti. Hann hefði því ekki fjárhagslegan ávinning af því að halda áfram. Þá hefði hann meira frelsi með því að hætta í sumar. „ Þannig að það er alveg sama hvernig málið er skoð- að. Það liggur allt þannig að það það var mín einlæga ósk og allra í fjölskyldunni að þjóðin myndi finna sér aðra vegferð á þessum tíma- mótum en að ég yrði áfram í þessu embætti,“ sagði Ólafur Ragnar að lokum. magnusl@frettabladid.is Ólafur Ragnar tekur viku til umhugsunar Ólafur Ragnar Grímsson hyggst tilkynna hvort hann gefi áfram kost á sér sem forseti í þessari viku eða næstu. Hann segist hafa talað skýrt um að láta af emb- ætti í nýársávarpi sínu en verði að taka áskoranir um að halda áfram alvarlega. BESSASTÖÐUM Í GÆR Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra, tók til máls fyrir hönd áskorenda á Bessastöðum í gær. Guðni sagði undirskriftasöfnunina snúast um traust, reynslu og forystuhæfni Ólafs og vísaði í kjölfarið til ákvarðana Ólafs í Icesave- málinu og málflutnings hans fyrir Íslands hönd á erlendum vettvangi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON JÓN H. B. SNORRASON Forsvarsmenn Símans árétta að lögreglan styðji málstað þeirra í deilunni við Póst- og fjarskiptastofnun: Lögregla vill ekki staðfesta skilning Símans Bindur þú vonir við hugsanlega vinnslu olíu á Drekasvæðinu? Já 76,9% Nei 23,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú raunhæft að afnema verðtryggingu án annarra kerfisbreytinga á hagkerfinu? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN 31.773 kjósendur skrifuðu undir áskorun til Ólafs Ragnars um að gefa kost á sér á ný til embættis forseta Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.