Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGHjólkoppar & felgur ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansson ivarorn@365.is s. 512 54429. | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Dekkjasalan, að Dalshrauni 16 í Hafnarfirði, býður upp á þá þjónustu að fólk sem á dekk og eða felgur getur komið með vöruna í fyrirtækið þar sem gerður er umboðssölusamningur. Dekkja- salan auglýsir svo vöruna, selur og leggur andvirðið að frádregnum sölulaunum inn á reikning við- komandi. Valdimar Sigurjónsson, eigandi fyrirtækisins, segir að verulega hafi komið á óvart hversu mikil þörf væri á umboðssölu fyrir felgur. „Í byrjun fór þetta rólega af stað enda aðaláherslan lögð á dekk. Þegar í ljós kom hversu mikil þörf væri á skipulögðum mark- aði fyrir felgur þá var ákveðið að auka við þá þjón- ustu og núna eru um tvö þúsund felgur á skrá hjá okkur, ásamt því að fylgihlutir eins og hjólkoppar, felgu- miðjur og fleira er farið að tínast til,“ segir Valdimar en þess má geta að töluvert úrval er af stökum felgum sem er hugsað fyrir þá sem skemmt hafa eina úr ganginum. „Þegar við sáum umfangið í felgunum þá gerðum við samninga við alla helstu birgja í innflutningi á dekkjum og getum boðið upp á mikið úrval af nýjum dekkjum á samkeppnishæfu verði og að sjálf- sögðu er úrvalið mikið í notuðu dekkjunum. Einnig er töluvert til af dekkjum á felgum, ballanserað og klárt til undirsetningar,“ segir hann. Kostirnir við að kaupa felgurnar hjá Dekkjasölunni eru að þar eru felgur yfirfarnar og gengið úr skugga um að þær séu í lagi og þær passi. Einnig er boðið upp á að fólk geti mátað og sjái þannig hvernig heildarpakkinn lítur út áður en af kaupum verður. „Mikið er um að fólk sé að versla sín á milli á netinu eða í smáauglýsing- um með felgur. Þessi kaup eru vandasöm og geta leitt af sér mörg vanda- mál og auka- kostnað,“ segir Va l d i m a r o g bendir á að til að mynda sé ekki nóg að huga eingöngu að gatadeil- ingu heldur geti stærð felgunnar, breidd, offset, backspace, felgu- boltar, miðjugat og fleira skipt lykil- atriði til að felgur af einum bíl passi á annan. „Fyrir utan þau tæknilegu at- riði sem máli skipta þá er oft ekki allt sem sýnist, felgur sem útlits- lega líta vel út geta verið skakkar eða gallaðar. Komið hefur fyrir að felgur sem við höfum neitað að taka í umboðssölu vegna skekkju, dúkka síðan upp í smáauglýsingum þar sem ekki er tekið fram að þær séu gallaðar eða í raun ónýtar,“ segir Valdimar. Eins og áður sagði eru allar felgur á Dekkjasölunni sem koma í umboðssölu yfirfarnar og þær sem ekki standast það nálarauga eru ekki teknar í sölu. Ef eitthvað sleppur í gegnum nálaraugað er sjö daga skilafrestur og er það aðallega hugsað þegar felgur eru sendar út á land eða eru ekki settar undir á staðnum. Allar vörur á heimasíðunni eru staðsettar í vöruhúsi fyrir tækisins að Dalshrauni 16 í Hafnarfirði þar sem hægt er að nálgast þær ásamt því að fyrirtækið býður upp á að koma vörum til f lutningsfyrir- tækja til sendinga á lands byggðina kaupendum að kostnaðarlausu. Dekkjasalan er opin frá klukkan 8 til 18 virka daga, til klukkan 21 þriðjudaga og fimmtudaga og frá klukkan 10 til 16 laugardaga. Sjá www.dekkjasalan.is Umboðssala fyrir felgur Dekkjasalan ehf. Dalshrauni 16 í Hafnarfirði fagnar um þessar mundir tveggja ára starfsafmæli sínu. Aðalstarfsemi fyrirtækisins er umboðssala með dekk og felgur. Dekkjasalan heldur úti öflugri heimasíðu, www.dekkjasalan.is, þar sem hægt er að skoða allar vörur sem eru í umboðssölu. Valdimar Sigurjónsson er stofnandi og eigandi Dekkjasölunnar. Hann bendir á heima- síðu fyrirtækisins, www.dekkjasalan.is. Þar eru myndir af felgunum sem eru í umboðs- sölu ásamt helstu tæknilegu upplýsingum og verði. MYND/ Núna eru um tvö þúsund felgur á skrá hjá okkur. 25 ÁRA FORNBÍLAR Samkvæmt reglum þurfa bílar að ná 25 ára aldri til að teljast fornbílar. Það þýðir að bílar af árgerðinni 1986 eru nú formlega komnir í þennan virðulega flokk. Fornbílaklúbbur hefur verið starfandi hér á landi frá árinu 1977 og félagar innan hans eru flestir duglegir að hittast. Yfir eitt þúsund manns eru skráðir félagsmenn. Klúbburinn er á Facebook og þar getur fólk auglýst eftir hlutum í bíla sína eða selt en auk þess er virk heimasíða www.fornbill.is. Sýningar Forn- bílaklúbbsins hafa ávallt vakið mikla athygli. KONUR Á MÓTORHJÓLUM Áhugi kvenna á mótorhjólaakstri hefur aukist mikið hér á landi. Konurnar eru á öllum aldri og margar þeirra hittast reglulega yfir sumartímann og hjóla saman um landið. Starfsemi klúbbanna er þó virk allt árið þar sem konurnar hittast einu sinni í mánuði og sumar oftar. Tvö félög mótorhjóla- kvenna eru starfandi í Reykjavík, Skutlurnar og Harley Davidson skvísurnar sem flestar eru eiginkonur karla í Harley Davidson klúbbnum. Þær kalla sig Mafíu Dóru frænku eða MDF. Skutlurnar hafa verið starfandi frá árinu 2005 en félagið var stofnað af Ásthildi Einarsdóttur. 36 konur eru skráðar í félagið. Konur eru einnig virkar á landsbyggðinni, á Akureyri og í Keflavík. Á síðasta ári opnaði mótorhjólasafn á Akureyri. Hugmyndin með safninu er að varð- veita 100 ára sögu mótorhjóla á Íslandi. Gott er að hafa í huga fyrir þá sem vilja eignast mótorhjól að hlífðar- fatnaður er nauðsynlegur öllum þeim sem ferðast um á bifhjóli. Sam- kvæmt vef Umferðarstofu þarf hlífðarfatnaðurinn að vera slitsterkur og inni í fatnaðinum eða innan undir honum þurfa að vera svokallaðar brynjur sem draga úr höggi og alvarlegum meiðslum. Stígvél fyrir mótor- hjólaakstur þurfa að vera með stífum ökkla til að minnka líkur á ökklabroti. Hlífðarbúnaður skal vera merktur samkvæmt stöðlum um öryggi. Tvö félög mótorhjólakvenna eru starfandi í Reykjavík og jafn mörg á landsbyggðinni. Duftlökkum felgur, stuðara o.fl. Verndar gegn tæringu Auðveldar þrif Mikið úrval lita Smiðjuvegi 3 - 200 Kópavogur - Sími 544 5700 www.polyhudun.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.