Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 38
28. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR22 22 menning@frettabladid.is Bergþór Pálsson söngvari ætlar að að halda námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands annað kvöld. Þar er ætlunin að veita þátttakendum innsýn í heim óperunnar. Bergþór mun leika nokkra af þekktustu óperusmellum allra tíma, kynna efni þeirra og einnig hvaða hlutverk og raddgerðir koma við sögu. Námskeiðið er einkum hugsað fyrir þá sem lítið hafa kynnt sér yndisveröld óperunnar, en eru forvitnir og langar að fá svo- litla innsýn í hana, að því er fram kemur í til kynningu. Námskeiðið er haldið í húsnæði Endurmenntunar að Dunhaga 7 í Reykjavík og hefst klukkan 20.15. Hægt er að skrá sig á endurmenntun.is en einnig má skrá sig á staðnum. Bergþór kynnir óperusmelli Tónlist ★★★★ ★ Simone Kermes og Sinfóníu- hljómsveit Íslands Barokktónlist í Hörpu fimmtudags- kvöldið 23. febrúar. Ný, framsækin tónlist hefur ekki alltaf haft góða ímynd meðal almennings. Sjálfsagt hefur stundum verið ástæða fyrir því. En gamla tónlistin, barokkið, hefur líka oft á tíðum haft illt orð á sér. Með barokktónlist er átt við Bach, Handel, Telemann, Vivaldi og fleiri. Ég fylgdist nýlega með umræðuþræði á Facebook þar sem einn hélt því fram að barokktón- list væri aðallega skraut og prjál. Ég held að hann hafi séð fyrir sér gamlan karl með illa lyktandi hár- kollu að plokka sembal. Og bosma- miklar konur í krínólíni að dansa menúett. Þannig var barokktón listin ekki á tónleikum Sinfóníunnar á fimmtudagskvöldið. Ónei. Nema kannski hljóðfæratón- listin. Strengjaleikurinn í fyrstu verkum efnisskrárinnar var í daufari kantinum. Kannski spilaði taugaóstyrkur einhverja rullu, því sumar einleiksstrófur voru ó hreinar. Ítalski fiðluleikarinn Isabella Longo lék bæði einleik og stjórnaði. Glímuskjálfti gerði vart við sig hjá henni í fyrstu töktunum. En svo lagaðist það. Ég held samt að hljóðfæratónlist, þ.e. kons- ertar eftir Corelli, Vivaldi og Tart- ini, hafi verið full fyrirferðarmikil á dagskránni. Aðalmálið var söng- konan. Maður hefði viljað heyra oftar í henni. Ég var næstum því búinn að skrifa „maður hefði viljað heyra MEIRA í henni“, en það hefði ekki verið sannleikanum samkvæmt! Rödd Simone Kermes var stórfeng- leg, björt og hrein. Söng tæknin var aðdáunarverð. Það er langt síðan ég hef heyrt jafn áreynslulausan söng. Alls konar hlaup komu óað- finnanlega út. Svo var Kermes bara svo skemmtileg! Túlkunin var lífleg og kraftmikil. Tónlistin var svo lifandi í meðförum hennar að það var ein- faldlega frábært. Líka rólegu lögin. Ég nefni sérstaklega Gelido en ogni vena úr Farnace eftir Vivaldi. Sú aría var hástemmd og fögur. Veik- ir tónar voru ofurmjúkir, en samt unaðslega tærir. Sumt var drepfyndið. Maður skellti upp úr í aríu úr La verita in cimento eftir sama tónskáld. Þar sýndi söngkonan nokkrum spilandi hljóðfæraleikurum allt að því hættulega ástleitni. Það var í takt við það sem söngurinn fjallaði um. Einn hljóðfæraleikarinn roðnaði svo mikið að hann varð eins og veggurinn fyrir aftan hann. Það hefur varla verið leikaraskapur. Þetta var rokk og ról! Jónas Sen Niðurstaða: Barokktónleikar með Simone Kermes voru stórskemmti- legir, túlkunin lifandi og kraftmikil. Hættuleg ástleitni BERGÞÓR PÁLSSON Kynnir yndisheim óperunnar hjá Endurmenntun HÍ annað kvöld. SIMONE KERMES Rödd hennar er stórfengleg, björt og hrein segir í dómi Jónasar Sen. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 28. febrúar 2012 ➜ Tónlist 20.30 ASA tríó spilar á síðasta kvöldi Jazztónleikaraðarinnar á KEX Hostel, Skúlagötu 28. Aðgangur er ókeypis. 20.30 Sólstafir, ein umtalaðasta rokk- sveit landsins, spilar á tónleikaröðinni Kaffi, kökur & rokk & ról í Edrúhöllinni, Efstaleiti 7. Plata hljómsveitarinnar, Svartir sandar, var víða valin ein af bestu plötum síðasta árs. Aðgangseyrir er kr. 500 og hægt verður að fá kaffi og kökur í massavís. ➜ Fyrirlestrar 12.05 Ágústa Kristófersdóttir fag stjóri sýninga við Þjóðminjasafn Íslands mun fjalla um Hjálmar R. Bárðarson ljós- myndara og sýningu á svarthvítum ljósmyndum hans sem nú stendur yfir í safninu. Fyrirlesturinn er hluti af röðinni Fræðslufyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. SÍÐUSTU FORVÖÐ eru að skoða málverkasýningu Eddu Heiðrúnar Backman sem hefur staðið yfir í Þjóð- menningarhúsinu frá því í desember. Verkin, sem eru olíu- og vatnslitaverk, málaði Edda Heiðrún með munninum, en á þeim er spóinn í aðalhlutverki. Sýningin verður opin í dag og á morgun. Svaka búnaður í Titanium ABS hemlalæsivörn með EBD hemlajöfnun IPS öryggiskerfi (Intelligent Protection System) 4 öryggispúðar 2 öryggisgardínur Öryggispúði fyrir hné ökumanns Diskabremsur á öllum hjólum ISOFIX festingar fyrir barna ESP stöðuleikastýrikerfi með spólvörn MacPherson fjöðrun að fra- man Control Blade fjöðrun að aftan Upphitanleg öll framrúðan, Quickclear Samlæsing með fjarstýringu Samlit hurðarhandföng Samlitir útispeglar Rafstillanlegir og upphitanlegir útispeglar Kastarar að framan Ford 6000 hljómtæki, 1 geis- ladiskur 8 hátalarar Ipod tengi Stillingar fyrir hljómtæki í stýri Tölvustýrð miðstöð CFC frí. Miðjustokkur, armpúði og 2 glasahaldarar Hólf fyrir gleraugu í lofti Rafdrifnar rúður að framan og aftan með klemmuvörn Fjarstýrð opnun/lokun á rafmagnsrúðum Rafdrifin hæðarstilling á ökumannssæti Mjóbaksstilling á ökumannssæti Hiti í framsætum, stillanlegur Tvískipt aftursæti Aksturstölva, stillanleg í stýri Þvottakerfi á aðalljósum Upplýstir speglar í sólskyggnum Svaka búnaður í Titanium Farmfestingar í skotti Leðurklætt stýrishjól Kælanlegt hanskahólf Easy fuel eldsneytisfylling án loks Stefnuljós í útispeglum Leðurklæddur gírstangarhnúður Armpúði í miðju aftursætis Frjókornasía Hæðarstillanlegt stýri með aðdrætti Upplýstir speglar í sólskyggnum Ofnæmisprófuð efni í innréttingu 12v tengill í mælaborði Dagljósabúnaður Gardína í farangursrými, station LED lesljós að framan og aftan Viðgerðarsett fyrir dekk Verksmiðjuryðvörn 17“ Titanium álfelgur Blátónaðar rúður Sér blástur frá miðstöð fyrir aftursætiBaksýnisspegill með sjálf Krómlistar neðst við hliðarrúður Sjálfvirk hæðarstilling aðalljósa Kortaljós að framan og aftan Svaka búnaður í Titanium öryggispúði fyrir hné ökumanns Diskabremsur á öllum hjólum ISOFIX festingar fyrir barnabílstóla Upphitanleg öll framrúðan, Quickclear fjarstýringu Samlit hurðarh Stillingar fyrir h Tölvustýrð miðs Miðjustokku fyrir gleraugu í l Rafdrifnar rúðu Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | ford.is -kr.350.verðlækkun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.