Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 28. febrúar 2012 27 Viltu upplifa einstaka leiksýningu og taka þátt í að búa til nýja Símaskrá? Má bjóða þér í leikhús? Í Símaskránni 2012 verða leiklistin og þjóðin í forgrunni og við viljum fá þig í lið með okkur við að búa til nýja Símaskrá. Af því tilefni bjóða Já og Borgarleikhúsið í leikhús 3. mars kl. 14 þar sem tvíeykið Hundur í óskilum fer í gegnum Sögu þjóðar í tali og tónum á meðan áhorfendur eru myndaðir. Hvar & hvenær? Borgarleikhúsinu, laugardaginn 3. mars kl. 14. Hvað fæ ég marga miða? Tveir miðar eru í boði fyrir hvern sem skráir sig. Hvernig skrái ég mig? Hægt er að skrá sig á já.is eða senda tölvupóst á leikhus@ja.is með upplýsingum um nafn og kennitölu þína og þess sem þú vilt bjóða. Einnig er hægt að skrá sig hjá miðasölu Borgarleikhússins í síma 568 8000. Hvernig veit ég hvort ég fæ miða? Þar sem einungis 550 miðar eru í boði þá getum við því miður ekki tryggt öllum sem skrá sig þátttöku. Ef þú dast í lukkupottinn og ert á leiðinni í leikhús þá sendum við þér tölvupóst með nánari upplýsingum. 118 Gulu síðurnar Já.is Stjörnur.is Símaskrá Já í símann i.já.is Borgarleikhúsið er samstarfsaðili Símaskrárinnar 2012 „Langt er síðan ég hef orðið vitni að öðru eins fýreverkerí af fyndni og andríki.“ JVJ, DV Saga þjóðar 3. mars kl. 14 FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester Uni- ted, segir að þeir Paul Scholes og Ryan Giggs séu í sérflokki af öllum þeim leikmönnum sem hafi klæðst rauðu treyju félagsins. Báðir skoruðu í 2-1 sigri United á Norwich um helgina en Giggs skoraði sigurmark leiksins í upp- bótartíma. Giggs var þar að auki að spila sinn 900. leik með Manc- hester United. „Ég held að Ryan hafi átt skilið að skora sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins, sérstaklega miðað við þann feril sem hann hefur átt,“ sagði Ferguson eftir leikinn. „Ég var nú reyndar búinn að gleyma því að Scholesy skoraði fyrsta markið,“ sagði hann í léttum dúr. „Hann og Giggs eru bestu leikmennirnir sem félagið hefur nokkru sinni átt.“ - esá Sir Alex Ferguson: Giggs og Scho- les eru bestir RYAN GIGGS Hefur átt ótrúlegan feril. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Samkvæmt enskum fjöl- miðlum er mögulegt að Carlos Tevez muni spila í búningi Manchester City þegar að varalið félagsins mætir Preston í dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á miðvikudaginn en hefur nú verið færður fram um einn sólarhring. Hann mun fara fram fyrir luktum dyrum. Tevez sneri nýverið aftur til Englands eftir þriggja mánaða útlegð í heimalandi sínu, Argentínu. Hann hefur ekkert spilað síðan í september er hann neitaði að koma inn á sem varamaður í leik með liðinu í Meistara deildinni. Hann hefur nú beðist afsökunar á öllu saman og vill nú spila með liðinu á nýjan leik. Talið er ólíklegt að hann muni spila með City gegn Bolton um næstu helgi en hann gæti komið við sögu þegar að liðið mætir Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea þann 10. mars. - esá Carlos Tevez: Spilar kannski með City í dag HANDBOLTI Landsliðs mennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson hafa báðir samþykkt að ganga í raðir franska félagsins Paris Handball næsta vetur. „Þetta kom fyrst upp á EM og svo var framhald á þessu eftir EM og nú er allt klappað og klárt,“ sagði Ásgeir Örn en hann hefur leikið með Hannover-Burgdorf síðustu ár á meðan Róbert hefur verið að leika með Rhein-Neckar Löwen. „Ég er að gera tveir plús einn samning en ég held að Robbi sé með þriggja ára samning. Það er margt heillandi við að fara þangað. Það á að spýta í lófana hjá félaginu. Við komum þrír núna og svo koma þrír í viðbót að ári. Það standa sterkir menn á bak við félagið sem ætla að eyða peningum. Það er líka gaman að prófa að búa í París og læra nýtt tungumál. Ég er spenntur fyrir nýju ævintýri.“ Tvö lið falla úr frönsku deildinni og eru fjögur lið í þeirri baráttu. Paris Handball er eitt þeirra og situr í næstneðsta sæti í dag. „Það væri ekkert spes ef liðið fellur. Maður vonar það besta en ef ekki þá tökum við þann slag með liðinu næsta vetur.“ Það er verið að moka peningum í knattspyrnuliðið Paris St. Germa- in og það á einnig að gera hand- boltaliðið að einu því besta. „Ég er mjög ánægður með minn samning. Þessi samningur er á pari við það sem menn eru að fá í Þýskalandi. Ég er ekki að gera lélegri samning,“ sagði Ásgeir aðspurður um hvort það væru ein- hver ofurlaun hjá liðinu. Hannover-Burgdorf vildi halda Ásgeiri og bauð honum samning sem hann hafnaði. - hbg Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson á leið til Paris Handball: Félagið er að fara að spýta í lófana PARÍS BÍÐUR Í OFVÆNI Ásgeir og Róbert munu spila handbolta í París næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.