Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGEndurskoðun & bókhald ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 20124 Þau nöpru spakmæli að ekkert sé öruggt í þessari veraldarboru annað en dauðinn sjálfur og blessaðir skattarnir fela í sér forlagatrú um óhjá- kvæmileika dauðans og þann stóra og nær vonlausa vanda að sleppa við skattbyrði samfélagsins ævina út. Ýmsir nafnkunnir rithöfundar hafa við- haft þessi frægu og títtnefndu ummæli. Fyrstur þeirra var enski höfundurinn Dani- el Defoe í The Political History of the Devil, árið 1762, en þar skrifaði hann að „hægara væri að trúa á jafn fullvísa hluti og dauðann og skattinn“. Bandaríski rithöfundurinn Benjamin Franklin notaði sömu orðskviðu í bréfi til Jean-Baptiste Leroy árið 1789, en á þann hátt sem nútímamaðurinn þekkir betur í dag. Bréfið var endurprentað í ritsafni Benjamins Franklin, 1817. Í því skrifar hann: „Í þessum heimi er ekki hægt að telja neitt víst nema dauðann og skattinn.“ Bandaríska blaðakonan og rit- höfundurinn Margaret Mitchell kom með aðra nálgun á þessi f leygu spakmæli í skáldsögunni Á hverfanda hveli árið 1936, en sú mikla örlagasaga var kvikmynduð 1939 og hlaut t íföld Óskarsverðlaun. Í henni skrifaði Mitc- hell: „Dauði, skattar og barnsfæðingar! Það er aldrei góður né hentugur tími fyrir neitt af því.“ Dauði og skattar Skattframtalið kemur gjarnan upp í hugann þegar tal berst að endurskoðun. Skattar eru samofnir tilveru okkar frá nánast vöggu til dauða og hafa orðið ritfærum að yrkisefni. Skattur leynist í flestu sem við leggjum út fyrir og óumflýjanlegt að fylla út skattframtalið einu sinni á ári, þótt margir nýti sér þjónustu endurskoðenda til að sjá um skattamál sín. Benjamin Franklin Margaret Mitchell NÝTT FÉLAG á traustum grunni BDO ehf. er nýtt endurskoðunarfyrirtæki sem veitir alhliða þjónustu á sviði endurskoðunar og ráðgjafar. BDO ehf. er aðili að alþjóðlegu neti sérfræðifyrirtækja sem öll starfa undir merkjum BDO. www.bdo.is BDO ehf. | Köllunarklettsvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 531 1111 Daniel Defoe HVAÐ ÞARF TIL AÐ VERÐA LÖGGILTUR ENDURSKOÐ ANDI? Í lögum um endurskoðendur nr. 79/2008 er eftirfarandi skil- greining á endurskoðanda: „Sá sem hefur þekkingu til að gefa hlutlaust og áreiðanlegt álit á reikningsskilum og öðrum fjárhagsupplýsingum, hefur löggildingu til starfa við endur- skoðun og fullnægir að öðru leyti skilyrðum laga þessara.“ Samkvæmt Félagi löggiltra endurskoðenda þarf einstaklingur sem vill hljóta löggildingu sem endurskoðandi að hafa lokið meistaranámi í endurskoðun og reikningsskilum, hann verður að hafa lokið þriggja ára starfsþjálfun við endurskoðun og hann þarf að hafa staðist sérstakt löggildingar- próf. Til að öðlast löggildingu til endurskoðunarstarfa þarf við- komandi að fullnægja eftirtöldum skilyrðum: 1. Eiga lögheimili hér á landi, eða vera ríkisborgari aðildarríkis að Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyja. 2. Vera lögráða og hafa haft for- ræði á búi sínu síðastliðin þrjú ár. 3. Hafa óflekkað mannorð, svo sem áskilið er til kjörgengis til Alþingis. 4. Hafa lokið meistaranámi í endurskoðun og reikningsskilum sem viðurkennt er af endur- skoðenda ráði. 5. Hafa staðist sérstakt próf. 6. Hafa starfað að lágmarki í þrjú ár undir handleiðslu endur- skoðanda við endurskoðun árs- reikninga og annarra reiknings- skila hjá endurskoðunarfyrirtæki. 7. Hafa starfsábyrgðartryggingu. BRANDARAR UM ENDUR SKOÐENDUR Endurskoðandi gengur fram á betlara, sem situr við götuna, á leið sinni til vinnu einn morguninn. „Máttu missa smá klink?“ spyr betlarinn kurteislega. „Hvers vegna ætti ég að gefa þér peninga?“ spyr endur- skoðandinn. „Af því að ég er blankur,“ segir betlarinn þolinmóður. „Ég á enga peninga og ekkert að borða.“ „Ég skil,“ segir endurskoðandinn. „Og hvernig er sú staða miðað við stöðuna á sama tíma í fyrra?“ Tveir endurskoðendur fara í kirkjugarðinn til að heimsækja gröf látins kollega. Þeir leita og leita en finna hvergi legsteininn hans. Loks snýr annar þeirra sér að hinum og segir: „Kannski hann hafi sett hann á nafn konunnar sinnar.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.