Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 27
KYNNING − AUGLÝSING Endurskoðun & bókhald28. FEBRÚAR 2012 ÞRIÐJUDAGUR 5 Fyrirtækið Íslenskir endur-skoðendur var stofnað í árs-byrjun 2011 og er í dag orðið fimmta stærsta endurskoðunar- fyrir tæki landsins eftir því sem næst verður komist ef metið er í fjölda starfandi löggiltra endur- skoðenda. Tólf endurskoðendur sem áður störfuðu sem einyrkjar eða á smáum endurskoðunarfyrir- tækjum tóku höndum saman um að sameinast í öflugu fyrirtæki. Sturla Jónsson framkvæmda- stjóri segir að höfuðstöðvar séu að Suðurlandsbraut 18 en starfs- stöðvar eru einnig í Garðabæ, Hafnarfirði, Akureyri og á Ísa- firði. „Fyrirtækið er enn ungt að árum en hefur vaxið hratt. Upp- haf lega hugmyndin að stofnun þessa félags var að sameina endur- skoðendur sem höfðu starfað einir eða á litlum stofum. Flestir eru þetta endur skoðendur með langa reynslu í faginu. Tilgangurinn var ekki síst að mæta auknum kröfum sem gerðar eru til okkar í dag með tilkomu nýrra laga um endurskoð- endur sem samþykkt voru árið 2008. Með lögunum voru innleiddir alþjóðlegir endur skoðunar staðlar hér á landi sem gera auknar kröfur til endurskoðunar reikningsskila en áður hefur tíðkast auk aukinna krafna um gæðaeftirlit innan fag- stéttarinnar,“ segir Sturla. Sameinaðir kraftar „Með stofnun Íslenskra endur- skoðenda var mögulegt að bakka menn upp og styðja við þessar faglegu kröfur sem hafa verið að aukast. Við erum meira farnir að vinna eftir alþjóðlegum stöðlum. Við lítum svo á að með stofnun félagsins séum við raunveru- legur valkostur við endur skoðun við hlið stóru alþjóðlegu endur- skoðunarfyrirtækja sem starfa hér. Slíkir valkostir hafa verið takmarkaðir, t.d. fyrir minni og meðal stór fyrirtæki. Nafnið okkar, Íslenskir endurskoðendur, gefur fólki hugmynd með hvaða hætti við staðsetjum okkur á þessum markaði. Við erum net lítilla og óháðra endurskoðunarfyrirtækja sem koma saman undir þessu nafni og sameinum krafta okkar,“ segir Sturla enn fremur. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Suðurlandsbraut 18 en Sturla segir að endurskoðendurnir hafi ekki allir sameinast undir einu þaki enn þá. „Frekari sameiningar eru í farvatninu til að styrkja fyrir- tækið enn frekar. Viðskiptavinir snúa sér beint til höfuðstöðvanna en á heimasíðunni www.isend.is er hægt að fræðast meira um starf- semina og þá endur skoðendur sem starfa undir þessu nafni.“ Endurmenntun Íslenskir endurskoðendur halda reglulega námskeið fyrir endur- skoðendur. Sturla segir að það hafi verið enn einn tilgangurinn með stofnun félagsins að spila stórt hlutverk í endur menntun endurskoðenda. „Það eru gerðar miklar kröfur til endurskoðenda um endur menntun og það hefur stundum reynst mörgum endur- skoðendum, t.d. þeim sem starfa inni á fyrirtækjum, erfitt að upp- fylla þessar endur menntunar- kröfur. Þeir hafa ekki haft sama aðgang að námskeiðshaldi og fag- legu efni og hinir sem starfa hjá alþjóðlegum keðjum. Markmið okkar félags er að veita endur- menntun fyrir þennan hóp og standa fyrir opnum nám skeiðum. Þau námskeið sem við höfum þegar haldið hafa verið vel sótt og greinilega er þörfin til staðar. Við höfum jafnframt gengið fram fyrir skjöldu í notkun á endurskoðun- arhugbúnaði sem margir einyrkjar eru að byrja að nota og höfum við aðstoðað þá við inn leiðinguna. Áhersla okkar liggur töluvert í að sinna þessum hópi endur skoðenda enda hefur okkur fundist blóðið renna til skyldunnar að styðja við þennan hóp stéttarinnar,“ grein- ir Sturla frá. Nýir endurskoðendur Sturla segir að engin mörk séu á því hversu lítil eða stór fyrirtæki geti leitað til Íslenskra endur- skoðenda. „Við sinnum litlum fjár- málafyrirtækjum, stéttarfélögum, lífeyrissjóðum, sveitarfélögum auk annars konar fyrir tækja, lítilla sem þeirra stærri. Sam einaðir erum við sterkari heldur en þegar hver og einn er að starfa í sínu horni. Meðalaldur er í hærra lagi en þeir sem sjá fyrir sér starfslok geta með þessu sam einaða verk- efni f lutt stofuna sína inn í fé- lagið. Margir einyrkjar sem huga að starfslokum finna fyrir því að enginn er til staðar til að taka við rekstrinum. Þeir hafa veigrað fyrir sér að taka að sér nema í endur- skoðun þannig að nýir endur- skoðendur koma að langmestu leyti frá stærstu stofunum. Með Ís- lenskum endurskoðendum verður til vettvangur fyrir að taka að sér nema eða vera viðskiptatækifæri fyrir yngri endurskoðendur, þessir yngri geta þá tekið við keflinu af þeim eldri.“ Þekking og reynsla Íslenskir endurskoðendur leggja ríka áherslu á að uppfylla fagleg- ar kröfur. „Við viljum vera fag legir í vinnubrögðum. Krafan er mikil um framþróun og við stöndumst hana. Þessi góði hópur hefur stórt tengslanet á bak við sig og menn eru stórhuga um að fyrirtækið muni vaxa og dafna þegar fram í sækir. Við byggjum á góðum grunni með mikilli þekkingu og reynslu. Það er mat okkar að Ís- lenskir endurskoðendur séu raun- hæfur valkostur til mótvægis við þessa stóru,“ segir Sturla Jónsson framkvæmdastjóri. Íslenskir endurskoðendur sameina krafta sína Íslenskir endurskoðendur annast endurskoðun reikningsskila og staðfestingu fjárhagsupplýsinga, jafnt fyrir lítil, meðalstór og stór fyrirtæki. Einnig hefur félagið hug á að spila stórt hlutverk í endurmenntun endurskoðenda og framþróun fagstéttarinnar hér á landi. Hluti af þeim endurskoðendum sem starfa hjá Íslenskum endurskoðendum. Nöfn í stafrófsröð eru: Björn Björgvinsson, Guðmundur Óskarsson, Hreggviður Þorsteinsson, Jón Örn Gunnlaugsson, Magnús Benediktsson, Ómar Kristjánsson, Sturla Jónsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. MYND/GVA Sturla Jónsson, framkvæmdastjóri Íslenskra endurskoðenda, í höfuðstöðvum félagsins á Suðurlandsbraut 18.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.