Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 42
28. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is SIF ATLADÓTTIR hefur þurft að draga sig úr íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu fyrir Algarve-mótið. Sif er meidd. Í hennar stað hefur verið valin Anna María Baldursdóttir, leikmaður Stjörnunnar. Mótið fer fram 29. febrúar til 7. mars. FÓTBOLTI Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslita leikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Lands- liðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfs son segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra. „Það hefur verið mikið um for- föll og meiðsli og það munu því nýir leikmenn fá tækifæri nú,“ sagði Sigurður Ragnar í gær en þá var hann staddur með hópnum á flugvellinum í Manchester, á leið til Portúgals. „Við munum nýta þessa keppni til að skoða leikmenn og er stefnan sett á að allir fái að spila eitthvað. Við spilum svo mikilvægan leik gegn Belgíu í undankeppni EM 2013 í apríl og við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvaða leik- menn við ætlum að nota í þann leik,“ segir Sigurður Ragnar. Ekki U-21 eða U-23 síðan 2006 Alls eru sex leikmenn sem voru með í síðasta landsliðsverkefni nú fjarverandi auk þess sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir verða notaðar sparlega að ósk félagsliða þeirra. Mótið mun því nýtast vel til að gefa öðrum leikmönnum tækifæri til að kynnast því að spila með landsliðinu í stórum leikjum. Knattspyrnusambandið hefur ekki starfrækt U-21 eða U-23 landslið kvenna síðan 2006 og hefur það mikið að segja um þá leikmenn sem eru að ganga upp í A-landsliðið nú. Flestir þeirra eiga aðeins leiki að baki með U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands og segir Sigurður Ragnar að þaðan sé stökkið upp í A-landsliðið nokkuð stórt. „Þegar ég tók við A-landsliðinu árið 2007 voru flestir leikmenn með reynslu úr U-21 og U-23 lands- liðum,“ segir Sigurður Ragnar sem segist vilja endurvekja landslið fyrir þennan aldurshóp. UEFA ekki með keppni „Það eru mjög góðar líkur á því að við séum búin að finna leik fyrir U-23 landslið á þessu ári en það er þó ekki 100 prósent staðfest enn. Ég og þjálfarar yngri lands- liðanna erum sammála um að það sé mikilvægt að hafa U-23 lands- lið til að undirbúa leikmenn fyrir A-landsliðið. Vandamálið er hins vegar það að UEFA [Knattspyrnu- samband Evrópu] er ekki með alþjóðlega keppni fyrir þennan aldurshóp og því erfiðara að finna verkefni,“ segir hann. „Svo er þetta auðvitað alltaf spurning um fjármagn. En flestar bestu þjóðirnar eru með U-23 lið og við erum að reyna að koma þessu aftur af stað hjá okkur. Vonandi gengur það eftir.“ Árið 2004 var Norðurlanda- mót U-21 liða kvenna haldið hér á landi og margir af lykilmönnum íslenska landsliðsins í dag spiluðu í því móti. „Norðurlandamótið var haldið til 2006 en síðan var því hætt. Það var reynt að byrja aftur og sumar þessara þjóða hafa verið að spila æfingaleiki og búa til æfingamót. En það hefur ekki gengið til fulls að endurvekja mótið.“ Engin fædd 1989 með landsleik Hann segir margt benda til þess að skortur á verkefnum fyrir rúm- lega tvítugar knattspyrnukonur hafi haft sitt að segja. „Til dæmis á enginn leikmaður fæddur 1989 að baki A-landsleik. Þar höfum við misst út stóran hóp.“ Sigurður Ragnar tekur þó fram að A-landsliðið hafi fengið mikið að gera á þeim árum sem hann hefur stýrt liðinu. „Við höfum spilað jafn marga leiki á þessum fimm árum og síðustu níu ár á undan. Leik- menn læra alltaf best af því að spila með A-landsliðinu og þess vegna er Algarve- mótið svona mikilvægt. Í þessu móti munum við ekki alltaf stilla upp okkar besta liði heldur gefa leikmönnum tæki- færi til að sjá hvernig þær spjara sig,“ segir hann. „Við munum engu að síður fara í hvern leik með það markmið að vinna. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur og venjast því að spila við bestu liðin og ná góðum úrslitum gegn þeim.“ eirikur@frettabladid.is Viljum endurvekja U-23 lið Íslands Ísland hefur ekki átt U-21 eða U-23 lið kvenna síðan árið 2006. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari segir mikilvægt að finna fleiri verkefni fyrir þennan aldurshóp. Breytt landslið hélt utan til Algarve í gær. SIGURÐUR RAGNAR Segir að það sé of stórt stökk fyrir leikmenn sem ganga upp úr U-19 landsliðinu að fara beint í A-landsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þegar ég tók við A- landsliðinu árið 2007 voru flestir leikmenn með reynslu úr U-21 og U-23 landsliðum. SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI KVENNA Landsliðshópurinn Markverðir Þóra B. Helgadóttir 81 landsleikur Guðbjörg Gunnarsdóttir 19 Aðrir leikmenn Katrín Jónsdóttir 111 landsleikir Margét Lára Viðarsdóttir 77 Dóra María Lárusdóttir 71 Hólmfríður Magnúsdóttir 64 Sara Björk Gunnarsdóttir 43 Katrín Ómarsdóttir 39 Rakel Hönnudóttir 33 Guðný B. Óðinsdóttir 28 Greta Mjöll Samúelsdóttir 24 Hallbera Guðný Gísladóttir 23 Fanndís Friðriksdóttir 21 Harpa Þorsteinsdóttir 16 Þórunn Helga Jónsdóttir 7 Thelma Björk Einarsdóttir 6 Mist Edvardsdóttir 3 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 1 Anna María Baldursdóttir - Elísa Viðarsdóttir - Katrín Ásbjörnsdóttir - VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 ASHTON KUTCHER MÆTIR Í KVÖLD KL. 20.35 Hafðu hláturtaugarnar klárar þegar Ashton Kutcher mætir til leiks í stað Charlie Sheen sem var látinn fara eins og frægt er orðið. Nýju þættirnir hafa slegið í gegn vestra en Kutcher leikur milljónamæring sem kaupir hús Charlies og leyfir þeim Alan og Jake að búa hjá sér. FÁÐU Þ ÉR ÁSK RIFT STOD2 .IS KÖRFUBOLTI Kobe Bryant, aðal- stjarna NBA liðsins LA Lakers, er með brákað nef eftir viðskipti sín við Dwayne Wade, leikmann Miami Heat, í Stjörnuleiknum í Orlando. Forráðamenn Lakers greindu frá því að Bryant færi í skoðun hjá háls-, nef- og eyrna- lækni í dag. Fréttavefurinn Yahoo Sports greinir frá því að Bryant hafi einnig fengið vægan heilahristing. Samkvæmt nýjum reglum NBA-deildarinnar þarf Bryant að fara í ítarlega rannsókn áður en NBA-deildin gefur honum heimild til að leika á ný. The Salt Lake Tribune greinir frá því að Bryant hafi ekki farið í viðtöl eftir leikinn vegna verkja í höfði sem hann fékk í leiknum eftir höggið frá Wade. - seth Átök í Stjörnuleik NBA: Kobe meiddist í Stjörnuleiknum KOBE BRYANT Það er ekki algengt að leikmenn meiðist í Stjörnuleiknum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Sænski handbolta- kappinn Oscar Carlén verður frá keppni næsta árið eftir að hann þurfti að gangast undir enn einu aðgerðina vegna þrálátra hné- meiðsla. Carlén er á mála hjá Hamburg í Þýskalandi. Carlén hefur þrívegis slitið krossband í hné og hefur farið í sex hnéaðgerðir. Hann greindi frá því einnig í samtali við þýska fjöl- miðla að hann hafi alls þrettán sinnum verið svæfður á ævinni. „Ég var líka mjög óheppinn í æsku,“ sagði hann. Aðgerðin gekk vel en svo gæti farið að hann þurfi að leggja skóna á hilluna, ef endurhæfingin gengur ekki eftir óskum. „Þetta hafa verið mjög erfiðir mánuðir en mér hefur aldrei liðið verr en á þriðjudaginn. Þá lá fyrir að fara í aðgerð sem myndi hafa úrslita- áhrif á minn íþróttaferil.“ - esá Oscar Carlén enn meiddur: Fór í sjöttu hnéaðgerðina

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.