Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 18
væru 76 prósentum ólíklegri til að þjást af elliglöpum en þeir sem ekki dönsuðu. Athygli vakti að golf, tennis, sund og hjólreiðar virtust engin áhrif hafa á þróun elliglapa. Seinni tíma rannsóknir styrkja enn þessar niðurstöður; ekkert jafnast á við dansinn þegar kemur að því að hægja á elliglöpum. „Það er samt ekki eini plúsinn við dansinn,“ segir Lizy. „Hann hjálpar fólki með jafnvægið og ég vil meina að fólk sem dansar reglulega sé til dæmis mun betur sett í hálku eins og búin er að vera í vetur, heldur en hinir. Auk þess er svo mikil gleði í dansinum, músíkin, hreyfingin og félagsskapurinn haldast í hendur við að létta fólki lundina.“ Lizy kennir tveimur hópum eldri borgara í Garðabæ línudans auk þess að kenna tveimur hópum línu- dans og einum hóp sam kvæmis- dans hjá félaginu í Reykjavík. Hún segir námskeiðin njóta mikilla vin- sælda. „Þeir sem byrja að mæta halda því áfram ár eftir ár,“ segir hún. „Það dettur út einn og einn vegna þess að heilsan bilar, en annars hættir fólk yfirleitt ekki þegar það er komið á bragðið.“ Í fyrrnefndri könnun kom í ljós að það sem hjálpaði mest í baráttunni við elliglöpin, fyrir utan dansinn, voru lestur og að leysa krossgátur en áhrif þeirrar iðju komust þó ekki í námunda við jákvæð áhrif þess að dansa. fridrikab@frettabladid.is Lizy Steinsdóttir danskennari segist ekki í vafa um að dansinn hjálpi fólki að viðhalda minninu, auk þess sem hann hafi ýmsa aðra kosti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Framhald af forsíðu Flestar þjóðir hafa áhyggjur af D-vítamínskorti sem hefur aukist mikið á undanfarið. Ný alþjóðleg rannsókn sem birt var í American Journal of Epidemiology sýnir samhengi á milli D-vítamíns- skorts og offitu. Áður hafði þessari staðhæfingu verið varpað fram án rannsókna. Þessi nýja rannsókn staðfestir að þarna er samhengi á milli. Þeir sem auka inntöku á D- vítamíni gætu í leiðinni fækkað aukakílóum. Rannsóknin sýndi auk þess að ungt fólk sem skortir D- vítamín getur átt á hættu að verða of feitt síðar á ævinni. Allir ættu því að vera meðvitaðir um eðli legan dagskammt D-vítamíns. Umræðan um D-vítamínskort hefur verið töluverð hér á landi und- anfarið. Það er ekki að ástæðulausu því margt bendir til þess að Íslend- inga skorti þetta vítamín í ríkum mæli. Umræðan er þó ekki bundin við Ísland því hún hefur verið hávær um allan heim. D-vítamín- skortur hefur aukist til muna með almennri notkun á sólvarnarkrem- um, jafnvel í sólríkum löndum. Nú er talað um D-vítamíntöflur sem sólskin í boxi og kannski er það réttmætt. Í skammdeginu hér á landi er meiri þörf fyrir vítamín en á suðlægari slóðum. Sagt er að fólk sem skortir D-vítamín fái oftar kvef en þeir sem taka það daglega. Þeir hafi einnig lélegra ónæmiskerfi. Feitur fiskur er ríkur af D-vítamíni. Íslendingar voru mun duglegri að borða fisk og taka inn lýsi á árum áður. Fiskur ætti að vera á borðum að minnsta kosti tvisvar í viku. Offita og D-vítamín Áhyggjuefni er hversu margir þjást af D-vítamínsskorti. Á föstudag voru afhent verðlaun til vinnustaða og grunnskóla sem sigruðu í sínum flokkum í vinnustaða- og grunnskólakeppni Lífshlaupsins sem stóð yfir frá 1. til 21. febrúar. Einstaklingskeppni Lífshlaupsins er í fullum gangi. Skráning á www.lifshlaupid.is. Hægt er að útbúa margs konar drykki sér til heilsu- bótar. Hér er hollur og góður drykkur sem hentar vel með mat eða sem svala drykkur á milli mála. Börn kunna líka vel að meta þennan drykk. Hann passar auk þess vel með sterkum mat. 2 þroskaðir mangó-ávextir 2 dl hreinn appelsínusafi 2 dl hrein jógúrt 4 tsk. sykur (má sleppa) Skrælið mangóið og skerið það í bita. Setjið í skál eða góða könnu og bætið öðrum hráefnum saman við. Mixið með töfrasprota eða setjið allt í blandara. Hellið í glas með ísmolum. Þessi uppskrift passar í fjögur glös. Hollur mangó-drykkur Verslunin flytur 40% afsláttur af nýjum vörum. Rým ingar sala í Smáralind 1. mars Létt Bylgjunnar Alla daga kl. 19.00 og 01.00 CNN er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR PIERS MORGAN tonight Viltu breyta mataræðinu til batnaðar á einfaldan og öfgalausan hátt? INGA KRISTJÁNSDÓTTIR næringarþerapisti D.E.T. kennir ykkur hve einfalt það getur verið að bæta mataræðið og hvaða ráð hún hefur til þess. ÞETTA ER EKKI FLÓKIÐ! Inga er búin að halda yfir 40 fyrirlestra um efnið enda nálgunin einföld, skýr og hentar öllum sem áhuga hafa á breyttum lífsháttum. Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl.18:30 - 21:00 Innifalið er mappa með uppskriftum og fróðleik. Verð: 4.900 kr. Nánari upplýsingar og skráning í síma 8995020 eða á inga@inga.is www.heilsuhusid.is FARIÐ VERÐUR MEÐ EINFÖLDUM HÆTTI YFIR: Hverju er hægt að skipta út og hvað kemur þá í staðinn Hvernig hægt er að þekkja muninn á hollri og skaðlegri fitu Hvernig þú getur haldið fullri orku allan daginn og losnað við sykurþörf og þreytuköst Þriðjudaginn 6. mars kl.18:30 - 21:00 í Heilsuhúsinu Kennslu- gögn og uppskrifta- mappa! Aðeins þessa vikuna Allar buxur á 50% afslætti Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.