Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 34
28. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR18 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is OLOF PALME, forsætisráðherra Svíþjóðar (1927-1986) lést þennan dag af skotsári. „Lýðræði er spurning um mannlega reisn og mannleg reisn er pólitískt frelsi.“ Faðir okkar, Brynjólfur Valgeir Vilhjálmsson vélstjóri, Austurbrún 2, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 16. febrúar. Jarðsungið verður frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 28. febrúar kl 15.00. Ingimar Brynjólfsson Haraldur Brynjólfsson Elsku mamma mín og tengdamamma, Valdís Guðrún Þorkelsdóttir (Vallý) Bollagörðum 57, Seltjarnarnesi, áður Fornhaga 22, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 20. febrúar, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 1. mars kl. 13.00. Guðrún V. Haraldsdóttir Guðlaugur H. Jörundsson Ástkær móðir okkar, Baldvina Gunnlaugsdóttir Eiðsvallagötu 26, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð 21. febrúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. mars kl. 13.30. Fyrir hönd ástvina, Anton Sölvason Margrét Kristín Sölvadóttir Gunnlaugur Sölvason María Jakobína Sölvadóttir Egill Sölvason Guðfinna Sölvadóttir Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Pálmey Ó. Kristjánsdóttir frá Látrum í Aðalvík, lést sunnudaginn 19. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Boðaþingi fyrir ljúft og hlýlegt viðmót og frábæra umönnun. Bára Hannesdóttir Gunnar Jakobsson Hanna Pálmey Gunnarsdóttir Ragnar Oddsson María Kristín Gunnarsdóttir Smári Baldursson Þórunn Margrét Gunnarsdóttir Bolli Ófeigsson og langömmubörn. Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Steindórs Arasonar frá Ísafirði, síðast til heimilis að Skipalóni 24, Hafnarfirði, verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 1. mars kl. 15.00. Þakkir sendum við starfsfólki á 4. hæð Sólvangs fyrir góða og alúðlega umönnun. Þórdís Þorláksdóttir Þóra Steindórsdóttir Ari Steindórsson Lára Grétarsdóttir Guðlaug Steindórsdóttir Sævar Örn Guðmundsson Alda Áskelsdóttir Sigurður Óli Gestsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, Þórður Ólafsson sérfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington D.C., verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 2. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Lára Alexandersdóttir Gígja Þórðardóttir Páll Liljar Guðmundsson Orri Þórðarson Silja Þórðardóttir Jóhann Gunnar Jónsson Sölvi, Lára og Laufey afabörn. Ástkær móðir okkar, Sólveig Sigurðardóttir frá Gvendareyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi fimmtudaginn 23. febrúar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Magdalena Kristinsdóttir Sigrún Kristinsdóttir Sesselja Kristinsdóttir „Það sem ég er að fást við er mér ástríða og ánægjan ein,“ segir afmælisbarn dagsins, ljósmyndarinn Mats Wibe Lund, um dagleg viðfangsefni sín. Þau snúast meðal annars um að skanna gamlar myndir sem hann tók á filmur inn á vef- inn mats.is. „Vefurinn er í raun mín dag- bók. Þegar ég fer yfir myndirnar rifjast margt upp því iðja mín er lykill að ótal skemmtilegum kynnum,“ segir hann. Hann tekur líka fram að myndir hans séu til ókeypis afnota fyrir allt námsfólk, frá leikskólabörnum upp í doktorsnema. Mats fæddist í Ósló fyrir 75 árum og ólst upp rétt við mekka skíðaíþróttar- innar á Holmenkollen. Á vetrarólympíu- leikunum 1952 kveðst hann hafa verið þar í „sauðargærufrakka“ með arm- band að vísa gestum til sætis á áhorf- endasvæðinu. Nú 60 árum síðar ætlar hann sjálfur að vera gestur á sama svæði sunnudaginn 11. mars. „Ég horfi mikið á norska sjónvarpið til að gleyma ekki móðurmálinu og þegar ég fylgdist með keppni á Holmenkollen fyrir fáum vikum fékk ég smávegis fyrir hjart- að því mér fannst ég þekkja sum trén meðfram gönguskíðabrautinni. Ég var þarna öllum stundum. Um leið og ég kom úr skólanum batt ég á mig skíðin og fór að renna mér. Það var mjög gott að alast upp þarna, mér fannst ég í raun aldrei vera borgarbarn.“ Árbæjarhverfið í Reykjavík hefur verið heimasveit Mats frá því hann flutti búferlum til Íslands 1996, ásamt konu sinni Arndísi Ellertsdóttur sem hann hitti í Ósló við hjúkrunarnám. En hann var búinn að koma 25 sinnum til Íslands áður en hann flutti. Hvað kom til? „Það er löng saga. Ég átti víðförla frænku sem var ljósmyndari og yfir frásögnum hennar af Íslandi var ævin- týraljómi. Sumarið 1953 var norski arkitektinn Håkon Christie fyrirliði norskra stúdenta við fornleifauppgröft í Skálholti. Þó ég væri bara menntaskóla- strákur fékk ég leyfi hans og Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar til að taka þátt og seldi frímerkjasafnið mitt fyrir farinu. Það var sterk upplifun að sigla upp að landinu á fallegu júníkvöldi og sjá jökulinn rísa úr sæ.“ Að loknu stúdentsprófi fór Mats að læra ljósmyndun í Frakklandi. „Ég var sendur á vegum flughersins til Versala og var þar í skóla í gömlu hesthúsi Lúð- víks konungs. Síðar var ég í háskóla í Köln í tvö ár og þegar því námi lauk vorið 1962 kom ég til Íslands að vinna í Sólarfilmu.“ Næstu ár kveðst Mats hafa starfað jöfnum höndum sem blaðamað- ur og ljósmyndari fyrir norska fjölmiðla. „Ég skrifaði um 1000 greinar um íslensk málefni í norsk blöð en árið 1974 lagði ég blaðamennsku á hilluna til að sinna ljósmyndun í fullu starfi.“ Myndir Mats af íslenskum sveita- bæjum hanga uppi á fjölmörgum heim- ilum landsins. „Átthagamyndatökur eru mínar ær og kýr,“ segir hann glaðlega og kveðst hafa sýnt 820 myndir á slóð- um Vestur-Íslendinga á síðasta ári, eftir óskum þaðan. „Það var mikið spekúlerað í bæjum og eyðibýlum sem ég á mynd- ir af en líka spurt um eyðibýli sem ég á eftir að mynda og jafnvel finna út hvar voru því skriflegar heimildir hafa brenglast í tímans rás. Nú er ég búinn að fá mér Garminkort til að merkja inn á það sem eftir er að mynda. Ég hef svo gaman af að gera vel við fólk,“ segir Mats og bætir við í lokin fullur gáska: „Ef þú hefur verið í vafa um hvort ég væri með fullu viti þá veistu svarið núna!“ gun@frettabladid.is MATS WIBE LUND LJÓSMYNDARI: ER SJÖTÍU OG FIMM ÁRA Í DAG IÐJA MÍN ER LYKILL AÐ ÓTAL SKEMMTILEGUM KYNNUM MATS WIBE LUND LJÓSMYNDARI „Það var sterk upplifun að sigla upp að landinu á björtu júníkvöldi og sjá jökulinn rísa úr sæ,“ rifjar hann upp um fyrstu komu sína til Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.