Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 46
28. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR30 BESTI BITINN ára gamall var Theo Walcott þegar hann lofaði Kjartani Björnssyni að fagna 30 ára afmæli íslenska Arsenal-klúbbsins á Íslandi. 17 „Þetta er ægilegt drama,“ segir leik- arinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Guðmundur Ingi fer með hlut- verk ókunnuga mannsins í leikritinu The Lady from the Sea eftir Henrik Ibsen sem verður frumsýnt í Rose- leikhúsinu í London í kvöld. Á meðal mótleikara Guðmundar eru Mal- colm Storry og Joely Richardson, en hún er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Nip/Tuck og The Tudors. „Hún er æðisleg,“ segir Guðmund- ur. „Fólk er alltaf að bíða eftir að ég segi sögur af henni sem einhverri prímadonnu, en hún er bara frábær. Yndisleg manneskja.“ Verkið gerist á 19. öld og fjallar um konu sem verður geðveik stuttu eftir að hún giftist lækni. Hún var lofuð öðrum manni áður en hún giftist og leikur Guðmundur fyrri elskhuga hennar, sem birt- ist áratug eftir að hún gift- ist lækninum. Hún neyðist til að velja á milli mannanna tveggja. Guðmundur var sem sagt ekki að ýkja þegar hann sagði verkið dramatískt. En var erfitt að komast að í sýningunni? „Nei. Ég var bara boð- aður í prufu og fékk hlut- verkið,“ segir Guðmundur hress. - afb Leikur á móti Joely Richardson í London Tilkynnt hefur verið um fyrstu tíu flytjendurna sem koma fram á tónlistar- hátíðinni Iceland Airwaves sem verður haldin í haust. Í erlendu deildinni eru það breska gítarsveitin Django Django, 80‘s tyggjópoppsveitin Friends frá Brooklyn, breska þjóðlagaskotna indísveitin Daughter og dimma elektrótvíeykið Exitmusic frá Brooklyn. Í íslensku deildinni stíga á svið Sóley, Prins Póló, Sykur, Samaris, Úlfur Úlfur og The Vintage Caravan. Miðasalan á hátíðina er hafin á glænýrri heimasíðu Iceland Airwaves. Fram til 1. júní verður hægt að kaupa miða á sérstökum afsláttar- kjörum. Icelandair Group hélt árshátíð í Hörpu síðasta laugar- dagskvöld. Ótrúlegur fjöldi tónlistarfólks steig á svið og töluðu gestir um að allir tónlistarmenn landsins hefðu troðið upp. Það eru reyndar smávægilegar ýkjur, en á meðal þeirra sem komu fram voru Magni, Eyvi, Bó, Páll Óskar, Ragga Gísla, Jónsi, Heiða Ólafs og Jón Ólafs. Kynnar voru Jakob Frímann og útvarpskonan Gunna Dís. Athugið að þessi listi er ekki tæmandi. - fb, afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Take away“-tilboðið á Krua thai: Massaman kjúklingur með djúpsteiktum rækjum. Eða þá humarpítsan á Saffran. Hafsteinn Ezekíel Hafsteinsson, rekstrar- stjóri hjá Jack and Jones. „Þetta verður frekar mikil törn,“ segir Snorri Helgason sem er nýbyrjaður á tveggja vikna tón- leikaferðalagi um Pólland. Þar spilar hann á hverju kvöldi fyrir heimamenn. „Ég kom þarna í fyrra til Kraká og fékk að kynnast Pólverjum. Þeir eru svo líkir okkur í húmor og það er auðvelt að grínast í þeim og vera í stuði,“ segir Snorri. Sami náungi bókaði tónleikaferð hans og stóð fyrir ferðalagi Prins Póló til landsins í fyrra. „Við keyrum á milli á gömlum Volkswagen Polo sem hann á. Það væri ómögulegt ef ég ætti að fara að keyra sjálfur á milli, ég myndi ekki rata neitt.“ Spurður hvort hann hafi lært einhverja pólsku segir hann: „Ég lærði bara þetta grundvallaratriði, eða orðið fyrir bjór sem maður lærir alltaf.“ Snorri, sem er nýfluttur til Íslands eftir eins og hálfs árs dvöl í London, verður duglegur að spila erlendis á þessu ári. Engar stórar tónleikaferðir eru samt fyrirhugaðar heldur smærri gigg með hljóm- sveitinni í för, þar á meðal í París í apríl. - fb Aka um Pólland á gömlum Polo Í PÓLLANDI Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason spilar víða í Póllandi næstu tvær vikurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég ætla að herja á hann og fá hann kannski til að koma hérna einn laugardag,“ segir Kjartan Björnsson, hárskeri á Selfossi og aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Arsenal. Fyrir sex árum tók Kjartan lof- orð af Theo Walcott, leikmanni Arsenal, um að hann kæmi til Íslands í tilefni 30 ára afmælis Arsenal-klúbbsins, sem er ein- mitt í ár. „Þetta var eftir leik á Highbury þegar hann var nýbúinn að skrifa undir. Ég ákvað að grípa hann strax af því að þetta var vonarstjarna. Ég bauð hann vel- kominn til Arsenal og sagði að ég þyrfti að eiga við hann erindi eftir nokkur ár um að koma til Íslands og fagna með okkur 30 ára afmæl- inu. Ég ákvað að horfa svolítið fram í tímann með þetta og hann játti því þá,“ segir Kjartan, sem er fyrrverandi formaður Arsenal- klúbbsins. Walcott, sem verður 23 ára í mars, gekk til liðs við Arsenal frá Southampton 2006. Sama ár varð hann yngsti leikmaðurinn til að spila í treyju enska A-lands liðsins, eða sautján ára. Á ferli sínum með Arsenal hefur hann skorað 39 mörk og lagt upp 37 til viðbótar í 209 leikjum. Fram herjinn eld- snöggi skoraði tvö mörk gegn Tottenham um síðustu helgi og er því sjóðheitur um þessar mundir en fram að því hafði hann legið undir nokkurri gagnrýni hjá aðdá- endum Arsenal fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Kjartan stefnir á að hitta Walcott á Englandi í vor í von um að hann efni loforð sitt. Hugmynd- in er að hann heimsæki Ísland í sumar þegar hann verður í fríi frá æfingum og leikjum. „Ég vil ekki taka fram fyrir hendurnar á sitjandi stjórn Arsenal-klúbbs- ins en ég trúi því nú frekar að þeir hafi ekkert á móti þessu.“ Kjartan er þegar byrjaður að hita Walcott upp og sendi honum nýverið orðsendingu á Facebook. „Auðvitað fá þeir alls konar svona tilboð en ég stefni á að herma þetta alveg stíft upp á hann. Svo sjáum við til hvað hann er mikill maður.“ freyr@frettabladid.is KJARTAN BJÖRNSSON: SJÁUM TIL HVAÐ HANN ER MIKILL MAÐUR Vill að Walcott efni sex ára loforð og komi til Íslands VILL FÁ WALCOTT TIL LANDSINS Kjartan Björnsson vill fá Theo Walcott, leikmann Arsenal, til Íslands í sumar. MYND/EYÞÓR Aðalvinningur KIA Picanto 1,0 beinskiptur 33472 Ferðavinningar frá Heimsferðum að verðmæti 200.000 1946 8651 29853 41971 58028 75922 93938 108601 121545 2128 13231 34988 47710 62498 85757 94666 114310 122224 2601 14081 35857 53664 67584 87220 101958 114923 123246 4096 19748 37815 55135 70343 90328 104675 115280 123382 5469 20341 40815 57258 72178 90982 108551 119517 124566 Helgarferðir frá Heimsferðum að verðmæti 100.000 599 12881 24036 42546 54361 70438 83789 97092 111533 675 13127 24995 42682 55932 70460 84968 99519 114490 695 13789 26863 43333 56363 70748 86077 100285 114620 1496 13871 27428 43546 56370 71804 86147 100320 115197 1577 14099 28187 45692 57468 73010 87163 100811 115871 1728 14141 28293 45781 57641 73392 87181 100900 116146 1774 14148 30163 45964 57887 73656 87524 101223 117485 2835 14785 31378 46816 58913 73936 88454 101324 117769 3385 14802 31697 47733 59931 74544 88611 102069 118359 4059 15310 31716 48033 59985 74681 88963 102202 118390 6002 15732 32209 48457 60084 75187 89279 102298 119955 6048 17755 32549 48749 60763 75570 89499 102320 120991 6262 17799 33235 48753 64711 75938 89801 102984 121298 6915 17956 35623 48883 64778 76099 90547 104131 122139 7218 18324 35849 48993 65031 76354 91393 104205 122155 8168 18481 36790 49281 65128 76537 91483 104768 122469 9162 20227 37436 50017 65900 77383 92259 106302 122536 10218 21193 37906 50577 66810 78325 92573 106878 123346 10573 21767 38165 51277 67482 79184 92735 107388 123437 12068 22150 38386 51744 67591 79919 93661 109870 123841 12166 22558 40998 52054 69058 81432 94790 110173 12231 22722 41680 53069 69073 82267 95598 110543 12769 22989 42083 53415 69501 82818 96938 110706 Happdrætti Húsnæðisfélags S.E.M. Vinninga ber að vitja innan árs. Upplýsingasími 588-7470 og á heimasíðu SEM.is Þökkum ómetanlegan stuðning. Birt án ábyrgðar. Á FULLU Í LONDON Guðmundur Ingi fer með hlutverk í sýningunni The Lady from the Sea sem verður frum- sýnt í kvöld. Nip/ Tuck-leikkonan Joely Richardson fer með aðalhlutverk sýningarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.