Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGHjólkoppar & felgur ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 20124 HVER FANN UPP HJÓLIÐ? Hjólið er ein af merkustu vélauppfinningum sögunnar. Frá tímum iðnbyltingarinnar hafa nánast allar vélar byggt á hjólum í einhverri mynd, hvort sem það eru fíngerð úr, farartæki, flugvéla- mótorar eða tölvudrif. Fyrsta hjólið sem vitað er um er hjól leirkerasmiðs í Mesópótamíu 3500 árum fyrir Krist, en það sást á fornum steintöflum. Fyrsta hjólið á fararskjóta er talið hafa verið á stríðskerrum Mesópóta 3200 árum fyrir Krist. Hjól með teinum sáust svo fyrst undir egypskum stríðsvögnum um árið 2000 fyrir Krist og hjól virðast hafa þróast í Evrópu án áhrifa frá Mið-Austur- löndum um 1400 fyrir Krist. Þróun hjóla undir farartæki var þó sáralítil í vestrænum samfélögum þar til í upp- hafi 20. aldar. GLÆSILEG BÍLASÝNING Talið er að hundruð þúsunda gesta hafi streymt á bílasýninguna í Washington sem var haldin fyrir skemmstu. Á fimmta tug bílaframleiðenda kynntu þar 700 gerðir bifreiða til sögunnar og þar af var stór hluti nýir bílar til að skoða og reynsluaka. Bílasýningin í Washington hefur verið haldin við miklar vinsældir um áratuga skeið. Að þessu sinni gripu skipuleggjendurnir til þess ráðs að lengja hana um helming og ekki virtist veita af því fullt var út að dyrum þá tíu daga meðan á henni stóð. Á meðal bíla sem voru sýndir er þessi Audi R8 Spyder sem vakti verulega lukku fyrir fallegar línur. FYRSTI FJÖLDAFRAM LEIDDI BÍLLINN Í gegnum tíðina hafa verið deildar meiningar um hver sé fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn en margir eignað Curved Dash Olds- mobile þann heiður. Oldsmobile var fyrst framleiddur árið 1901 bílasmiðnum Ransome Eli Olds (1864-1950) en Olds- mobile varð síðar hluti af General Motors. Fyrsti bíllinn sem framleiddur var á færibandi var hins vegar Model T frá Ford, árið 1908. Model T seldist í milljónum eintaka og var lengi vel langmest seldi bíll í heimi. Aðrir bílar sem þykja einnig koma til greina koma eru Benz Velo (1894) og Duryea Motor Wagon (1893) sem voru fyrstu bílarnir sem voru staðlaðir. Fyrir tíma þeirra var sérhver bíll sérsmíðaður og sérhannaður. VOLVO AMAZON Í 50 ÁR Um þessar mundir er hálf öld síðan Volvo Amazon lang bakurinn var fyrst kynntur til sögunnar á bílasýningu í Stokkhólmi. Volvo Amazon bílarnir voru fram- leiddir árin 1956 til 1970. Tæplega 667.320 eintök voru gerð í ýmsum útgáfum og þar á meðal fólksbílar og sportlegar útgáfur. Síðasti Amazon sem byggður var er með framleiðslunúmerið 73 220. Hann var keyrður beint af færibandinu inn í Volvo-bílasafnið í Gautaborg og er þar enn til sýnis. Nánar á www.fib.is VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 ER TITILLINN KOMINN Í ÁSKRIFT Á OLD TRAFFORD?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.