Sagnir - 01.04.1988, Síða 22

Sagnir - 01.04.1988, Síða 22
Hrafnistuundrið búsílags. Eftir að verslun var gefin frjáls fjölgaði bæði verslunum og verslun- arstöðum og margar verslanir stunduðu umfangsmikla skútuút- gerð. Skúturnar stunduðu aðallega veiðar frá vori framá haust en at- hafnamenn sáu ókosti við að ekki var hægt að halda skútunum til veiða allt árið, enda skapa skipin lít- inn auð á þurru. Engar tæknibreyt- ingar áttu sér stað með skútuútgerð- inni því áfram var handfærið notað, hér var einungis um að ræða stærri skip með fleiri mönnum, sem sóttu kannski eitthvað dýpra. Breytingin fólst í því að gera út um sumarið og fá launavinnufólk til að verka aflann. Einstaka verslanir urðu gríðarlega umsvifamiklar t.d. Ás- geirsverlunin, I.H.F., Lefolii og Bryde og má segja að hagþróun á þeim svæðum er þær réðu hafi al- gjörlega verið háð duttlungum eig- endanna. Þessar verslanir lögðu grunninn að kapítalískri þróun í sjávarútvegi en þær voru hins vegar ófærar um að hrinda kapítalisman- um af stað. Skortur á vinnuafli var orðið við- varandi vandamál víða á landinu um og uppúr aldamótum og það vinnuafl sem fékkst var dýrt. Þá var m.a. gripið til þess ráðs að ráða norskt verkafólk til starfa, aðallega sjómenn frá Lofoten. Árið 1903 var samþykkt á Alþingi frumvarp um fólksflutninga til íslands. Frumvarp þetta kom fram til að leysa úr þeim vinnuaflsskorti sem hér var ríkjandi og m.a. var rætt um að senda út „ag- enta“ til að fá fólk til að setjast hér að. Erfitt var að manna skúturnar nema þá helst gegn greiðslu í pen- ingum og það sama var uppá ten- ingnum hvað varðaði róðrarbátana; hlutaskipti lögðust víða af og í stað- inn komu fastar greiðslur. Útgerð Austfirðinga var t.d. að mestu rekin með aðkomufólki sem fékk fast kaup. Launakostnaðurinn við út- gerðina var að verða útgerðarmönn- um ofviða og tilraunir manna til að lækka hann með því að smíða róðr- arvélar báru ekki árangur. Sjávarút- vegurinn var kominn í sjálfheldu og útúr þessari sjálfheldu var einungis ein leið, þ.e. ný tækni er gæti lækk- að launakostnaðinn. Eftir því sem vinnukrafturinn verður dýrari á íslandi, þá virðist það liggja beint við að taka annað afl í staðinn, sem er bæði mikið sterkara og um leið ódýrara.13 Hár launakostnaður og vinnuafls- skortur er ein meginskýringin á upp- hafi vélbátaútgerðar hérlendis. Með tilkomu vélbáta fækkaði mönnum um borð en afli jókst, þannig að af- köst á mann urðu meiri. Þar sem menn voru ráðnir uppá fast kaup lækkaði launakostnaðurinn sem hlutfall af heildarkostnaði; ekki eru dæmi þess að laun hafi hækkað til samræmis við aukinn afla. Hluta- skipti, á þeim fáu stöðum sem þau voru enn við lýði, voru aflögð eða tóku miklum breytingum frá því sem áður var, þannig að aflaaukn- ingin skilaði sér til eigenda vélbát- anna. Eignarhald og fjármögnun Hverjir áttu þessa vélbáta er klufu öidurnar á fyrstu árum vélaaldarinn- ar? Voru þeir eign „sjósóknarmann- anna sjálfra eða útvegsbænda, eins eða fárra saman“, einsog haldið hef- ir verið fram?14 Hvað með verslan- irnar, kaupmennina, athafnamenn- ina, faktorana og embættismenn ina? Hér er ekkert algilt svar en Ijóst er að athafnamenn náðu undir- tökunum í sjávarútveginum með iðnbyltingunni. Athafnamenn höfðu nær undantekningarlaust umboð fyrir vélarnar þannig að menn fengu ekki vélar, eða vélbáta, nema í gegnum þá. Kaup á vélum eða bát- um gengu yfirleitt þannig fyrir sig að kaupmaður eða athafnamaður lán- aði fyrir vélinni, oft gegn því að fá fiskinn. Þannig gat hann tryggt að hann fengi sinn hlut til baka. Ef hins vegar áraði illa gat báturinn lent í hans höndum. Þess voru einnig dæmi að athafnamenn útveguðu mönnum vélar eða báta gegn því að fá hlut í bátnum, eða þeir höfðu frumkvæði að kaupunum og fengu sér síðan meðeigendur. Skortur á peningum hafði lengi verið viðvarandi vandamál þannig að ólíklegt er að menn hafi getað borgað út sínar vélar. Þrátt fyrir tölu- vert innstreymi fjármagns, m.a. með norskum síld- og hvalveiðimönn- um, voru peningar lítið í umferð og allt bendir til þess að peningaverð hafi verið of hátt miðað við afurða- verð. Vegna þessa misgengis töpuðu kaupmenn á því að borga fyrir vinnu og vöru í peningum. Fullyrða má að mestur hluti kaupgreiðslu hafi verið í formi vöruskipta nokkuð framá þessa öld. Til þess bendir m.a. bar- áttan fyrir lagasetningu á Alþingi um greiðslu verkkaups í peningum.15 Skortur á peningum var þannig til hagsbóta fyrir kaupmenn og at- hafnamenn, sem í skjóli lánsvið- skipta höfðu mun sterkari stöðu gagnvart kaupendum vélbátanna en ef um peningaviðskipti hefði verið að ræða. Hér voru ekki öflugar bankastofn- anir og Landsbankinn lánaði lítið til véla-/bátakaupa. Einungis hefir fundist eitt öruggt dæmi.lfi íslands- banki, sem stofnaður var 1904 með erlendu fjármagni, lánaði eitthvað, einkum útibúið á fsafirði.17 Eitt dæmi er þó frá Dalvík, en þar var seljandi bátsins bróðir útibússtjóra íslandsbanka á Akureyri og það var hann sem útvegaði kaupendunum lán hjá bróður sínum.18 í Vestmanna- eyjum var ekki stofnað útibú frá ís- landsbanka fyrr en 1918 og ári síðar kom útibú frá Landsbankanum. Ekki eru nein dæmi þess að banka- stofnanir hafi komið nálægt fjár- mögnun vélbátaútgerðarinnar í Vestmannaeyjum. Hvað íslands- bankinn á ísafirði lánaði mikið er ekki vitað, en vélvæðingin þar var í raun hafiri áður en bankinn hóf starfsemi sína, þannig að tilkoma hans hefir ekki haft úrslitaáhrif. Út frá þessu er óhætt að álykta að bankafjármagn skipti sáralitlu máli við fjármögnun vélbátaútgerðarinnar. Athafnamenn og verslanir komu að mestu í stað banka og í gegnum þá komu flestir vélbátarnir. Sjálf- fjármögnunin var ráðandi og gróð- inn af útgerðinni var það mikill að fyrirtækið borgaði sig upp á skömm- um tíma, jafnvel einni vertíð. Fyrir athafnamenn var sjálffjármögnun síðan áfram helsta leiðin til aukinn- ar útgerðar. Hinar stóru og gamalgrónu versl- 18 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.