Sagnir - 01.06.2000, Page 52

Sagnir - 01.06.2000, Page 52
greiðslu vara, nema þær væru keyptar í þeim löndum sem ís- lendingar áttu í vöruskiptum við. En þrátt fyrir það voru gjald- eyrisleyfi gefin út af gjaldeyris- og innflutningsnefnd fyrir millj- ónir króna með samþykki bankanna. Leyfin voru hins vegar gefin út með fyrirvara um að gjaldeyrir væri fyrir hendi, en Björn taldi fyrir neðan allar hellur að opinber stofnun í samráði við bankana gæfi út slíkt plagg sem væri hugsanlega ekki papp- írsins virði.37 Innflytjendur höfðu því í reynd enga tryggingu um að geta greitt fyrir vörur sínar og afleiðingin varð sú að er fram leið á fjórða áratuginn urðu gjaldeyrisleyfin „orsök stórfeldrar skuldasöfnunar erlendis."38 Skuldasöfnun erlendis hlaut á end- anum að rýra lánstraust erlendis eins og Verslunartíðindi hafði spáð 1931. En á meðan næstum því hver einasti innflytjandi var í vanskilum við útlönd vegna gjaldeyrisskorts, að því er Björn Ólafsson fullyrti, naut S.Í.S. sérstakra gjaldeyrisfríðinda sem gerði því kleyft að standa í skilum við viðskiptaaðila sína er- lendis. Öfugt við aðra útflytjendur, sem var gert að skila þeim gjaldeyri til bankanna sem þeir fengu fyrir útflutning, fékk S.Í.S. að halda sínum gjaldeyri og gátu því greitt fyrir innfluttar vör- ur.39 Fram til ársins 1937 virðist sem innflytjendum hafi tekist að greiða fyrir erlenda víxla og innheimtur „án þess að um áber- andi vanskil væri að ræða."40 En á árunum 1937 og 1938 fóru þau mál á versnandi veg og vanskil hlóðust upp.41 Það taldi Björn Ólafsson skýrt merki um að haftastefna stjórnvalda hefði mistekist. Hvað varðaði þá gagnrýni Framsóknarflokksins að skuldirnar stöfuðu af óhóflegum innflutningi kaupmanna benti Björn á að „fróðlegt [væri] að vita af hvaða orsökum óreiðu- skuldir verslana ríkisins stafa, en þær skuldir hafa skift miljón- um króna."42 Eins og Björn benti á að ofan gátu kaupmenn ekki flutt annað inn en þeir fengu leyfi fyrir og „með skriflegu sam- þykki bankanna, ritað á hverja einstaka umsókn, sem afgreidd hefur verið."43 Það væri því hæpið að saka kaupmenn um skuldasöfnun erlendis, sérstaklega þar sem sömu sögu var að segja um nokkrar af verslunareinkasölum ríkisins.44 Björn gerði verslunarskuldir ríkisins að umræðuefni í Vísi 1938: þverbak þegar Skúli Guðmundsson lagði fram til- lögu sem fól í sér að hlutur S.I.S. af innflutningi yrði allt að 31% og af sumum vörum enn meiri.31 Með til- lögu Skúla var „stigið talsvert lengra en nokkur sann- girni" leyfði, skrifaði Björn Ólafsson í dagblað sitt Vísir 1937. Hverjum þeim sem bæri eitthvert skyn- bragð á verslun, sagði Björn, er Ijóst að krafa S.Í.S. um þriðjung innflutningins er ekki í neinum takt við raunveruleikann. Til dæmis hafði kaupfélögunum verið úthlutað 8% af innflutningi vefnaðarvara á ár- inu á undan (þótt sú tala hefði reyndar hækkað eitt- hvað), en nú krefðust þau þriðjungs: Ef kaupfélögin fengi þriðjung innflutningsins mundi talsverður hluti kaupstaðarbúa verða að ganga á sokkaleistunum, ef þeir vildu ekki skifta við eitthvert kaupfélag.32 Höfðatölureglan jók, sem fyrr segir, mjög á úlfúð milli kaupmanna og kaupfélaganna, en ástæðan var ekki sú að kaupmenn vildu koma í veg fyrir eðlileg- an vöxt hinna síðarnefndu, sagði Björn, heldur að þeir viðurkenni ekki að kaupfélögunum beri 31% innflutningsins í öllum flokkum heldur ætti að taka mið af fyrri innflutningi. Björn taldi sjálfur að þessar tvær verslunarstéttir ættu að geta „starfað hlið við hlið og sannað sína yfirburði á drengilegan hátt."33 Höfðatölureglan hafði „torveldað framkvæmd haft- anna, skapað víðtæka andúð gegn þeim og gert út- hlutunina tortryggilega." Áleit Björn að ríkisstjórn Alþýðu- og Framsóknarflokks, 1934-1938, hefði með framkvæmd haftanna og höfðatölureglunni opinber- að óvinsamlegt viðhorf sitt í garð „kaupmanna, eink- um hinna stærri innflytjenda, og einstaklingsverzl- unar yfirleitt."34 Björn áleit að í stað þess að raska sem minnst því verslunarfyrirkomulagi er áður hafði ríkt, fyrir 1931, hefði ríkisstjórnin reynt að nota kreppuna, „til þess að útrýma allri verslun í landinu," með því að færa verslun í sem mestum mæli í hendur kaupfé- laga og neytendafélaga í skjóli höfðatölureglunnar.35 Þrátt fyrir hótun sína um úrsögn úr gjaldeyris- og innflutningsnefnd 1935 má ætla að Björn hafi, af tvennu illu, kosið að sitja áfram í nefndinni og gæta hagsmuna verslunarstéttarinnar í stað þess að standa áhrifalaus utan hennar. Ber gjörðabók nefndarinnar vitni um að Björn hafi eftir föngum reynt að auka frjálsræði í innflutningi en jafnan ekki fengið sínu fram. Barátta kaupmanna fyrir þeim hluta innflutn- ings sem þeir töldu að sér bæri, var hörð en hvergi nærri lokið þótt leyfin fengjust. Við tók önnur barátta sem sneri að gjaldeyrisleyfum til að borga þann inn- flutning sem leyfi höfðu fengist fyrir. „Gæfuleysið í gjaldeyrismálunum" Þegar innflutningshöftin voru innleidd 1931 spáðu Verslunartíðindi að með þeim myndi ríkisstjórninni líklega takast að eyðileggja það lánstraust sem versl- unarstéttin, einstaklingar og aðrar stofnanir höfðu aflað sér erlendis undanfarna áratugi.36 Eftir að inn- flutningsleyfum hafði verið úthlutað af gjaldeyris- og innflutningsnefnd fengu innflytjendur svokallað gjaldeyrisleyfi sem þeir áttu að nota til greiðslu á að- keyptum vörum. En gjaldeyrisleyfin gáfu þó ekki neina tryggingu fyrir því að gjaldeyrir fengist til Það er óþolandi háðung allri þjóðinni að ríkið skuli vera í vanskilum með verslanir sínar og ef haldið verður áfram á sömu braut, stofnar ríkið verslunarskuldir í fullri óvissu um að geta staðið í skilum. Það velur sér hlutverk hins alment fyrirlitna óreiðumanns.45 af því mikla fé sem taprekstur útvegsins hefir sett í um- ferð, umfram það sem útgerðin sjálf fær fyrir afurðimar. Þetta em hinar eiginlegu orsakir gjaldeyriserfiðleikanna þótt annað sé jafnan látið í veðri vaka. En það er annað en beinn skortur á gjaldeyri sem öngþveitið skapar. Það er fyrst og fremst stefnan og skipulagið á þessum málum sem öfgunum veldur.48 Björn varaði ráðamenn við því að frysta inni eignir útlendinga eins og þá var gert: „Að því hlýtur að koma," sagði Björn, „að slík „tekjulind" þorni."46 Gjaldeyrismálunum þyrfti að koma í viðunandi horf áður en landið yrði „brennimerkt fyrir van- skil."47 Orsakir erfiðleikanna Að mati Björns stöfuðu gjaldeyriserfiðleikar kreppuáranna af háspenntri fjármálastefnu hins opinbera, mikilli eftirspurn eftir gjaldeyri sem ríkisstjómin og þingið ýttu undir með styrkveit- ingum sínum, lánum og ábyrgðum og 50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.