Sagnir - 01.06.2000, Side 85

Sagnir - 01.06.2000, Side 85
sjálfsagða og nauðsynlega eins og víða kemur fram í tilvitnun- um hér að framan: Enda eigi sagan „mikinn þátt í að auka ætt- jarðarást, viðnámsþrótt og metnað.... Ræktarsemi við land og þjóð leitar þar svölunar og glæðist við".23 Söguskoðun Sigurðar markast mjög af heildarhyggju. Hann segist skrifa bókina með hagsmuni heildarinnar í huga, ætlar meira að segja að melta íslenska menningu ofan í þjóðina til að skilja hismið frá kjarnanum. Það skýtur nokkuð skökku við þá sagnfræðilegu afstæðishyggju (relativism)24 sem jafnframt birt- ist í textanxun því hann telur þau lögmál sem af sögunni eru leidd jafnist aldrei á við náttúrulögmál sem gildi „jafnt fyrir for- tíð og framtíð. Þess vegna er hæpið að kalla sagnfræðina vísindi ... þekkingin á henni [fortíðinni] er í molum og því má skilja hana á ýmsa lund ... hversu mikil mun þá ekki hin persónulega skekkja vera í slíkri grein sem sagnfræði þar sem öllu er jafnvar- lega treystandi, heimildum, úrvali, skilningi, dómum og álykt- unum?".25 En Sigurður kannast við að hætta geti verið af sög- unni „sé hún ranglega skráð eða heimskulega lesin".26 Þar með samþykkir hann, þrátt fyrir allt tal um afstæði, að til sé rétt sagnaritun og réttur eða skynsamlegur lestur heimilda. Undir lok forspjallsins tengir Sigurður svo veraldarsöguna náttúru- legri lögmálshyggju hvar hann líkir sögunni við æviferil ein- staklingsins þar „sem mismunur kjara er hverfandi í saman- burði við líkingu þeirra lögmála, sem hver maður er undirseld- ur.... Ef unnt væri að þekkja og skilja eina mannsævi út í æsar... væru rúnir tilverunnar ráðnar".27 Samkvæmt þessum skilningi er mannkynssagan þroskasaga sem býr yfir lífrænum eiginleik- Gissur og Hjalti koma ríðandi til Alþingis. um. Þrátt fyrir það, eða kannski einmitt þess vegna (?), skiptir litlu fyrir sagnfræðinginn hvort hann skrifar um hið stóra eða hið smáa: „Hann þekkir aldrei nema lítið brot af efninu, skilur þaðan af minna í þessum brotum. Hversu langt mál sem hann ritar, verður það ekki annað en þáttur úr ævisögu hans sjálfs, þótt honum hafi „þóknazt að klæða hann í dularbúning allsherj- ar heimssögu".28 Þar með lítur út fyrir að Sigurður hafi náð að leysa upp „heildstæðari" hluta þeirrar söguskoðunar sem hann leitaðist við að skapa. Það er freistandi að álykta að hið háleita upphafsmarkmið hafi vaxið honum yfir höfuð. Sigurður blandar saman absolútískri og rela- tívískri afstöðu til heimilda og því er erfitt að henda reiður á afstöðu hans til sannleikshugtaksins. Það fer ekkert á milli mála að Sigurður hefur mik- ið álit á Ara fróða og íslendingabók en telur þó heim- ildir um kristnitökuna frekar fátæklegar.29 Honum þykir auðsætt að sigur kristninnar hafi verið svo auð- unninn vegna þess að hann hafi í rauninni verið lítill sigur. Hér hafi þjóðin einungis tekið „við mjög ein- földum trúnaði á Hvíta-Krist, í stað margra goða. Leiðtogum hennar fannst það ekki svo stórvægilegt sem ætla mætti, og kristniboðarnir vissu ógjörla, með hvað þeir voru að fara. Hinir sigruðu unnu sigurinn á sjálfum sér, þeir vægðu sem vitið höfðu meira, með djúpsettri íhugun allra málavaxta".30 Kristnitakan var raunar fremur afsal ásatrúar en taka kristni því hún var þjóðinni að mestu hulinn leyndardómur þegar þeir tóku hana. Og það er fjarri því að lands- menn hafi ætlað sér að játast undir erlent kirkjuvald.31 Hjá Sigurði hefur því hin trúarlega táknmynd vikið fyrir annarri, öllu þjóðernislegri mynd, þar sem áhersla er lögð á vitsmuni og önnur jákvæð eigindi þeirra Islendinga sem að kristnitökunni stóðu. Hafa ber í huga að þetta er ritað á tímum íslenskrar sjálf- stæðisbaráttu þegar fyrirmynd hins sjálfstæða Is- Þangbrandur skírir Síðu-Hall í Þvottá. lendings var oftar en ekki sótt til kappa Þjóðveldis- aldar, eins og þeir birtust í íslensku fornritunum. Annarri og enn huglægari nálgunarleið beitir Sig- urður á söguna af Þorgeiri undir feldinum, og hann áréttar áreiðanleika hennar með áminningu um að Ari hafi haft góða heimildamenn um atburði.32 Um veru Þorgeirs þar segir íslendingabók: „En síðan es menn kvómu í búðir, þá lagðisk hann niðr Þorgeirr 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.