Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 29

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 29
ÞJÓÐ Á KROSSGÖTUM 99 þróazt á eðlilegan hátt. Rökrétt niðurstaða þessarar stefnu yrði vaxandi vöruskiptaverzl- un og hægfara innlimun í efnahagskerfi Aust- ur-Evrópu, þar sem allt útlit er fyrir, að það verði að lokum eina markaðssvæðið, sem hægt verður að skipta við á hinum óhagræna grundvelli vöruskipta. Hin leiðin er að koma á jafnvægi í efnahags- málum inn á við og út á við með róttækum aðgerðum gegn verðþenslu og með leiðrétt- ingu gengisskráningar í því skyni að geta komið á sem frjálsustum viðskiptum við aðr- ar þjóðir og gerzt þátttakendur í viðskipta- bandalögum Vestur-Evrópu. Það dylst vafa- laust engum, sem málin skoðar, að þessum markmiðum verður ekki náð nema með mjög gagngerri stefnubreytingu og aðgerðum, sem ekki geta orðið sársaukalausar, svo mjög sem efnahagskerfi landsins hefur verið fært úr réttum skorðum með hafta- og styrkjastefnu undanfarinna ára. Hitt verða menn að hafa hugfast, að séu þessar aðgerðir sársaukafullar nú, verða þær enn þá erfiðari, ef þeim verður frestað enn um sinn. Með hverju ári sem líður markar haftastefnan dýpri spor í efna- liagskerfið. Því átaki að korna á jafnvægi í efnahagsmálum hefur verið frestað hvað eftir annað, og það er lífsnauðsyn, að því verði ekki frestað enn á ný. Við þetta bætist svo, að nú virðast aðstæð- ur út á við íslendingum hliðhollar, ef þeir vilja taka upp nýja stefnu. En enginn vafi er á því, að það verður mjög erfitt fyrir íslend- inga að koma á jafnvægi í efnahagsmálum án aðstoðar og stuðnings annarra þjóða. Til þess að geta dregið verulega úr innflutningshöftum án alvarlegs samdráttar verða Islendingar að eiga kost á stuttum lánum, þar sem þá skortir nú algjörlega gjaldeyrisvarasjóði til að mæta tímabundnum greiðsluerfiðleikum. í öðru lagi munu íslendingar þurfa á að halda erlendu fjármagni, ekki til þess að mæta almennum greiðsluhalla, heldur til að byggja upp nýjar útfh.tningsatvinnugreinar, sem nýttu hinar miklu auðlindir, sem ísland á enn ónotaðar. í þriðja lagi verða viðskiptaþjóðir okkar að fallast á ráðstafanir til að bæta aðstöðu ís- lendinga til sölu á fiskafurðum á erlendum mörkuðum. Ef íslendingar verða þátttakend- ur í fríverzlunarsvæðinu eða tollabandalög- um, verða þeir loks að fá einhverjar undan- þágur um skeið vegna þeirra iðngreina hér á landi, sem erfiðast mundu eiga uppdráttar í samkeppni við erlenda framleiðslu. Það er óhætt að segja, að allt l>etta séu sanngirniskröfur, sem búast má við, að vel yrði tekið í af öðrum þjóðum, eins og nú standa sakir. Það er orðin viðurkennd hefð í efnahagssamvinnu vestrænna þjóða, að sam- eiginlegt átak sé gert til að hjálpa þeim ríkj- um, sem einhverra liluta vegna dragast aftur úr í þróuninni til frjálsra viðskipta. Þau skil- yrði ein hafa verið sett fyrir slíkri aðstoð, að viðkomandi þjóð sýndi einlægan vilja til að gera sitt til að leysa vandamálin. Séu íslend- ingar reiðubúnir til að gera slíkt hið sama, geta þeir kinnroðalaust farið fram á aðstoð bandalagsþjóða sinna til að koma efnahags- málum sínum á réttan kjöl. Jafnframt er rétt að hafa í huga, að aðstæður í þessum efnum eru óvenjulega góðar nú, vegna þess að verið er að koma á þeim viðskiptabandalögum inn- an Evrópu, sem áður hefur verið getið. Eru augu manna því opin fyrir þeirri nauðsyn að hjálpa sem flestum þátttökuríkjum til að fylgjast með þegar frá upphafi. Enginn veit, livort undirtektir verða jafn góðar eftir nokk- ur ár, ef þjóðir, sem ekki treystu sér til að vera með í upphafi, berja þá að dyrum og óska eftir aðstoð til að geta fengið inngöngu. Þar að auki sýnir reynslan, að það er marg- falt auðveldara að koma inn sérsjónarmið- um í samning, sem er í undirbúningi, heldur en að breyta honum í þágu eins aðila, eftir að hann hefur verið í gildi um margra ára skeið. VI. Þeirri spurningu er stundum varpað fram, hvort þátttaka íslendinga í fríverzlnn með Vestur-Evrópuþjóðum yrði ekki til þess að stefna í voða hinum mikilvægu viðskiptum þeirra við Austur-Evrópu. Svo þarf alls ekki að vera. Á því er ekki vafi, að verulegur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.