Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 64

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 64
134 HELGAFELL og í því skyni cru prófin þyngd, ckkert virðist æda að geta stöðvað lærdómsþorsta þcssara þrjózku mann- cskja. Á hvcrju ári bætast við ný vcrkcfni, nútímamað- urinn vcrður að vita citthvað í öllu, og allt cykst og stækkar ncma sjálfur tíminn, scm cnnþá cr jafn- bundinn sínum þrjózkufulla óbreytanleika, og ekki unnt að fá mínútu frest, engin Ieið kunn til að fá sólina til að hægja á sér, doka við meðan lokið er störfum hvers dags áður nýr gcngur í garð. Eitt af því sem nokkurn kvíða vckur á leið ungs fólks inn í framtíðina, cr hið þrotlausa span alls þorra manna, kapphlaup án annars sýnilcgs markmiðs cn krækja sér í almcnn lífsþægindi. Og þcssi ómann- lcga óróakennd virðist vakin strax í skólunum, og ástæðan líklega sú, að námið skortir nægilega lifandi markmið, þckkingarlcitin of bundin því að olnboga sig áfram, komast yfir lærdóm, scm gerir kleift að kjafta sig gegnum lífið, vita ártöl, þckkja nöfn, kunna rcglur — geta svarað spurningum við próf- borð. Þessi hrottalegi prófskrekkur, scm heltekið hefir allt mannlíf í þessu landi, cr varla hcilbrigður. Það er eftirtcktarvcrt t. d. að jafnvel dagblöðin eru tekin tipp á því að birta prófvcrkefni nýfermdra krakka sem dæmi um hugkvæmni í að finna hrekkjabrögð til að fella þau frá prófi. Uppi eru ýmsar kenningar um kennsluaðferðir og nám, og mun reynslan smám saman skera úr því, hverju þar bcr að hafna og hverju halda. I svipinn virðast margir þeirrar skoðunar, að ekki skipti öllu máli, hvort hcilinn sé á vissu aldursskeiði þjálfaður í því að lcysa rcikningsþrautir af cinu eða öðru tagi, stæla minnið við nöfn og tölur cða glíma við að lesa úr nótum eða öðru þungu lesmáli. Öll árcynsla af því tagi konn til skila í andlegu atgervi. Meðan barnið sættir sig að fullu við að lifa eftir forskrift forcldra og kennara, er ef til vill oft ckki mikil hætta á fcrðum þó tjáningarþörf þcss sé haldið í skefjum. En fljótlega rekur að því að heilbrigt fólk krefst þcss að vera eitthvað sjálft, fá að vclja og hafna, gerast þátttakendur í kvölinni að vcra mann- eskja, en ekki vinnudýr miskunnarlauss námskerfis. Á fimmtán til sextán ára aldri ganga flest heil- brigð börn undir hið svokallaða landspróf. Þetta próf scm smám saman hefir vcrið að þyngjast undan- farin ár, er nokkurskonar eldvígsla, fordyri helztu menntastofnana okkar. Þó er það enn svo að mik- dl fjöldi fólks ræður ekki að fullu við sig hvert halda skuli, eða hefir áttað sig á því, fyrr en að loknu stúdentsprófi, sem er höfuðáfangi á lcið flestra, scm ætla sér að ná hærra marki á menntabraut. Fyrir mönnunum, sem beita sér fyrir takmörkunum á tölu nemenda, sem inngöngu fá í Menntaskólann, og halda henni þar niðri, mun ckki vaka að binda nemcndatöluna við gólfrúm skólastofanna við Lækjar- torg, heldur hitt að tryggja að lærdómsfólk íslands sé raunverulega fært í flestan sjó, samkeppnishæft við mcnntafólk annarra þjóða. Og þctta er vissulega rétt. Það var full þörf á því að þyngja námið. Hraust- ir unglingar, sem ríkið veitir ókeypis kennslu og heilsusamlega skóla, eiga ekki að fá að njóta slíkra hlunninda nema leggja sig fram, já lcggja verulega hart að sér. Og þá er komið að kjarna málsins. Er þetta þá leiðin til þess að skapa traust og menntað fólk? Eg held ckki. Það er mjög mikil hætta á þvf að það æskufólk, sem þannig er troðið í þurrum utanbókar- lærdómi, verði kaldrifjað og innantómt, og eignist tíðum ekki annað markmið í lífinu en pota sér áfram, lærdómurinn verður líka um of markmið í sjálfu sér í stað aflvaka til að lyfta þeim Grettistökum, sem koma upp í hendur hvcrjum heilbrigðum manni í daglcgu lífi. Að því ber alveg tvímælalaust að stefna, og raun- ar hefjast þegar handa um breytingar á skólakerfinu í þá átt, að nemendur eigi kost á að velja á milli ýmsra námsgreina, án þess að draga úr kröfum til vinnu. Hjá mörgum gáfuðum unglingum, og jafn- vel á barnsaldri hneigist hugurinn til sérhæfingar í ýmsar áttir. Og ef staðið er gegn þessum hneigðum framyfir 17-—18 ára aldur, fær nemandinn ef til vill aldrei bcðið þess bætur. Þannig má heita að undir núverandi skólakerfi sé óhugsandi fyrir fólk, sem löngun hcfir til listiðkana að ná stúdentsprófi, nema jafnhliða sé um óvenjulega námshesta að ræða, og athyglisvert er hve mikill hluti gáfaðasta fólksins hrökklast úr skólum, cn samtímis skreytir sig árlega mcð stúdentshúfum fjöldi fólks, sem varla er læst á bók né getur gert sig skiljanlegan á neinu heims- máli, cn cr hins vcgar úttroðið af alls konar mark- lausum fróðleik, sem hver sæmilega viti borinn mað- ur getur flett upp í orðabókum. Fyrir einni öld lifði það fólk eitt af harðræði tím- ans, scm gætt var óvenjulcgum hraustleika til sálar og líkama. Undir núverandi skólakerfi gæti þetta átt eftir að snúast við, þannig að einmitt þetta fólk gæfist upp en skólarnir fylltust af gervifólki, illa læsu á bók og ósjáandi á listir, cn gæti svarað öllum spurningum eins og orðabók. R. J. Þjáningin stutt, hamingjan eilíf. Til læknis leitar fólk af því citthvað gengur að því, einhver líkamleg vanlíðan þjáir það. Með svip- uðum hætti sækir það um vist á sjúkrahúsi vegna þcss að undan hallar um heilsufar um stund. Göng- ur til læknis og á spítala eru því sjaldan ncinar skemmtiferðir, og fremur kvíði en eftirvænting, sem gerir vart við sig á þeirri leið. Nærgætnir Iæknar og góð sjúkrahús taka líka á móti gestum sínum með glaðlegu og uppörvandi viðmóti, og er oft bezta meðalið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.