Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 65

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 65
ÚR EINU I ANNAÐ 135 Til cr þó cin tegund sjúkrahúsa, sem hefir hér nokkra sérstöðu, fæðingarheimili. Kona sem þar legg- ur leið sína innum dyrnar, er ef til vill gripin nokkr- um óróleika, en þó mun eftirvænting og öryggis- kennd fremur einkenna fas þeirra gesta, cr hér koma til að leita læknisaðstoðar. A þessum stað er hjúkr- unarfólki ef til vill ekki sami vandi á höndum um viðmót og þar sem kvíðinn og óttinn hafa náð fólki á sitt vald. Þó mætti eflaust með þjösnaskap snúa fagnaðarkennd ungrar, óreyndrar konu í örvilnun með því að mikla fyrir henni þær þrautir, sem ham- ingja hennar verður um sinn að kosta til. Ekkert sýn- ist þó eðlilegra en minna á hið stóra augnablik — það stærsta í lífi hverrar manneskju — er nýr cin- staklingur kveður sér hljóðs við hlið hans í veröld- inni, og þjáningin aðeins stundarátak, eldskírn, scm ckki fæst umflúin neinni manneskju, í cinhverri mynd. Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari, hefir gert mörg sannfærandi hstaverk. Eitt fyrsta stórverk hans heitir „Kossinn“, hrífandi höggmynd af manni og konu, sem eiga sér eitt markmið. Þctta er listaverkið, sem ung kona ætti stöðugt að hafa fyrir augum á þessum stað. I fordyri fæðingardeildar Landspítala Is- lands mætir manni hinsvegar heldur ömurleg sjón, sem fremur fær hann til að trúa því öfugmæli að þjáningin sé löng en hamingjan skammvinn, ná- kvæmlega þetta, sem er gagnstætt hlutverki stofn- unarinnar að minna á, og raunar færa á sönnur, að þjáningin sé stutt en hamingjan eilíf. Helgispjöll á löndum og lýöi I. I flestum löndum á fólkið sér einhvern þjóðlegan átrúnað, oft líka helga staði þar scm það safnast sam- an utan við annir daganna og þras. Islendingar eiga einn slíkan reit, furðuverk, sem aðcins guð og eldur gat gert. Islendingar ciga Þingvöll við Oxará, lítinn grasivaxinn hólma með svart eldhraun og hamra- veggi á aðra hönd, cn á hina vaxið mosa, kjarri og lyngi, sem blánar af berjum hvert ár. Og þar eru gjár með köldu silfurtæru vatni, sem ekki frýs á vetrum. Staðurinn er í okkar augum fegurstur á jörðu, og margir munu þeir Islendingar, sem hik- laust hlypu burt frá búum sínum til þess að verja þennan helgistað árás þeirra framtakssömu manna, sem hyggjast fullnægja öllu réttlæti á veraldarvísu: hlaða vegi, rækta lönd og skóga — og lífið ekki annað. Það er dapurlegt að sjá geldingahnapp svo van- þroska sökum skorts á gróðurmold að hann nær ekki að bera blóm um hásumar. En í þúsund ár hefir þjóðin horft þolinmóðum augum á þetta harða líf, og ckki látið af þrjózku sinni, eins og hún kaus að svelta heilu hungri fremur en leggja sér til munns kjöt af hófdýrum. Slík var lotningin fyrir fornum sið- um og átrúnaði. Nú hafa góðhjartaðir menn borið fjósaskít á geldingahnappana í Lögbcrgsbrekkunni og plantað nytjatrjám í hraunsprungurnar þar í kring. Koma síðan fyrir laxastiga í Öxarárfossi og leggja undir- stöðu asfaltvegar um Almannagjá úr hleðslusteinum Snorrabúðar. En svo er viðkvæmni sumra íslcndinga gagnvart helgistöðum sínum mikil, að þeir meta það jafnvel til helgispjalla cr fífill sést bera blóm á stað þar sem enginn var fyrir eða tré er plantað í hraunsprungu er áður var ber klöppin. II. Kínverskir fnðarvinir munu nú vel á vegi að Ijúka því verki að frelsa Tíbetbúa úr ánauðinni, sem þeir hafa búið við f nokkur þúsund ár. Og það var ckki sízt af þeim sökum, að þetta langsoltna fólk lifði sjálft í glórulausri trú á að það ætti nokkru, ckki alveg þýðingarlausu, hlutverki að gegna í heiminum, að þetta mátti ekki dragast úr hömlu. I stað bílífra munka sem arðrændu landslýðinn og ógnuðu jafn- vel með eilífri útskúfun, eru nú setztir í valdastól- ana hófsamir þjónar fólksins, og til þess ráðnir af því sjálfu að dcila brauði réttlátlega eftir efnum og ástæðum. Það er nú allt í sóma aftur í því gamla landi. Þó mun mcga hlera einhvern vott nöldursradda í þá átt að einhverjum þeirra ilmjurta, er uxu við þau fátæklegu kjör, sem þar stóðu lífinu til boða í árþúsundir, kynni jafnvel að ofbjóða sú rausn er seig í kjölfar frelsiskipsins á leið þess með fagnaðar- crindi allsnægtanna innanborðs. Helgigloríunni hefir nú vcrið svipt af kúgurum Himalajalandsins, musteri hinna heilögu rjóðuð sótt- vörnum, og þeir sjálfir afklæddir kuflum sínum, svo allir megi sjá hvar úlfur leyndist undir sauðargæru. I svipinn fara þó engar sagnir af þeim blómum, er „höfði drepa hrygg við moldu“, að himnadrottni ein- um ásjáandi. R.J. Bót á bót ofan Hér á árunum er sú óheppni skcði að smalar fengu slysagat á buxurnar, voru grafnir upp fatagarmar á háalofti, stykkið skorið úr og skellt utaná. Þegar það rifnaði aftur, kom ný bót á bótina. Þannig var maður ekki sjaldan á hlaupum í sumarhitunum í þreföldum buxum, og stundum heitt og stirt um hnén. Er slys af þessu tagi hcnda nú, er gripið til efnis, sem skraddarinn stingur í vasa á fötunum áður en hann skilar þcim. Það er klippt úr stykki og annað fcllt í og viðgcrðin sést varla. Þetta er blcssun tækn- innar í höndum skraddarans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.