Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 44

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 44
114 HELGAFELL verk sitt, og Valery laut aftur yfir tunnuna sína, án þess að anza húsbóndanum. Lassalle stóð stutta stund hálfhvumsa fyrir framan unga manninn, síðan yppti hann öxlum og sneri sér að Markúsi. Hann sat klofvega á hefilbekknum sínum og var að ljúka við að hvessa brúnirnar á tunnubotni. Handtök hans voru róleg og ákveðin. „Góðan daginn, Mark- ús,“ sagði Lassalle þurrlegar en áður. Markús anzaði ekki, en gætti þess eins að hefla að- eins örþunna spæni úr trénu. „Hvað er að þér,“ sagði Lassalle hátt, og sneri sér nú að hinum verkamönnunum. „Við höfum ekki verið sammála, það er rétt. En við verðum þó að vinna saman. Til hvers er J)á að láta svona?“ Markús rétti úr sér, lyfti tunnubotn- inum, strauk lófanum eftir brúninni, kipraði augun með mikilli velþóknun og gekk þegj- andi til annars verkamanns, sem var að setja saman tunnu. A verkstæðinu heyrðist ekkert hljóð nema hávaðinn í hömrunum og vélsög- inni. „Jæja ])á“, sagði Lasalle, „þið látið Ballester segja mér, þegar })ið eruð búnir að jafna ykkur.“ ILann gekk hægum skrefum út úr verkstæðinu. Rétt á eftir glumdi tvisvar í bjöllu gegn- um hávaðann. Ballester, sem hafði setzt til að vefja sér sígarettu, reis silalega á fætur og gekk að litlu dyrunum á gaflinum. I’egai' hann var farinn, léttust hamarshöggin nokkuð; einn mannanna var jafnvel nýbúinn að leggja frá sér hamarinn, ])egar Ballester kom aftur. ITann stóð í dyrunum ogsagði einungis: „Mark- ús og Ivar, húsbóndinn vill tala við ykkur.“ ívar ætlaði fyrst að fara og þvo sér um hend- urnar, en Markús greip í handlegg hans, þeg- ar liann fór framhjá honum. og hann fylgdist haltrandi með honum. I garðinum úti fvrir var birtan svo fersk og tær að ívar fann hvernig hún ljómaði um andlit hans og nakta handleggi. Þeir gengu upp tröppurnar undir vínviðnum, sem bar þegar nokkur blóm. Þegar þeir komu inn í forstofuna, þar sem veggirnir voru fóðraðir viðurkenningarskjölum, heyrðu þeir barnsgrát og rödd Lassalles, sem sagði: „Þú lætur hana fara í rúmið eftir hádegismatinn. Við sækjum lækni, ef þetta lagast ekki.“ Þvínæst kom hús- bóndinn út í forstofuna og bauð þeim inn í litla skrifstofu, sem þeir voru áður kunnug- ir. Húsgögnin voru eftirlíkingar á sveitahús- gögnum, en á veggjum héngu minjar um íþróttaafrek. „Fáið ykkur sæti“, sagði Lassalle um leið og hann settist hinumegin við skrif- l)orð sitt. Þeir stóðu kyrrir. „Ég gerði boð fvrir ykkur vegna þess, að þér, Markús, eruð trúnaðarmaður stéttarfélágsins, og þú, Ivar, ert elzti starfsmaður minn fyrir utan Ball- ester. Ég kæri mig ekki um að byrja aftur að ræða það mál, sem nú er búið að útkljá. Ég get á engan hátt og alls ekki látið ykkur fá það, sem þið farið fram á. Málið er útkljáð og niðurstaðan hefur orðið sú að hefja áftur vinnu. Ég sé að þið liggið mér á hálsi fyrir það, og mér fellur það miður, ég segi ykkur einsog mér býr í brjósti. Ég vil aðeins bæta þessu við: Það sem ég get ekki gert núna, það gæti ég kannski gert þegar reksturinn er aftur kominn í gang. Og ef ég get gert það, ])á skuluð þið ekki einu sinni þurfa að biðja um það. En þangað til skulum við reyna að vinna í sátt og samlyndi.“ Hann þagnaði, virtist hugsa sig um. leit síðan á þá. „Jæja?“ sagði hann. Markús horfði út í bláinn. ívar, sem var með samanbitnar varir, vildi segja eitthvað, en gat það ekki. „Heyriði mig nú,“ sagði Lassalle, „það er hundur í ykkur öll- um. Það líður hjá. En þegar þið hafið áttað ykkur betur, gleymið þá ekki því, sem ég var að segja ykkur.“ Hann stóð upp, gekk til Markúsar og rétti honum höndina. „Sæl- ir“ sagði hann. Markús fölnaði upp, söngv- ara-andlit hans harðnaði og varð andartak illilegt. Þá snerist hann skyndilega á hæli og gekk út. Lassalle, scm einnig var orðinn föl- ur í framan, horfði á ívar án þess að rétta honum höndina. „Út með ykkur þá,“ hróp- aði hann. Þegar þeir komu aftur inn á verkstæðið, voru mennirnir að borða hádegismatinn. Ball- ester var farinn. Markús sagði ekki annað en: „Stormur“, og gckk beint á sinn stað. Esposito hætti að bíta í brauðið sitt til að spyrja, hvað þeir hefðu sagt; ívar svaraði,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.