Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 5
SVEITARSTJORNARMAL 9. ÁRGANGUR 1 . H E F T I TÍMARIT UM MÁLEFNI ÍSLENZKRA SVEITARFÉLAGA ÚTGEFANDI: samband íslenzkra sveitarfelaga RitstjÓRI OG Ábyrgdarmadur : EIRÍKUR PÁLSSON Ritnefnd: Jónas Guðmundsson, Ólafur B. Björnsson, Björn Guð- mundsson og Karl Kristjánsson. Utanáskrift: SVEITARSTJÓRNARMÁL, Pósthólf 1079, Reykjavik. Endurskoðun sveítarstjórnarlaganna. Fyrir Alþingi það, sem nú situr, hafa alþm. Bemharð Stefánsson og Stefán Stefánsson lagt tillögu til þingsályktunar um undirbúning löggjafar um stjóm stærri kaup- túna svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjómina að taka til athugunar, hvernig stjóm hinna stærri kauptúna verði bezt og haganlegast kornið fyrir, og að undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar um það efni fyrir næsta Al- þingi. Greinargerð. Þegar fólki hefur fjölgað í kauptúnum og framkvæmdir vaxið þar, hefur reynzt erfitt að fá hæfa menn til að gegna þar lirepps- nefndaroddvitastörfum í hjáverkum eða hafa aðrar framkvæmdir fyrir kauptúnið á hendi. Úr þessu hefur verið reynt að bæta á ýms- um stöðum með því að skipa sérstaka lög- reglustjóra í kauptúnunum. En þessi lausn málsins hefur gefizt misjafnlega, m. a. hefur sums staðar ekki þótt fært að fela lögreglu- stjómnum oddvitastörfin nema til bráða- birgða, og hafa þá kauptúnin verið litlu nær að því leyti. Auk þess er þessi tilhögun til- tölulega dýr fyrir ríkissjóð. Oft kann og að haga svo til, að ekki sé þörf á sérstökum lög- reglustjóra í kauptúni, þó að þörf sér á sér- stökum starfsmanni fyrir kauptúnið, er hafi svipað verkefni og bæjarstjórar í bæjum. Hér er því lagt til, að ríkisstjómin taki mál þetta til athugunar og undirbúi nauð- synlegar breytingar á sveitarstjómarlögunum, er fullnægi þörf kauptúnanna að þessu leyti. • Tillögunni var vísað til allshn. Sþ. En nefndin sendi hana síðan til stjórnar Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga til umsagnar. Stjóm sambandsins hélt fund urn málið og var samþykkt að senda allshn. Sþ. eftir- farandi bréf. Reykjavík, 9. des. 1948. Með bréfi, dags. 26. nóv. 1948, hefur hátt- virt allsherjamefnd sameinaðs Alþingis óskað umsagnar stjórnar Sambands íslenzkra sveit- arfélaga um tillögu til þingsályktunar um undirbúning löggjafar um stjóm stærri kaup- túna, sem flutt er af alþingismönnunum Bemharði Stefánssyni og Stefáni Stefánssyni, og prentuð er á þingskjali 35. Það er réttilega fram tekið í greinargerð að tillögu þessari, að erfiðleikar hafa orðið á að skipa málum að því er snertir stjóm hinna stærri kauptúna þannig, að vel hafi

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.