Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 10
•6 SVEITARSTJÓRNARMÁL 6. eru fjárráða og hafa forræði yfir búi sínu. 7. hafa ekki verið með dómi fundnir sekir um verk, sem er svívirðilegt að almenn- ingsáliti, nema áhrif dómsins séu niður fallin. Kjörtíminn er 4 ár. Kosningar fara fram 31. marz. Oftast er það svo, að við kosning- ar til amtsráðanna ráða hin pólitísku sjónar- mið og fulltrúar því kjörnir með tilliti til þeirra. Öðru rnáli gegnir um kosningar til hreppsnefnda, þar hafa pólitísk viðhorf allt aðra og minni þýðingu, og eru fulltrúar kjörnir af ýmsum öðrum ástæðum. Að lokinni hreppsnefndarkosningu kýs hin nýja hreppsnefnd úr sínum hópi for- mann eða oddvita, varaformann og gjald- kera til eins árs í senn. Ef sérstakar ástæður mæla með, getur amtsráðið heimilað, að sami maður sé for- maður og gjaldkeri. Slíkt leyfi gildir aðeins um eitt ár og er sjaldan veitt. Þykir bezt á því fara, að störf þessi séu ekki á sömu hendi. Hreppsnefndin kýs eftirtaldar nefndir og Ætundum þó fleiri: 1. Fjárhagsnefnd. 2. Félagsmálanefnd. 3. Bamavemdamefnd. 4. Veganefnd. Félagsmálanefnd skal kosin hlutfallskosn- ingu, en aðrar nefndir því aðeins, að þess sé krafizt. Hreppsnefndarformaðurinn hefur vfirum- sjón með framkvæmdum og stjórn hrepps- ins. Hann tekur á móti þeim bréfum, sem hreppnum berast, leggur þau mál fyrir hreppsnefndina, sem undir hana heyra, eða afhendir þau viðkomandi nefndum, sér um að ákvarðanir hreppsnefndarinnar verði framkvæmdar 0. s. frv. Af þessu er ljóst, að störf formannsins eru mikil, einkum hafa þau aukizt á síðustu ár- um, þar sem ríkið hefur falið hreppsnefnd- unum og formönnum þeirra alls konar fyrir- greiðslu, þar á meðal úthlutun ýmis konar leyfa. í hinum stærri hreppum hefur um langan tírna ekki verið hægt hjá því að komast, að hafa allmargt starfsfólk á launum, jafnvel álíka og í bæjunum, en í hinum smærri hreppum hefur lengst af verið við það miðað að fonnennimir gegndu störfunum sem mest. Þeir hafa og margir hverjir lagt allt kapp á, að komast hjá starfsmannaráðningum, enda talið það brjóta í bág við vilja kjósendanna. En hin sívaxandi störf formannanna hafa þó leitt til þess, að flestir þeirra hafa ráðið i sína þjónustu starfsmann, er gegndi nauð- synlegustu skrifstofustörfum. Ríkisvaldið hefur virt að maklegleikum þessa miklu viðleitni hreppsnefndanna um sparnað í skrifstofuhaldi og látið þær eða formenn þeirra njóta þess. Hreppsnefndarfonnanni og gjaldkera er heimilt að fá samtals greitt úr hreppssjóði upphæð, er svarar til kr. 1.25 á ári fvrir hvem íbúa hreppsins, og þó eigi yfir kr. 6000.00. Fjárhæðin má þó fara yfir þessi tak- mörk, ef amtsráðið leyfir. Slík leyfi hafa mörg verið veitt upp á síðkastið. Enn finnast þó hreppar, þar sem fomiað- urinn innir af höndum mikil störf án nokk- urrar þóknunar. — Gjaldkerinn annast undir eftirliti formanns og fjárhagsnefndar sjóð hreppsins og bókhald hans og innheimtir gjöld. Gjaldkerinn og formaðurinn ganga í sameiningu frá reikningum hreppsins í lok hvers árs. Reikningamir eru endurskoðaðir af tveim mönnum, kjömum af hreppsnefnd. Að því loknu eru þeir sendir amtsráðinu, er lætur frekari endurskoðun fara fram. Hreppsnefndir halda fundi venjulega einu sinni í rnánuði. Eftirlit amtsráðsins kemur fyrst og fremst fram í því, að hreppsnefnd er óheimilt án leyfis amtsráðsins, að

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.