Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 11
SVEITARSTJÓRNARMÁL 7 í. taka á sig nokkra varanlega skyldu, sem ekki er heimild til í lögum. 2. afhenda eða veðsetja fasteignir hreppsins. 3. kaupa fasteignir handa hreppnum. 4. eyða af höfuðstól hreppsins. 5. taka ný lán eða endumýja gömul. 6. veita félagi eða stofnun meiri styrk en sem nemur 1% af árlegum tekjum hreppsins. 7. stofna embætti eða ganga endanlega frá launakjörum fastra starfsmanna. Enn fremur þarf samþykki amtsráðsins, ef skattar til hreppsins eiga að fara meira en 25% fram úr áætlun síðasta fjárhagsárs. Aftur á móti getur amtsráðið lagt fynr hreppsnefnd að hækka skattana, ef útlit er á, að áætlaðar tekjur hrökkvi ekki fyrir út- gjöldum. Tekjur Það var upphaflega meginregl- sveítarféiaga an um fjármál sveitarfélaga, að og ffjoid. árlegar skattaálögur af hrepps- ins hálfu yrðu að standa undir þeim kostn- aði á árinu, sem á hann væri lagður sam- kvæmt ákvörðunum hreppsnefndar eða fæl- ust í lögum. Gildi þessa fyrirkomulags var einkum það, að þetta hélt i hemilinn á hreppsnefndum urn háar skattaálögur. Með- an viðfangsefni hreppanna voru mjög tak- mörkuð og skattar aðeins lagðir á tilskilinn hluta af tekjum hreppsmanna, gekk þetta sæmilega. En eftir því sem skattamir jukust og ríkið með lögum ákvað hreppsfélögum frekari skyldur, sem kostnað höfðu í för með sér, svo sem greiðslur vegna trygginga, varð erfiðara um að fylgja þessari reglu, sérstak- lega þegar fjárhagslegur grundvöllur sveitar- félaganna var mjög mismunandi að því er tók til fólksfjölda, aldurs íbúanna og af öðmm ástæðum. Þessi aðstöðumunur gat því oft- lega orðið til þess, að fjárhagslegar byrðir sveitarsjóðs yrðu þyngstar í fátækustu sveit- arfélögunum, en léttastar í þeim auðugustu. Þetta hefur leitt til þess, að inn á þær leiðir hefur verið farið, að jafna kostnaði meiri háttar útgjaldaliða, s. s. vegna sjúkra- lnisa, vega, framfærslu og skólamála, á þjóð- ina í heild eftir sérstökum reglum, sem er aðeins hægt að greina frá í stórum dráttum. Þeir aðilar, sem til greina koma við jöfn- un þessa á kostnaði sveitarstjórnarmála, eru 1) ríkissjóður, 2) sameiginlegur jöfnunar- sjóður sveitarfélaga, 3) endurgreiðslusam- band sveitarfélaga, 4) einstakir sveitarsjóðir, a) amtssjóðir, b) hreppssjóðir. 1. Ríkissjóður. Tekjur hans eru: a) Beinir skattar á persónur (tekjur og eignir) og félög, b) fast- eignaskattur, c) óbeinir skattar. Ríkissjóður greiðir kostnað meðal ann- ars af: a) Hluta af lagningu og viðhaldi vega. í því sambandi leggur ríkið skatta á vélknúin ökutæki, og skiptist hann á milli ríkis og amtanna. Oft hefur skattur þessi verið svo mikill, að hann hefur að mestu nægt til útgjaldanna. b) Hluta af greiðslum vegna ellilauna og ör- kumla, enn fremur vegna bamalífeyris. c) Hluta af sjúkratryggingum. d) Heilbrigðisráðstöfunum vegna farsótta, kynsjúkdóma og berklaveiki. e) Hluta af rekstrarkostnaði skólanna (kenn- aralaun). f) Af hælisvist og umönnun geðveikra og fávita ber ríkið allan kostnað. 2. Hinn sameiginlegi jöfnunars/óður. Sjóður þessi var stofnaður 1937 í þeim til- gangi að jafna skattabyrðinni á milli sveitar- félaganna. Tekjur sjóðsins eru: a) Persónulegur skattur á tekjur og eignir. b) Fasteignaskattar. Sjóðurinn greiðir: a) Hluta af framfærslukostnaði sveitarfélaga.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.