Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 12
8 SVEITARSTJÓRNARMÁL b) Hluta af skólakostnaði. c) Hluta af kostnaði vegna sjúkrahúsa. d) Hluta af kostnaði ríkisins við lögreglu- mál, að öðru leyti er hann greiddur af ríkinu. 3. Endurgreiðslusamband sveitarféíaga. Þetta samband hefur engar sérstakar tekj- ur, en er látið annast greiðslur á hinum ýmsu greinum framfærslukostnaðar, en skiptir honum svo aftur á milli sveitarfélaganna með tilliti til fólksfjölda, skatta og skatt- gildis fastra eigna á hverjum stað. Þau útgjöld, sem ekki eru greidd af þess- um þrem aðilum, greiðast svo af sveitafélög- unurn sjálfum, ömtunum eða hreppunum. 4. a) Ömtin. Tekjur og gjöld. Tekjur amtanna fást einvörðungu með sköttum á fasteignir. Grundvöllurinn að skattaálagningunni er fasteignamat, sem framkvæmt er af ríkinu, og er skattlagt í tvennu lagi, annars vegar á lóðimar og síðan á hinar aðrar eignir, að frádregnu tvöföldu fasteignaverði lóðanna + 5000 kr. Skali sá, sem notaður er við álagninguna, skal ákveð- inn til eins árs í senn og á að vera ákveðið hlutfall á milli álags á lóðir og aðrar eignir. Verkefni amtanna eru meðal annars lagn- ing og viðhald amtsveganna. En um þá vegi fer meginþungi umferðarinnar. Yfirstjórn amtsveganna í hverju arnti er falin sérfræðingi, sem hefur lokið prófi frá tekniska háskólanum í Danmörku, en hann er einnig ráðunautur hreppanna um vega- mál, Til veganna, sem ömtunum ber að sjá um, rennur og framlag það frá ríkinu, sem áður var um getið. Rekstur og bygging sjúkrahúsa er annar þýðingarmikill þáttur í störfum amtanna. Á árunum fyrir stríð voru mörg sjúkrahús byggð. Allalgengt var, að ýmsis konar sjúkra- hús væru byggð saman í hvirfingu, þar sem hver tegund eða deild hefur sinn sérstaka yfirlæknir. Hagnaðurinn við þetta fyrirkomulag er margs konar, en góðar samgöngur valda eng- um erfiðleikum, þó að fjarlægðir séu nokkrar. Af þessu leiðir aftur, að stundum standa fleiri en eitt amt og jafnvel kaupstaðir og bæir að byggingu og rekstri slíkra sjúkra- hússbygginga. Enda þótt jöfnunarsjóðurinn greiði nokk- uð af rekstrarkostnaði sjúkrahúsa, verða ömt- in sjálf að greiða allar afborganir og vexti af stofnskuldum sjúkrahússbygginganna. Er sá kostnaður oft aðalútgjaldaliður amtanna. Sakir hins mikla kostnaðar við sjúkrahús- in hafa komið fram tillögur um að byggja að nokkru í þeirra stað hressingarheimili fyrir ákveðnar tegundir króniskra sjúklinga. En talið er að þau hefðu jafnmikið nota- gildi eins og sjúkrahús, en yrðu miklu ódýr- ari í rekstri. Af öðrum útgjöldum amtanna má nefna framlag til amtskólasjóðs og laun til ljós- mæðra. Stjórnarkostnaður amtanna er tiltölulega lítill. Á árinu 1944 var slíkur kostnaður í meðalamti vegna launa og skrifstofuhalds um 56000 kr. Hér er ekki meðtalinn skrif- stofukostnaður vegna vegamála eða starfs- fólks spítala. Á það má og benda, að amt- maðurinn tekur laun sín frá ríkinu. 4. b) Tekjur og g/öld hreppanna. Tekjur hreppanna fást með sköttum af fasteignum og sköttum á persónur og félög (útsvar). Hlutfallið á milli þess, hvað leggja skal á eignir annars vegar og persónur hins vegar, er ákveðið til 4 ára í einu, og má það hlutfall ekki breytast þann tíma. Þetta get- ur á verðsveiflutímum haft erfiðleika í för með sér og gerði það stórlega á hernáms- árunum. Eignaskatturinn er lagður á eftir svipuð-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.