Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 13
SVEITARST J ÓRNARMÁL 9 um reglum og amtskatturinn, en er í þessu tilfelli hærri á öðrum eignum en lóðum eða landi. Hinn persónulegi skattur til hreppanna er að mestu ákvarðaður með tilliti til tekna, en þó höfð hliðsjón af, hvernig þeirra er afl- að, af fasteignum eða vinnu o. s. frv. Ákvörðun um skattinn (útsvarið) af hin- um skattskyldu tekjum tekur hreppsnefnd- in, en síðan skattanefndir, sem að jafnaði eru 3 í hverju amti. Ef tekjum rnanns er þannig háttað, að honum ber aðeins að greiða til hreppsins, en ekki ríkisins jafn- hliða, er ákvörðun hreppsnefndarinnar bind- andi, en heimilt er þó að áfrýja til amts- ráðanna. Við ákvörðun útsvaranna er miðað við framtöl, sem hver einstakur leggur fram eins og hér á landi. Varðandi bændur er útsvars- upphæðin fundin með svokallaðri óbeinni álagningu, þar sem gjaldandanum er ákveðin tiltekin fjárhæð, sem gangi til eigin þarfa og við hana síðan eftir atvikum bætt eða dregin frá eignaaukning eða rýmun, sem á rót sína að rekja til tekna gjaldandans. Þessi aðferð hefur sætt nokkurri gagmýni af hendi kaupstaðarbúa, sem telja, að með þessu móti verði bændur betur úti en þeir um skatta til ríkisins. Annars er skattaupphæðin fundin eftir stighækkandi skala, álíka og hér tíðkast, og mun hvíla með meiri þunga á meðaltekjum en skattur til ríkis. Ef maður hefur starfa í öðru sveitarfélagi en því, sem hann er búsettur í, ber honum að greiða atvinnuútsvar þar, sem ákveðið er eftir allflóknum reglum. Þessi álagningar- aðferð, sem einkum hefur orðið kaup- stöðum í hag, hefur mjög verið gagnrýnd af hreppunum, sem telja sinn hlut hafa orðið verri en skyldi. Skattana ber að greiða til gjaldkera hrepps ins. Á seinni árum hefur það þótt gefa góða raun að láta greiða þá á póststöðum í sveitar- félaginu inn á sérstakan viðskiptareikning þar, og hefur sá háttur mjög aukizt. Ef skatt- ar eru ekki greiddir á gjalddaga, eru þeir faldir hreppstjóra (Sognefoged), til inn- heimtu með lögtaki eða hreppurinn ræður í sína þjónustu sérstakan lögtaksfulltrúa í þessu skyni. Hreppstjórinn er skipaður af amtmanni sem löggæzlumaður í hreppnum. Vcrkefni hreppanna. Aðalviðfangsefni hreppanna eru framfærslumálin. Enda þótt kostnaðurinn af þeim skiptist milli ýmissa aðila, verður það þó á hreppsnefndinni eða félagsmálanefndinni, sem aðalstörfin hvíla. Hún er í beinu sam- bandi við þann, sem aðstoðar þarfnast, og það er hennar að ákveða, í hvaða formi fyrir- greiðsla til hans kemur að beztum notum. Að vísu eru nú í lögum ákvæði um vissar reglur í þessu sambandi, en þrátt fyrir það er þó svo háttað um fjölda tilfella, að hjálp til hins þurfanda verður að fara eftir mati á öllum kringumstæðum. í bæjunum hefur á seinni árum verið reist- ur fjöldi bygginga vegna þeirra, sem lifa á lífeyri. Er hér um að ræða smáar en góðar íbúðir, sem leigðar eru sanngjömu verði. Fyrir slíkar íbúðir hefur verið minni þörf í hreppunum. Þar dvelur gamla fólkið yfir- leitt á heimilunum, unz því er þörf sér- stakrar umönnunar, og er því þá komið fyrir á elliheimilum. Fjölmargir hreppar hafa nú komið upp elliheimilum. Kostnaður af þeim greiðist að öllu úr hreppssjóði. Þá hafa á síðustu árum mjög aukizt störf hreppanna í sambandi við þá skyldu þeirra, að tryggja íbúum sínum húsnæði. En skort- ur á því hefur verið mjög tilfinnanlegur. Lög hafa verið sett, sem miðað hafa að því að hagnýta það húsrými, sem til er, og hef- ur framkvæmd þeirra verið falin hrepps- nefndum, hverri í sínu umdæmi.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.